Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 30

Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 30
30 FRÉTTIRBílaíþróttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Keppni í formúlu-1 hefst að nýju um helgina eftir fjögurra mánaða hlé sem liðin hafa brúkað til að smíða nýja keppnisbíla í samræmi við tæknireglur íþróttarinnar sem tekið hafa talsverðum breytingum frá í fyrra. Samkvæmt venju fer fyrsta mótið fram í Melbourne í Ástralíu. Aðeins Mercedes og bandaríska liðið Haas, tvö lið af tíu, tefla fram sömu ökumönnum og í fyrra. Mun athyglin í þessu sambandi beinast mjög að hinum unga Charles Lec- lerc sem eftir aðeins nokkra mán- uði á jómfrúrári sínu hjá Sauber var ráðinn til Ferrari í ár. Helsta breytingin auk hans er brottför Daniels Ricciardo frá Red Bull til Renault og Kimi Räikkönen frá Ferrari til Sauber, sem nú heitir reyndar Alfa Romeo. Eiginlega er þó mál málanna að pólski ökumaðurinn Robert Cubica hefur keppni í formúlunni á ný eft- ir átta ára fjarveru. Brotnaði hægri handleggur hans í mask og rifnaði næstum af í slysi í rallakstri 2011. Batt það óhapp enda á vax- andi feril Kubica í formúlunni. Hann gafst þó aldrei upp og eftir margra ára endurhæfingu rætist draumur hans um að keppa aftur í formúlu-1 á sunndag. Keppir hann fyrir hið gamla stórveldið Williams en hann var reynslu- og þróuna- rökumaður þess í fyrra. Ótrúleg endurkoma frábærs ökumanns sem brúkar vinstri höndina miklu meira (70%) á stýrinu en þá hægri vegna skertrar hreyfigetu. Lýkur drottnun Mercedes? Undanfarin ár hefur Mercedes- liðið verið drottnandi í formúlunni, eða allar götur frá 2014. Telja spekingar að á því verði breytingar nú og segir liðsstjórinn Toto Wolff að liðið muni fá alvörukeppni. Hann virðist undirbúinn að glata þeirri drottnun sem lið hefur notið undanfarin ár. Spáir hann „al- mennilegri keppni“ um titlana og segir lið sitt undirbúið undir það. „Í fyrra urðum við að leggja allt í sölurnar til að koma út sem sig- urvegarar. Miðað við útkomu æf- inganna í Barcelona verður keppn- in í ár enn harðskeyttari. Allt verður þanið til hins ýtrasta. Það er spennandi tilhugsun,“ segir hann í aðdraganda fyrsta móts. Heimsmeistarinn Lewis Hamil- ton hjá Mercedes sagði í lok reynslu- og þróunaraksturs liðanna í Barcelona í febrúar, að Ferrari- fákurinn væri hraðskreiðari en bílar annarra liða. Munaði hálfri sekúndu á hring í forskoti Ferrari á helstu keppinautana, eins og Mercedes og Red Bull. Markmið Hamiltons í ár er að vinna titil ökumanna í sjötta sinn. Segist hann vera betur í stakk bú- inn til þeirrar keppni en nokkru sinni áður. Af þeirri bjartsýni mun ekki af veita ef mat hans á getu Ferrari-bílsins reynist rétt þegar keppnin hefst í Melbourne á sunnudaginn kemur. „Það verður á brattann að sækja en við vitum hvernig á að fara að því,“ sagði Hamilton. Ferrariliðið heitt Veðjað er á að Ferrari ráði ferð- inni í opnunarmótinu í Melbourne. Þar kemur í fyrsta sinn í ljós hvernig ungi Mónakómaðurinn Charles Leclerc, sprottinn úr öku- mannaakademíu Ferrari, stendur gagnvart liðsfélaga sínum Sebast- ian Vettel, fjórföldum heimsmeist- ara. Í þróunarakstrinum í Barce- lona voru þeir jafngóðir. Vettel er að hefja sitt fimmta starfsár hjá Ferrari. Til að verða ekki undir hjá stuðningsmönnum liðsins þarf hann að bæta sig frá í fyrra er óstöðug frammistaða varð honum að falli. Michael Schumacher varð á sínum tíma að þreyja fimm ár hjá Ferrari áður en hann vann titil ökumanna sem liðsmaður þess. Ætli Vettel leiki það eftir? Á grundvelli þróunarakstursins í Barcelona álíta sérfræðingar að Ferrari standi betur að vígi en um árabil. Hefur liðið engan titil unnið í áratug og á því ætla Ferrari- menn nú að ráða bót. Í fyrra glutr- aði liðið tækifærinu með mistökum og bilunum. „Ökumönnum okkar verður frjálst að keppa innbyrðis,“ segir liðsstjórinn Mattio Binotto, en bætir við að Vettel muni njóta forgangs á Leclerc kalli aðstæður á liðsskipanir. Norris fljótastur á McLaren Fjórir ökumenn þreyta frum- raun sína í formúlu-1 í ár; Bretinn Lando Norris hjá McLaren, landi hans George Russell hjá Williams, bresk-taílenski ökumaðurinn Alex- ander Albon hjá Toro Rosso og Ítalinn Antonio Giovinazzi hjá Alfa Romeo. Norris verður yngsti ökumaður íþróttarinnar í ár, aðeins 19 ára. Hann var þróunar- og varaök- umaður McLaren í fyrra. Hann á sigursælan feril að baki í lægri formúlum og hefur mikla reynslu af keppni í návígi. Hann hóf keppni aðeins sjö ára að aldri og naut ríkulegs fjárstuðnings moldríks föður við að koma sér áfram. Varð hann heimsmeistari í körtukapp- akstri 2013 og í fyrra varð hann annar á eftir Russell í heimsmeist- arakeppninni í formúlu-2. Stærsta áskorun Norris verður Breyttir bílar og nýir ökumenn  Keppnin í formúlu-1 hefst í Ástralíu um helgina  Spáð er jafnari og tvísýnni keppni en undanfarin ár hvað svo sem kemur í ljós þegar spólað verður af stað í Albertsgarði í Melbourne Charles Leclerc Mónakó Ferrari 23 ára 31 árs 34 ára 21 árs Red Bull Ho l l a nd 21 árs Byrjaði vel hjá Sauber árið 2018 og landaði samningi hjá Ferrari Fimmta tímabilið. Reynsla og hæfileikar gætu tryggt„Mad Max“ heimsmeistaratitilinn Vann fimmta heims- meistaratitil sinn árið 2018 og setur nú stefnuna á met Michaels Schumachers. Segist ætla að sækja árið 2019. Lærir hann af mis- tökunum 2018 og heldur ró sinni? Tekst Ferrrari að gera það sama? Red Bull F r a k k l a nd Ferrari Þý s k a l a nd Mercedes B re t l a nd Pierre Gasly Max Verstappen Sebastian Vettel Lewis Hamilton Fimm til að fylgjast með 2019 Heimild : F1.com 7352 229 2198121 26 4 5 Fjórða sætið í Barein árið 2018 hjá Toro Rosso sýndi hvað hann getur Heims- meistaratitlar Sigrar Keppnir 5 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Frábært úrval af sundfötum * Bikiní * Tankiní * Sundbolir HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.