Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 Á Volkswagen e-Golf nýtir þú hreina innlenda orku, tekur aldrei eldsneyti, ert laus við olíuskipti, ferð inn í heitan bíl á morgnana og upplifir magnaðan akstur. Komdu og prófaðu þinn eftirlætis e-Golf strax í dag. Við eigum einn fyrir þig. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Hvers manns straumur. Mikil leit að loðnu í allan vetur hefur ekki borið árangur og ákveðið var á mánudag að hætta formlegri leit. Það er þó ekki að- eins loðnan í vetur sem veldur áhyggjum því fyrstu mælingar á árganginum sem bera á uppi veiðar næsta vetrar gáfu ekki tilefni til bjartsýni. Þá er óvissa varðandi fleiri uppsjávartegundir. Ekki verður annað sagt en mikið hafi verið lagt í loðnuleit vetrarins. Þannig hafa rannsóknaskipin verið í um 40 daga samtals við leit og veiðiskip í alls 76 daga frá því að Heimaey VE fór í leiðangur skömmu fyrir jól. Kostnaður af úthaldi veiðiskipanna er hátt í 130 milljónir og skiptist hann á útgerðir í samræmi við hlutdeild í loðnu. Að auki svipuðust tvö norsk skip eftir loðnunni fyrir austan og norðan í nokkra daga í febrúar. Um borð í veiðiskipunum voru hverju sinni 2-4 starfsmenn Haf- rannsóknastofnunar, oftast fjórir. Tæplega 20 skip Tæplega 20 skip, mörg nýlega endur- nýjuð, hafa stundað loðnuveiðar síðustu ár og er hlutdeild útgerðanna þannig: HB Grandi 18%, Síldarvinnslan 15,9918%, Runólfur Hallfreðsson 2,5%, Samherji 9,1947%, Ísfélagið 20,6370%, Vinnslustöðin 10,9295%, Huginn 1,3992%, Gjögur 2,6559%, Loðnuvinnslan 1,75%, Eskja 8,8060%, Skinney-Þinganes 8,1360%. Þó svo að formlegri loðnuleit hafi verið hætt í fyrradag þá mun Hafrannsókna- stofnun áfram fylgjast með fréttum af loðnu fyrir norðan land og gera ráðstaf- anir þyki tilefni til. Á Húnaflóa veiddist hrygningarloðna eftir miðjan marsmán- uð í fyrra. Ekki samningur við Færeyinga Undanfarið hafa íslensk uppsjávarskip sem eiga kvóta í kolmunna verið að veið- um á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Ír- landi. Afli hefur verið ágætur, en veður oft sett strik í reikninginn. Stærstur hluti kolmunnaaflans hefur síðustu ár fengist í færeyskri lögsögu, en ekki er lengur í gildi samningur um gagnkvæm fiskveiðiréttindi á milli Ís- lands og Færeyja. Í ár er íslenskum skip- um heimilt að veiða 241 þúsund tonn af kolmunna, samkvæmt ákvörðun sjávar- útvegsráðherra, en kvótinn var 293 þús- und tonn í fyrra. Barist við erfiðar aðstæður Jens Garðar Helgason, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarút- vegi, segir að það lagi ekki stöðuna að enn hafi ekki verið samið við Færeyinga. Skipin hafi verið að berjast á kolmunna- veiðum við erfiðar aðstæður á alþjóðlegu hafsvæði, 700-800 mílur frá Íslandi. Mið- að við reynsluna undanfarin ár megi bú- ast við að kolmunninn gangi inn í breska lögsögu næstu daga. Því sé óvissa með framhaldið. Kvótinn í norsk-íslenskri síld í ár er tæplega 98 þúsund tonn, sem er aukning frá síðasta ári þegar útgefinn kvóti var rúm 72 þúsund tonn. Ráðherra hefur ekki gefið út makríl- kvóta ársins, en Alþjóðahafrannsókna- ráðið lagði til í ráðgjöf sinni 40% sam- drátt frá ráðgjöf fyrir 2018. Í fyrra veidd- ist meira af makríl í alþjóðlegu hafsvæði austur af landinu heldur en árin á undan. Ljósmynd/Hákon Ernuson Uppsjávarskip Beitir og Börkur við bryggju í Neskaupstað, en Síldarvinnslan festi kaup á skipunum á árunum 2014 og 2015. Stórum hluta loðnuaflans hefur síðustu ár verið landað í Fjarðabyggð. Við loðnuleit í yfir 100 daga síðustu mánuði  Óvissa varðandi veiðar á fleiri uppsjávartegundum en loðnu  Bætir ekki úr skák að ekki hafi verið samið við Færeyinga „Þetta þýðir mikið tekjutap fyrir fólk hér á Þórshöfn og í nær- byggðum og einnig fyrir sveitarfélagið Langanesbyggð,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri í Langanesbyggð um áhrif loðnu- brestsins. „Þetta er svakalegur skellur og við fyrstu skoðun sýnist mér að þetta gæti þýtt 25-30 milljónir í minni tekjur sveitarfélagsins í útsvari og minni tekjur hafnarinnar. Fyrir starfsfólkið gæti verið um 45-50 milljónum minni launatekjur að ræða.“ „Loðnubresturinn er mikið högg fyrir þorp þar sem eru rúm- lega 200 manns á vinnualdri. Við sem lifum í nábýli við og af náttúrunni höfum séð ýmislegt áður og Langanesbyggð kemst í gegnum þetta. Það má þakka styrkri stöðu sem hefur náðst á síðustu árum og svo eigum við aðeins í hlöðunni. Það er þó morgunljóst að við þurfum að fara inn að beini og þetta áfall kemur niður á fjárfestingum,“ segir Elías Pétursson. Hann segir að atvinnulífið sé í hægagangi og undirverktakar hafi misst verkefni. Auk uppsjávarvinnslu reki Ísfélagið bol- fiskvinnslu á staðnum og hafi staðið sig vel við að halda uppi at- vinnu. Fyrirtækið sé burðarás í atvinnulífinu á staðnum ásamt sveitarfélaginu. Tæplega 500 manns búi í Langanesbyggð og þar af tæplega 400 á Þórshöfn. Þá sé mikið samstarf við Sval- barðshrepp. Unnið að úttekt á Vopnafirði HB Grandi er með öflugt frystihús og fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði. Ef allt hefði verið með felldu hefðu hjólin þar snúist hratt á loðnuvertíð síðustu vikur. Þór Steinarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir að loðnubrestur muni án efa hafa áhrif á afkomu sveitarsjóðs og hafnarsjóðs. Unnið sé að úttekt á áhrifunum og segist hann reikna með að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en á sveitar- stjórnarfundi eftir viku. Mikið högg fyrir lítið samfélag  Bitnar á fjárfestingum  Hægagangur í atvinnulífi Loðnubrestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.