Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Karlarkórinn Heimir í Skagafirði
er á leiðinni suður yfir heiðar um
komandi helgi í sína árlegu vor-
ferð. Að þessu sinni verða þrennir
tónleikar haldnir; fyrst í Reykjavík
á föstudagskvöldið og síðan verða
tvennir tónleikar á Suðurlandi á
laugardag.
Tónleikarnir í Reykjavík verða í
Langholtskirkju kl. 20.30. Þar
verður Elmar Gilbertsson söngvari
sérstakur gestur Heimismanna og
tekur með þeim nokkur lög. Stjórn-
andi kórsins er sem fyrr Stefán R.
Gíslason og undirleikari Thomas R.
Higgerson á píanóið. Forsala á
þessa tónleika er á tix.is, sam-
kvæmt fréttatilkynningu frá Heimi.
Á laugardag verður haldið aust-
ur fyrir fjall og byrjað á tónleikum í
Skálholtskirkju kl. 13 og síðan
verða tónleikar í Selfosskirkju kl.
17. Á þessum tónleikum munu ung-
liðar kórsins stíga fram en töluverð
kynslóðaskipti eru að eiga sér stað
hjá Heimi um þessar mundir. Um
fimmtungur kórmanna er undir
þrítugu og meðalaldur um 50 ár.
Heimir með þrenna
tónleika sunnan heiða
Ljósmynd/Heimir
Heimismenn Mikil endurnýjun hefur verið í karlakórnum. Aldursmunur á yngsta og elsta kórfélaga er 73 ár.
Allur akstur með
fólk með fatlanir
verður sjálfkrafa
undanþeginn
verkfalls-
aðgerðum stétt-
arfélagsins Efl-
ingar. Bílstjórum
sem starfa við
slíkan akstur er
því heimilt að
sinna störfum
sínum með óbreyttum hætti. Fyrir-
hugað er verkfall bílstjóra hóp-
bifreiðafyrirtækja 22., 28. og 29.
mars. Fram kemur í tilkynningu frá
Eflingu, að undanþágunefnd vegna
verkfallsaðgerða Eflingar hafi tek-
ið til starfa og muni afgreiða beiðn-
ir um undanþágur frá boðuðum
verkfallsaðgerðum. Beiðnir þurfi
að vera vel rökstuddar með hliðsjón
af neyð, mannúðarsjónarmiðum
eða stöðu sérstaklega viðkvæmra
hópa.
Í tilkynningu frá Strætó bs. í gær
kom fram, að fyrirhugað verkfall
mundi hafa áhrif á fjölmargar akst-
ursleiðir Strætó á landsbyggðinni
og á höfuðborgarsvæðinu.
Akstur með fatlað
fólk verður undan-
þeginn verkfalli
Ferðaþjónusta fatl-
aðra skerðist ekki.
Árleg byssusýning Veiðisafnsins á
Stokkseyri verður haldin um næstu
helgi frá kl. 11–18 á laugardag og
sunnudag í Veiðisafninu að Eyrar-
braut 49 á Stokkseyri.
Sýningin er í samvinnu við versl-
unina Hlað sem sýnir úrval nýrra
skotvopna ásamt sjónaukum, auka-
búnaði, hljóðdeyfum og vörum til
endurhleðslu skothylkja.
Fjölbreytt úrval af haglabyssum,
rifflum, skammbyssum, herrifflum
og fleiru tengdu skotveiðum m.a úr
einkasöfnum, er til sýnis. Hartmut
Liedtke verður á staðnum með sér-
staka kynningu á sjónaukum frá
Blaser í Þýskalandi. Þá munu
Skotvís og Bogveiðifélag Íslands
kynna starfsemi sína. Óskar Elías
Sigurðsson uppstoppari er gestur
sýningarinnar í ár. gudni@mbl.is
Byssusýning 2019
í Veiðisafninu
Ljósmynd/Páll Reynisson
Veiðisafnið Fjölbreytt sýning um helgina.
Friðrik og
Guðlaugssundið
Rangt var farið með nafn upphafs-
manns Guðlaugssundsins svonefnda
í blaðinu í gær. Hið rétta er að Frið-
rik Ásmundsson átti frumkvæðið að
því að minnast afreks Guðlaugs
Friðþórssonar sjómanns, ekki Ás-
mundur Friðriksson. Beðist er vel-
virðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
• B A
K A Ð A R •
BAKAÐAR OSTAKÖKUR
Bökuðu ostakökurnar munu slá í gegn við öll tækifæri.
Sem eftirréttur eða í stjörnuhlutverki í kaffiboði eða saumaklúbb.
Góðar einar sér og himneskar með berjum og þeyttum rjóma.