Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 Karlakór Hreppamanna stendur fyrir hagyrðingakvöldi í félagsheimili Hrunamanna á Flúðum nú á laugar- dagskvöldið, 16. mars, kl. 20. Þar mætir landslið íslenskra hagyrðinga og reyna menn þá að kveða hver ann- an í kútinn. Lið Sunnlendinga skipa Sigurjón Jónsson, Magnús Halldórs- son og Gylfi Þorkelsson sem er hirð- skáld Karlakórs Hreppamanna. Lið Norðanmanna skipa þeir Pétur Pét- ursson, Jóhannes Sigfússon og Reyn- ir Hjartarson. Með þeim kemur svo Birgir Sveinbjörnsson sem stýrir samkomunni. Sérstakir gestir eru fé- lagar úr Karlakór Kjalnesinga. „Það verður skemmtilegt að fá skáld í heimsókn. Við Hreppamenn hlökkum til að fá þessa góðu gesti,“ segir Aðalsteinn Þorgeirsson, bóndi á Hrafnkelsstöðum. Hann hefur verið einn liðsmanna karlakórsins góða frá stofnun hans, árið 1997, og er for- maður skemmtinefndar. Starfið í kórnum segir hann vera öflugt og skemmtilegt. Nú séu framundan hag- yrðingakvöld, vortónleikar og Fær- eyjaferð í apríl. Hagyrðingakvöld á Flúðum á laugardagskvöld Gylfi Þorkelsson Jóhannes Sigfússon Landsliðið kveður í kútinn Von er á um 250 söngglöðum krökkum víða af landinu á Landsmót barna- og unglingakóra sem haldið verður á Akranesi um helgina. Mótið er á vegum Tónmenntakennarafélags Íslands og KórÍs – Landssamtaka barna- og ung- dómskóra á Íslandi og nú er komið að Akranesi sem mótsstað. Það er eldri hópur Skólakórs Grundaskóla sem er gestgjafakór í ár og stjórnandi kórsins, Valgerður Jónsdóttir, heldur utan um skipulag og framkvæmd mótsins. Um helgina munu krakkarnir sem eru frá 5. bekk grunnskóla og uppúr vinna saman í söngsmiðjum og halda svo lokatónleika í Grundaskóla á sunnudaginn og hefjast þeir kl. 13.30. Flestir eru kórarnir af Suður- og Vest- urlandi en nokkrir þeirra koma lengra að, til að mynda frá Akureyri. Áhersla er lögð á að tengja mótið við bæjarlífið á Skaganum og munu kórar meðal annars syngja Dvalarheimilinu Höfða og í Akraneskirkju. Þá eru lokatón- leikarnir öllum opnir. Tónlistin sem unnið verður með er að hluta til eftir Skagafólk en leitað var til tónlistarfólks og kennara á Akranesi um tillegg. Á mótinu æfa kórarnir sam- an nýtt tónverk eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur, verkið heitir Fögnuður og var samið serstaklega fyrir mótið. Landsmót barna- og unglingakóra á Akranesi um helgina Skaginn ómar af fallegum söng Mislingar er mjög smit-andi veirusjúkdómursem einkennist af hitaog útbrotum um allan líkamann. Alla jafna eru mislingar mildur sjúkdómur hjá börnum en allt að 1% þeirra sem sýkjast fær alvarlega fylgikvilla svo sem heila- bólgu eða lungnabólgu og það getur jafnvel valdið dauða. Mislingar voru algengur sjúk- dómur á meðal barna hér á árum áður. Eftir að farið var að bólusetja gegn honum hefur dregið mjög úr algengi hans í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir að bóluefni við mislingum sé bæði öruggt og ódýrt drógu mislingar yfir 110.000 manns til dauða í heiminum árið 2017, að stærstum hluta börn yngri en fimm ára. Árið 2000 fengu um það bil 72% barna í heiminum bólusetningu við mislingum við eins árs aldur en árið 2017 var hlutfallið komið í 85%. Smitleiðir og meðgöngutími Mislingaveiran er mjög smitandi og berst milli manna með úða frá öndunarfærum (til dæmis hósta og hnerra). Veiran getur lifað og valdið smiti í allt að tvær klukkustundir eftir að hún berst út í andrúms- loftið. Einstaklingur sem smitast af mislingum getur smitað aðra 6 dög- um eftir að hann smitast og í allt að 21 dag frá því hann smitast. Ein- staklingur sem hefur hugsanlega smitast af mislingum þarf því að vera í sóttkví á þessum tíma. Ef einhver er í hættu á að smit- ast eftir návígi við veikan ein- stakling er möguleiki á að koma í veg fyrir sjúkdóminn, eða gera sjúkdóminn vægari, ef bólusetning fer fram innan 72 klukkustunda frá mögulegu smiti. Einkenni sjúkdómsins Einkenni mislinga koma fram um 10-12 dögum eftir smit og geta ver- ið mismikil eftir einstaklingum. Þau byrja oft með flensulíkum einkenn- um það er