Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 VIÐTAL Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Í staðinn fyrir að líta á málið sem katalónskt vandamál, tel ég þetta vera spænskt vandamál,“ segir Alf- red Bosch, utanríkismálaráðherra Katalóníuhéraðs, um stöðuna sem komin er upp í sjálfstæðisdeilu Katalóna við miðstjórnina á Spáni, en hann mun flytja erindi á laug- ardaginn næsta í Safnahúsinu undir yfirskriftinni „Hvað er að gerast í Katalóníu?“ Hann bætir við að vandamálið fel- ist fyrst og fremst í skorti á getu og vilja hjá spænska ríkinu að komast að lýðræðislegri niðurstöðu í deil- unni. „Spænska konungsríkið með ríkisvaldi sínu hefur bælt niður stjórnmálahreyfingu og varpað fólki í fangelsi í staðinn fyrir að leita póli- tískra lausna og sent fólk í útlegð.“ Vilja halda samningaleið opinni Aðspurður hvort lausn sé til í stöðunni sem myndi halda Spáni sameinuðum og Katalónum ánægð- um segir Bosch það ekki hlutverk sitt að tryggja einingu spænska rík- isins. „Starf mitt er að halda fram málstað lýðræðisins og mannrétt- inda, það er grundvallaratriði sem við verðum að krefjast áfram,“ segir Bosch. Hann bætir við að viðræðum um framtíð Katalóníu innan Spánar hafi verið hætt af hálfu spænska rík- isins. „Við teljum að það ætti að halda samningaleiðinni opinni,“ seg- ir Bosch, en hann telur að íhalds- söm stjórnmálaöfl yst á hægri væng spænskra stjórnmála leggist gegn því að Katalóníubúar hafi nokkuð að segja um framtíð sína. „Í sönnu lýð- ræði teljum við að fólk eigi að fá að kjósa og ákveða hvernig það vilji haga framtíð sinni.“ Spurður um áhrif þeirra dóms- mála sem spænska ríkið hefur hafið gegn forsprökkum atkvæðagreiðsl- unnar um sjálfstæði 2017, sem hæstiréttur Spánar dæmdi ólög- lega, og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið, segir Bosch að þau hafi haft mikil og neikvæð áhrif á ímynd Spánar sem lýðræð- isríkis. „Það að fyrirrennarar mínir í stjórn Katalóníu hafi verið settir í fangelsi fyrir að skipuleggja at- kvæðagreiðslu teljum við ganga gegn rétti fólks til að kjósa. Það að ekki megi ræða á þingi eða taka af- stöðu til máls eins og mögulegs lýð- veldis Katalóna teljum við vera veikleika.“ Þá hafi það ekki síst skaðað ímynd Spánar þegar lög- regla Spánar beitti umtalsverðri hörku gegn þeim sem ætluðu sér að kjósa í atkvæðagreiðslunni. Þá veki það upp grunsemdir að fulltrúar spænska ríkisins telji sig Snýst um grundvall- arréttindi  Alfred Bosch, utanríkisráðherra Katalóníuhéraðs, á Íslandi um helgina Aðrar upplýsingar Aðalfundi Landsbankans hf., sem halda átti miðvikudaginn 20. mars 2019, hefur verið frestað til fimmtudagsins 4. apríl 2019 kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel (fundarsalur: Gullteigur), Sigtúni 38, Reykjavík. Landsbankinn • landsbankinn.is • 410 4000 Aðalfundur Landsbankans 2019 Hluthafar eiga rétt á því að fá mál sett á dagskrá aðalfundar og leggja fram ályktunartillögur. Tillögur og óskir um að koma máli á dagskrá aðalfundar þurfa að vera skriflegar og berast bankanum fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 20. mars 2019. Endanleg dagskrá fundarins, endanlegar tillögur og gögn er lögð verða fyrir aðalfundinn verða aðgengileg á vefsíðu bankans á slóðinni https://bankinn. landsbankinn.is/fjarfestar/adalfundir/ fimmtudaginn 21. mars 2019. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 skal tilkynna skriflega um framboð til bankaráðs skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Tilkynna skal skriflega um framboð til bankaráðs fyrir kl. 16:00 föstudaginn 29. mars 2019 til skrifstofu bankastjóra, Austurstræti 11, Reykjavík. Upplýsingar um frambjóðendur til bankaráðs verða lagðar fram og birtar á vef bankans tveimur dögum fyrir aðalfundinn. Eitt atkvæði fylgir hverri einni krónu í hlutafé í bankanum að frádregnum eigin hlutum sem eru án atkvæðisréttar. Atkvæðaseðlar og önnur gögn verða aðgengileg á fundarstað frá kl. 15:30 á fundardegi. Umboðsmenn hluthafa skulu framvísa skriflegum umboðum við inngang. Reykjavík, 14. mars 2019 Bankaráð Landsbankans hf. 1. Skýrsla bankaráðs um starfsemi bankans síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á næstliðnu reikningsári. 4. Tillaga bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum. 6. Kosning bankaráðs. 7. Kosning endurskoðanda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir næsta kjörtímabil. 9. Heimild til kaupa á eigin hlutum. 10. Önnur mál. Drög að dagskrá Lenda þurfti tveimur flugvélum frá British Airways á Keflavíkurflug- velli um síðustu helgi vegna reyks í farþegarými. Önnur var á leið frá London til New York með 167 far- þega. Var rauðu óvissustigi lýst yfir, að sögn lögreglu. Flugstjórinn upp- lýsti svo að reykurinn hefði minnkað og lenti hann vélinni heilu og höldnu. Í hinu tilvikinu, sem varð fáeinum mínútum síðar, var flugvél lent með á annað hundrað farþega á leið frá London til Newark. Reyndist reyk- urinn sem komið hafði upp í farþega- rými hennar stafa af rafmagnsbilun. Þrír flugliðar kvörtuðu undan svima og ógleði og voru þeir fluttir á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Vélinni var ekki flogið áfram held- ur fengin önnur vél til að ferja far- þegana á áfangastað. Reykur í farþegarými AFP British Airways Tvær flugvélar neyddust til að lenda í Keflavík. Félagsmenn Verslunarmanna- félags Suðurnesja samþykktu sam- einingu við VR í rafrænni at- kvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. VR mun taka fyrir tillögu um sameiningu á aðalfundi félagsins 27. mars næstkomandi. Ef félags- menn VR samþykkja ráðahaginn mun sameining taka gildi 1. apríl. Mun þá félagssvæði VR ná til Keflavíkurflugvallar. Á kjörskrá hjá Verslunarmanna- félagi Suðurnesja voru 1.213 og alls greiddu 315 atkvæði eða 25,97%. Já sögðu 260 eða 82,54%, nei sögðu 54 eða 17,14% og 1 skil- aði auðu. Keflavíkurflugvöllur mun heyra undir VR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.