Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íslenskar gúrkur hafa undanfarna
mánuði verið seldar sem sérstök
gæðaafurð undir merkjum útflytj-
andans, Pure Arc-
tic, í stærstu vef-
verslun Danmerk-
ur fyrir matvæli.
Hefur salan geng-
ið ágætlega. Nú
hefur íslenskt
lambakjöt bæst
við og er selt und-
ir sama vöru-
merki í vefversl-
uninni. Það er
einnig markaðssett sem hágæðaaf-
urð.
„Dansk-íslenska verslunarráð var
með matvælakynningu í Danmörku
fyrir þremur árum þar sem íslenskir
framleiðendur kynntu afurðir sínar.
Þá kom til tals að stofna sprotafyr-
irtæki um innflutning og sölu á mat-
vælum frá Íslandi,“ segir Sverrir
Sverrisson, stjórnarformaður Pure
Arctic. Hann stofnaði félagið með
dönskum félaga sínum, Jørgen Peter
Poulsen, og byrjuðu þeir að ræða við
garðyrkjubændur um möguleika á út-
flutningi afurða þeirra.
Sölufélag garðyrkjumanna ehf.
sem annast sölu afurða flestra garð-
yrkjubænda kom inn í fyrirtækið
ásamt Simply Cooking ApS sem rek-
ur matarþjónustu og veitingastaði í
Kaupmannahöfn og víðar.
Hágæða gúrkur
Fyrir valinu varð að byrja á út-
flutningi á gúrkum vegna þess að ekki
er næg framleiðsla á öðrum afurðum.
Nokkuð var flutt út vorið 2018 og
stöðugur útflutningur hefur verið frá
áramótum, bæði til Danmerkur og
Færeyja. Sverrir segir að hægt hefði
verið að flytja út meira af gúrkum en
framleiðslan ekki verið næg.
Hann segir að miðað sé við að sinna
þessum markaði á veturna og vorin
en verðið falli svo mikið í Danmörku á
sumrin að íslenska varan sé enn ekki
samkeppnisfær á þeim tíma.
Pure Arctic selur mest í gegnum
Nemlig.com sem er stærsta vefversl-
un Danmerkur í matvælum og er
stöðugt að bæta við sig. „Þetta hefur
gengið mjög vel. Nemlig.com eru á
mikilli uppleið á markaðnum,“ segir
Sverrir.
Gúrkurnar eru kynntar sem sér-
stök gæðaafurð með vísan til íslenskr-
ar náttúru og vistvænnar framleiðslu.
Sérstaklega er tekið fram að ekki er
notað skordýraeitur við framleiðsl-
una. Sverrir segir að gúrkurnar hafi
komið vel út við bragð- og gæðapróf-
anir. Þær haldi gæðum sínum til
dæmis mun lengur en spænskar og
danskar gúrkur. Þá sé kolefnisspor
framleiðslunnar lítið sem ekkert.
Meiri möguleikar
Íslensku gúrkurnar eru seldar á 10
danskar krónur stykkið hjá Nemlig-
.com, 2 krónum dýrari en lífrænt
ræktaðar spænskar gúrkur. Lífrænt
ræktaðar danskar gúrkur eru hins
vegar mun dýrari.
Pure Arctic hefur komið sér vel
fyrir hjá Nemlig.com, meðal annars
með því að vera með sérstakt vef-
svæði fyrir vörur sína og Sverrir sér
fyrir sér að hægt verði að auka vöru-
úrvalið í framtíðinni. Það verði þó að-
eins vörur sem standast kröfur fyrir-
tækisins um gæði og að vel sé staðið
að framleiðslunni, bæði gagnvart
náttúru og starfsfólki.
Sverrir telur góða möguleika á að
selja aðrar tegundir íslensks græn-
metis á danska markaðnum. Að ýmsu
sé þó að huga. Nefnir hann að varan
þurfi að geymast ákveðinn tíma, þoli
það að vera flutt út með skipi. Þá sé
framleiðsla á ýmsum vænlegum teg-
undum takmörkuð hér og dugi ekki
fyrir innlendan markað. Nefnir hann
tómata í því efni. Einnig kæmi til
greina að flytja út ýmsar tegundir af
kryddi og salati.
„Hér eru framleiddar miklu betri
afurðir en við fáum erlendis frá. Það
er í sjálfu sér athyglisvert, að það
skuli vera hægt á svo norðlægum
slóðum að framleiða hágæða matvör-
ur, eins og gúrkurnar eru dæmi um.
Menn ættu að huga betur að því að
skapa garðyrkjubændum betri skil-
yrði til framleiðslu á samkeppnishæfu
verði fyrir erlenda markaði þar sem
eftirspurn eftir okkar gæðavörum á
aðeins eftir að aukast,“ segir Sverrir.
