Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Á Volkswagen e-Golf nýtir þú hreina innlenda orku, tekur aldrei eldsneyti, ert
laus við olíuskipti, ferð inn í heitan bíl á morgnana og upplifir magnaðan akstur.
Komdu og prófaðu þinn eftirlætis e-Golf strax í dag. Við eigum einn fyrir þig.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
www.volkswagen.is
Hvers manns straumur.
Mikil leit að loðnu í allan vetur hefur ekki
borið árangur og ákveðið var á mánudag
að hætta formlegri leit. Það er þó ekki að-
eins loðnan í vetur sem veldur áhyggjum
því fyrstu mælingar á árganginum sem
bera á uppi veiðar næsta vetrar gáfu ekki
tilefni til bjartsýni. Þá er óvissa varðandi
fleiri uppsjávartegundir.
Ekki verður annað sagt en mikið hafi
verið lagt í loðnuleit vetrarins. Þannig
hafa rannsóknaskipin verið í um 40 daga
samtals við leit og veiðiskip í alls 76 daga
frá því að Heimaey VE fór í leiðangur
skömmu fyrir jól. Kostnaður af úthaldi
veiðiskipanna er hátt í 130 milljónir og
skiptist hann á útgerðir í samræmi við
hlutdeild í loðnu.
Að auki svipuðust tvö norsk skip eftir
loðnunni fyrir austan og norðan í nokkra
daga í febrúar. Um borð í veiðiskipunum
voru hverju sinni 2-4 starfsmenn Haf-
rannsóknastofnunar, oftast fjórir.
Tæplega 20 skip
Tæplega 20 skip, mörg nýlega endur-
nýjuð, hafa stundað loðnuveiðar síðustu
ár og er hlutdeild útgerðanna þannig:
HB Grandi 18%,
Síldarvinnslan 15,9918%,
Runólfur Hallfreðsson 2,5%,
Samherji 9,1947%,
Ísfélagið 20,6370%,
Vinnslustöðin 10,9295%,
Huginn 1,3992%,
Gjögur 2,6559%,
Loðnuvinnslan 1,75%,
Eskja 8,8060%,
Skinney-Þinganes 8,1360%.
Þó svo að formlegri loðnuleit hafi verið
hætt í fyrradag þá mun Hafrannsókna-
stofnun áfram fylgjast með fréttum af
loðnu fyrir norðan land og gera ráðstaf-
anir þyki tilefni til. Á Húnaflóa veiddist
hrygningarloðna eftir miðjan marsmán-
uð í fyrra.
Ekki samningur við Færeyinga
Undanfarið hafa íslensk uppsjávarskip
sem eiga kvóta í kolmunna verið að veið-
um á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Ír-
landi. Afli hefur verið ágætur, en veður
oft sett strik í reikninginn.
Stærstur hluti kolmunnaaflans hefur
síðustu ár fengist í færeyskri lögsögu, en
ekki er lengur í gildi samningur um
gagnkvæm fiskveiðiréttindi á milli Ís-
lands og Færeyja. Í ár er íslenskum skip-
um heimilt að veiða 241 þúsund tonn af
kolmunna, samkvæmt ákvörðun sjávar-
útvegsráðherra, en kvótinn var 293 þús-
und tonn í fyrra.
Barist við erfiðar aðstæður
Jens Garðar Helgason, formaður
stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarút-
vegi, segir að það lagi ekki stöðuna að
enn hafi ekki verið samið við Færeyinga.
Skipin hafi verið að berjast á kolmunna-
veiðum við erfiðar aðstæður á alþjóðlegu
hafsvæði, 700-800 mílur frá Íslandi. Mið-
að við reynsluna undanfarin ár megi bú-
ast við að kolmunninn gangi inn í breska
lögsögu næstu daga. Því sé óvissa með
framhaldið.
Kvótinn í norsk-íslenskri síld í ár er
tæplega 98 þúsund tonn, sem er aukning
frá síðasta ári þegar útgefinn kvóti var
rúm 72 þúsund tonn.
Ráðherra hefur ekki gefið út makríl-
kvóta ársins, en Alþjóðahafrannsókna-
ráðið lagði til í ráðgjöf sinni 40% sam-
drátt frá ráðgjöf fyrir 2018. Í fyrra veidd-
ist meira af makríl í alþjóðlegu hafsvæði
austur af landinu heldur en árin á undan.
Ljósmynd/Hákon Ernuson
Uppsjávarskip Beitir og Börkur við bryggju í Neskaupstað, en Síldarvinnslan festi kaup á skipunum á árunum 2014 og 2015. Stórum hluta loðnuaflans hefur síðustu ár verið landað í Fjarðabyggð.
Við loðnuleit í yfir 100
daga síðustu mánuði
Óvissa varðandi veiðar á fleiri uppsjávartegundum en loðnu
Bætir ekki úr skák að ekki hafi verið samið við Færeyinga
„Þetta þýðir mikið tekjutap fyrir fólk hér á Þórshöfn og í nær-
byggðum og einnig fyrir sveitarfélagið Langanesbyggð,“ segir
Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð um áhrif loðnu-
brestsins. „Þetta er svakalegur skellur og við fyrstu skoðun
sýnist mér að þetta gæti þýtt 25-30 milljónir í minni tekjur
sveitarfélagsins í útsvari og minni tekjur hafnarinnar. Fyrir
starfsfólkið gæti verið um 45-50 milljónum minni launatekjur
að ræða.“
„Loðnubresturinn er mikið högg fyrir þorp þar sem eru rúm-
lega 200 manns á vinnualdri. Við sem lifum í nábýli við og af
náttúrunni höfum séð ýmislegt áður og Langanesbyggð kemst í
gegnum þetta. Það má þakka styrkri stöðu sem hefur náðst á
síðustu árum og svo eigum við aðeins í hlöðunni. Það er þó
morgunljóst að við þurfum að fara inn að beini og þetta áfall
kemur niður á fjárfestingum,“ segir Elías Pétursson.
Hann segir að atvinnulífið sé í hægagangi og undirverktakar
hafi misst verkefni. Auk uppsjávarvinnslu reki Ísfélagið bol-
fiskvinnslu á staðnum og hafi staðið sig vel við að halda uppi at-
vinnu. Fyrirtækið sé burðarás í atvinnulífinu á staðnum ásamt
sveitarfélaginu. Tæplega 500 manns búi í Langanesbyggð og
þar af tæplega 400 á Þórshöfn. Þá sé mikið samstarf við Sval-
barðshrepp.
Unnið að úttekt á Vopnafirði
HB Grandi er með öflugt frystihús og fiskimjölsverksmiðju á
Vopnafirði. Ef allt hefði verið með felldu hefðu hjólin þar snúist
hratt á loðnuvertíð síðustu vikur.
Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að
loðnubrestur muni án efa hafa áhrif á afkomu sveitarsjóðs og
hafnarsjóðs. Unnið sé að úttekt á áhrifunum og segist hann
reikna með að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en á sveitar-
stjórnarfundi eftir viku.
Mikið högg fyrir
lítið samfélag
Bitnar á fjárfestingum
Hægagangur í atvinnulífi
Loðnubrestur