Morgunblaðið - 14.03.2019, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á ársþingi Knattspyrnusam-
bandsins í síðasta mánuði var talað
um að árið 2019 yrði eðlilegt ár.
Hvorki landslið
kvenna né karla
tækju þátt í stór-
móti þetta árið og
tekjustreymið
yrði í samræmi
við það.
Klara Bjart-
marz, fram-
kvæmdastjóri
KSÍ, segir að
verkefnin séu eigi
að síður ærin og
rekstraráætlun sé upp á 1.481 millj-
ónir króna. Aðhalds hafi verið gætt í
útgjaldaáætlun, en nú ætti að gefast
betra tóm til að sinna ýmsum mikil-
vægum verkefnum. Hún nefnir sem
dæmi að nú verði rafrænt miða-
sölukerfi tekið í notkun í Pepsi Max
og Inkasso-deildum, en KSÍ tekur
þátt í því verkefni.
Sterk staða KSÍ
Til marks um sterka stöðu Knatt-
spyrnusaanmbandsins má nefna að
óráðstafað eigið fé KSÍ nam um síð-
ustu áramót tæplega 750 milljónum
króna. Á síðasta stjórnarfundi fyrir
ársþing KSÍ í byrjun febrúar var
samþykkt að skipa sérstakan starfs-
hóp. Verkefni hans verður að gera
tillögu til stjórnar um hvert skuli
vera markmið KSÍ varðandi óráð-
stafað eigið fé og sjóðsstöðu, og
hvort rétt sé að lækka eigið fé sam-
bandsins út frá niðurstöðum árs-
reiknings 2018.
Starfshópurinn á einnig að leggja
fram tillögur um leiðir ef niður-
staðan verður að lækka eigið fé sam-
bandsins og hvernig best megi nýta
það fjármagn. Hópurinn á að taka til
sérstakrar skoðunar sjóðsstöðu og
greiðsluflæði sambandsins og verk-
efni.
Klara segir að það sé tímabært að
móta stefnu um það hversu mikið
eigið fé sambandið eigi að vera
hverju sinni. Hins vegar verði að
gæta að því á hvaða tíma ársins
tekjur komi frá UEFA og FIFA, en
þær eru veigamiklar í rekstri sam-
bandsins, og koma oft síðla árs.
Sjálfboðaliða vantar víða
Aðspurð segir Klara að á ársþingi
KSÍ hafi verið talsverð umræða um
starf sjálfboðaliða. Meðal skilaboða
frá ársþinginu hafi verið ósk um að
reynt verði að auka þetta starf og
jafnframt að halda í þá sem fyrir eru
með því að gera þessi störf meira
spennandi.
„Þetta er talsverð áskorun á sama
tíma og sjálfboðaliða vantar á flest-
um sviðum og öll íþróttahreyfingin
er að kljást við þetta,“ segir Klara.
„Þjóðfélagsbreytingar eru líklegasta
skýringin á þessari stöðu og flestir
hafa meira en nóg að gera. Við vilj-
um þó gjarnan reyna að efla þetta
mikilvæga starf og höfum þegar
brugðist við með námskeiði fyrir
nýtt stjórnarfólk í stjórnum aðild-
arfélaga í knattspyrnuhreyfingunni.
Það tókst vel og við munum halda
þessu áfram til að styrkja fólk í
starfi og gera sambandið sýnilegra.“
Allan ársins hring
Nefna má að nýlega voru haldnir
vinnufundir í höfuðstöðvum KSÍ þar
sem m.a. var fjallað um markaðs- og
kynningarmál, samfélagsmiðla,
framkvæmd og umgjörð leikja. Á
fundina mættu 67 fulltrúar frá 23 að-
ildarfélögum.
Það er liðin tíð að knattspyrnu-
vertíðin hefjist með fyrstu leikjum
Reykjavíkurmótsins eða sambæri-
legum mótum í aprílmánuði. Nú eru
einhver mót í gangi innanlands stór-
an hluta ársins og landslið eru á
ferðinni í flestum mánuðum. Nú
þegar er lokið þátttöku kvenna-
landsliðsins í Algarve-mótinu og
sömuleiðis hafa stúlkurnar í U-19
ára landsliðinu reimað á sig skóna
nokkrum sinnum á móti í La Manga
á Spáni. Þá lék U-17 karla í Minsk
Hvíta Rússlandi.
Karlalandsliðið, að mestu skipað
leikmönnum sem eru á mála hjá fé-
lögum á Íslandi og í Skandinavíu, lék
tvo vináttuleiki í Katar í janúar. 22.
og 25. mars kemur röðin að karla-
landsliðinu í leikjum í undankeppni
EM gegn Andorra og Frakklandi.
Íslandsmótið hefst síðan í lok apríl-
mánaðar. Á skrifstofu KSÍ er leikj-
um raðað niður í öllum flokkum
landsmótanna, og reyndar fleiri
mótum, alls rúmlega 7.600 leikjum.