Fá gott verð fyrir kjötið
Ekki er komin mikil reynsla á sölu
íslensks lambakjöts frá Kaupfélagi
Skagfirðinga sem selt er undir merkj-
um Pure Arctic á vef Nemlig.com en
Sverrir segir að fyrstu fréttir séu já-
kvæðar. „Við höfum lagt áherslu á að
bjóða lambakjötið sem hágæða afurð
og verðlagt það eftir því. Til að mynda
er verðið á íslensku lambalæri um
70% hærra en á lambalæri frá Nýja-
Sjálandi,“ segir Sverrir.
Selja Danskinum
gúrkur og lamb
Íslenskar afurðir markaðssettar sem hágæðaafurðir á
Nemlig.com, stærstu vefverslun Danmerkur fyrir matvæli
Ljósmynd/Sölufélag garðyrkjumanna
Gúrkubændur Hildur Ósk Sigurðardóttir og Helgi Jakobsson í Gufuhlíð eru meðal þeirra garðyrkjubænda sem rækta
gúrkur fyrir kröfuharða Dani. Íslenskar afurðir hafa sína hillu í stærstu vefverslun fyrir matvæli í Danmörku.
Sverrir Sverrisson
Maðurinn sem lést í hesthúsahverfi
Hestamannafélagsins Sörla hinn 6.
mars síðastliðinn hét Davíð Sigurðs-
son. Hann var
fæddur 16. mars
1962 og því tæp-
lega 57 ára gam-
all þegar hann
slasaðist við út-
reiðar og lést í
kjölfarið af
áverkum sínum.
Davíð var bú-
settur í Noregi
um skeið ásamt
fjölskyldu sinni
en vann á Íslandi í vetur meðal ann-
ars við tamningar.
Davíð lætur eftir sig eiginkonu og
fimm börn á aldrinum 17 til 30 ára.
Fjölskyldan vill nýta tækifærið og
þakka fyrir þann mikla stuðning og
hlýhug sem þau hafa mætt í kjölfar
þessa áfalls. Sérstakar þakkir fær
Hestamannafélagið Sörli, þar sem
Davíð var félagsmaður. Sörli sýndi
það örlæti að ákveða að skráninga-
gjöld mótsins 8. mars síðastliðinn
mundu renna óskert til fjölskyld-
unnar.
Útför Davíðs fer fram frá Grafar-
vogskirkju föstudaginn 15. mars kl.
15. Blóm og kransar eru vinsamleg-
ast afþakkaðir en þeir sem vilja
minnast hans er bent á söfnunarsjóð
fjölskyldunnar sem ætlaður er til að
reisa minnisvarða um Davíð 0130-
15-010650, kt. 220365-4929.
Lést í kjölfar slyss við
útreiðar í Hafnarfirði
Davíð
Sigurðsson
Flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur að
undanförnu þurft að hafa afskipti af nokkrum ferða-
löngum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna ölvunar og
óspekta.
Þannig þurftu lögreglumenn að fjarlægja ölvaðan
mann úr flugvél en hann hafði verið með læti og dólgs-
hátt um borð. Lögregla tók manninn tali og brást hann
þá við með því að kýla lögreglumann í andlitið svo hann
datt aftur fyrir sig. Maðurinn var þá handtekinn og
færður á lögreglustöð. Hann reyndist vera eftirlýstur.
Annan mann þurfti að taka úr vél, sem var að fara til
Stokkhólms, vegna ölvunar. Maðurinn var með læti og
hótanir við lögregluna.
Í þriðja málinu var um að ræða flugfarþega sem hafði látið ófriðlega í
flugi frá Varsjá. Hann hafði drukkið eigið áfengi um borð og ekki farið eft-
ir fyrirmælum flugáhafnar, heldur verið ógnandi í tali. Lögregla fylgdi
honum í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík og var hann þá orð-
inn hinn rólegasti og fór sína leið.
Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum en
embættið annast löggæslu á Keflavíkurflugvelli.
Flugfarþegi kýldi lögreglumann í andlitið
Flugstöðin Lög-
reglan er á vakt.
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
Margverðlaunuð baðvifta
Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A)
Innbyggður raka-, hita-
og hreyfiskynjari.
Vinnur sjálfvirkt
3W
Grand Hótel Reykjavík
21.-22. mars
Skráning fer fram á www.strandbunadur.is
Fimmtudagurinn 21. mars
Föstudagurinn 22. mars
Heiti málstofa og námskeiðs:
• Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi
• Þróun í fiskeldi
• Framfarir í laxeldi
• Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða
iðnaður dagsins í dag?
• Salmon Farming in the North Atlantic
• Algae Culture Extension Short-course
Heiti málstofa:
• Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar
• Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks
• Áskoranir og tækifæri í skeldýrarækt á Ísland
• Tækniþróun – Landeldi
• Tækniþróun – Hafeldi
Stærsti árlegi vettvangur allra sem starfa í strandbúnaði
Afhending gagna 09:00
www.strandbunadur.is