hita, nefrennsli, sviða í augum, hósta, bólgnum eitlum og höfuðverk. Á þriðja eða fjórða degi veikindanna koma fram útbrot sem ná yfir allan líkamann og standa í 3-4 daga eða þar til sjúkdómurinn fer að réna. Mislingaveiran getur verið hættuleg og jafnvel valdið dauða. Alvarlegir sjúkdómar eins og eyrna- eða lungnabólga, kviðverkir, uppköst, niðurgangur og einnig heilabólga geta verið afleiðing misl- inga. Alvarlegar heilaskemmdir af völdum mislinga geta einnig komið fram mörgum mánuðum eftir sýk- inguna. Hringja á heilsugæsluna Einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum, rétt er að hafa samband við heilsugæsluna til að fá ráðgjöf og staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Ekki er ráðlagt að koma á heilsugæsluna, heldur hringja á viðkomandi heilsu- gæslustöð eða í símann 1700 sem er alltaf opinn. Engin sérstök lyf eru til við misl- ingum. Hitalækkandi lyf geta hjálp- að sjúklingnum að líða betur. Mikil- vægt að tryggja hvíld, vökvainntöku og næringu. Sýklalyf gagnast lítið gegn mislingum, þó getur verið nauðsynlegt að meðhöndla sýkingar sem eru afleiðingar af sjálfum sjúk- dómnum með sýklalyfjum. Halda sjúkdómi frá landinu Bólusetning gegn mislingum gef- ur um 95% vörn. Þátttaka á Íslandi í bólusetningu gegn mislingum hef- ur verið með ágætum á und- anförnum árum eða tæplega 95%. Foreldrar eru hvattir til að halda áfram góðri þátttöku í bólusetn- ingum því aðeins á þann hátt má halda þessum alvarlega smit- sjúkdómi frá landinu. Börn eru bólusett 18 mánaða og rétt er að fara varlega í ferðalög með óbólu- sett börn til landa þar sem hætta er á smiti. En hvernig veit fólk hvort það hefur fengið bólusetningu. Þeir sem eru fæddir eftir 1975 eru lík- legast bólusettir nema foreldrar þeirra hafi hafnað bólusetningu. Allir fengu bólusetningarskírteini sem oft eru til í fórum foreldra þeirra. Ef bólusetning er skráð í kringum 12 ára aldur er það líkleg- ast mislingabólusetning. Hægt er að sjá bólusetningar sem gefnar voru eftir að farið var að skrá bólusetningar í rafrænan bólusetningargrunn, um það bil í kringum árið 2000, inn á mínum síð- um á heilsuvera.is eða á island.is Getið þið athugað hvort ég hafi fengið bólsetningu við mislingum? Og hvort ég sé með eina eða tvær bólusetningar? Þetta eru algeng- ustu spurningarnar sem berast til heilsugæslunnar þessa dagana og stutta svarið er nei. Eldri bólusetn- ingarskrár eru ekki aðgengilegar á heilsugæslustöðvum þar sem þær eru í geymslum og skjalasöfnum. Einnig er dýrt og seinlegt að mæla mótefni. Þess skal getið að fólk með eina bólusetningu er varið í 93% til- fella en fólk með tvær bólusetn- ingar er varið í 97% tilfella. Allir eru velkomnir í bólusetn- ingu á heilsugæslustöð. Þeir sem sérstaklega er höfðað til:  Öll börn á aldrinum 6 mán- aða-18 mánaða.  Óbólusettir fullorðnir ein- staklingar fæddir 1970 og síðar.  Þeir sem eiga ekki bólusetn- ingarkort, minnast hvorki mislinga né bólusetninga í æsku og eru fæddir 1970 eða síðar. Það er skaðlaust að fá bólusetn- ingu aftur og það er einfaldasta, ódýrasta og öruggasta leiðin. Ekki má bólsetja þungaðar konur og fólk á líftæknilyfjum. Ávallt velkomið að hringja á þína heilsugæslustöð – eða símann 1700 – eða netspjall og fyrirspurnir á heilsuvera.is Morgunblaðið/Hari Bólusetning Þúsundir hafa mætt á heilsugæslustöðvar að undanförnu til að fá mislingasprautu sem ætti að varna því að fólk fái þennan skæða smitsjúkdóm, sem getur haft alvarleg eftirköst sé ekki farið með gát. Bólusetning gegn mis- lingum er sterk vörn Heilsuráð Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Sigríður Dóra Magnúsdóttir Engin sérstök lyf eru til við mislingum. Hita- lækkandi lyf geta hjálpað sjúklingnum að líða betur. Mikil- vægt að tryggja hvíld, vökvainntöku og nær- ingu. Bremsuviðgerðir Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Gran Canaria Einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga 19. mars í 9 nætur Frá kr. 99.995 19. mars í 14 nætur Frá kr. 129.995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.