„Eðlilegt ár“ framundan hjá KSÍ
Eigið fé Knattspyrnusambandsins 750 milljónir Talsverð áskorun að fjölga sjálfboðaliðum
Alls er um tugur landsliðsþjálf-
ara og aðstoðarþjálfara í fullu
starfi hjá KSÍ og eru verkefnin
frá A-landsliðunum niður í 15
ára landslið og hæfi leikamótun.
Í fyrra léku landslið
Íslands alls 89 leiki,
karlaliðin 53
og kvenna-
liðin 36
leiki.
Árangur
yngstu
stúlkna-
liðanna var
einstaklega
glæsilegur.
Boltinn rúllar ...
26.000 knattspyrnuiðk-endur eru skráðir
á Íslandi og eru konur um þriðjungur
iðkenda.
937 dómarar voru virkir á síð-asta ári og hefur virkum
dómurum fækkað á síðustu árum.
Útgjöld KSÍ vegna dómgæslu og
eftirlits 2018 námu 170 milljónum.
138 beinar sjónvarpsútsendingar voruí fyrra frá leikjum í knattspyrnu-
mótum ársins, auk útsendinga frá landsleikj-
um og leikjum félagsliða í Evrópumótunum.
390 mörk voru skoruð í Pepsi-deild karla síðastliðiðsumar í leikjunum 132 eða rétt tæplega þrjú
mörk í leik. Árið 2018 var skorað 291 mark í leikjunum 90 í
Pepsi-deild kvenna, að meðaltali 3,2 mörk í leik.
3 3,2
5.333 var heildarfjöldi KSÍ-leikja í útimótum íknattspyrnu á síðasta ári og sér skrifstofa KSÍ
um niðurröðun allra þessara leikja.
Leikjum fækkaði um 342 milli ára, einkum vegna fækkunar
liða í 5. fl okki drengja.
Rekstrartekjur KSÍ námu
2.431 milljón króna
í fyrra og rekstrar-
kostnaður 1.929 milljónum.
Óráðstafað eigið fé KSÍ nam
um síðustu áramót tæplega
750 milljónum króna.
Í fyrra fékk KSÍ hátt í 1,1 milljarð frá Alþjóða
knattspyrnusambandinu, en stór hluti var vegna
þátttöku karlalandsliðsins í HM í Rússlandi.
Áætlað er að í ár verði framlag FIFA 280 milljónir.
Frá Knattspyrnusambandi Evrópu er reiknað með rúmlega
460 milljónum, um 70 milljónum lægri upphæð en í fyrra.
Margvíslegar aðrar erlendar tekjur
koma inn í íslenskt efnahagslíf í gegn-
um íslenska knattspyrnu.
Nefna má greiðslur vegna þátttöku félaga
í mótum, sjónvarpstekjur landsliða
og félagsliða, sölu á leikmönnum og
greiðslur til umboðsmanna.
Þátttaka karlalandsliðsins í
úrslitakeppni Evrópumótsins árið
2016 gjörbreytti efnahag KSÍ.
Veltan fór þá úr rúmum milljarði
króna í um þrjá milljarða og
rekstrarhagnaður var um 861
milljón króna.
907 keppnislið tóku þátt í mótum ávegum KSÍ í fyrra, 609 lið karla
og 298 lið kvenna.
Liðum kvenna fjölgaði um eitt á milli ára. KSÍ sér einnig um niðurröðun leikja í mót-um Knattspyrnuráðs Reykjavíkur og í
Faxafl óamóti samkvæmt sérstöku samkomulagi.
Alls voru þetta 2.280 leikir í fyrra.
114.000 áhorfendur komu á leiki Pepsi-deildar karla í fyrra, að meðaltali 862 á hvern leik.
Flestir komu á heimaleiki Breiðabliks og
Vals, yfir 1.200 manns að meðaltali.
Meðalfjöldi áhorfenda á leiki í Pepsi-deild
kvenna í fyrra var 186.
Í leikjum í Íslandsmóti
meistarafl okks karla í lands-
deildum í fyrra voru veitt
4,44 gul spjöld að meðaltali í
leik, en 0,28 rauð.
4,44
1,49
0,28
0,08
18 starfsmenn eru nú í föstustarfi hjá KSÍ.
Í ársbyrjun var Víðir Reynisson
ráðinn í fullt starf við landsliðsver-
kefni, meðal annars sem öryggis-
fulltrúi, en hann starfaði áður sem
verkefnastjóri hjá lögreglunni á
Suðurlandi.
Í leikjum í Íslandsmóti meistarafl okks kvenna voru veitt
1,49 gul spjöld að meðaltali í leik en 0,08 rauð.
KARLAR
KARLAR
KARLARKONUR
KONUR
KONUR
Klara
Bjartmarz