Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 36
Blásið í lúðra til undanhalds
Á
sínum tíma gerðu stjórnvöld
áætlun um losun hafta sem gekk
út á margþættar aðgerðir gagn-
vart erlendum fjármagnseig-
endum sem sátu hér inni í okkar
örsmáa hagkerfi með gífurlegar kröfur. Þessi
áætlun var vandlega unnin og tókst frá upp-
hafi betur en nokkur þorði að vona. Einn
vandinn voru svokallaðar aflandskrónueignir,
sem samanstóðu af innlánum, ríkisverð-
bréfum og ríkisbréfum í eigu erlendra aðila,
sem aðallega voru nokkrir vogunarsjóðir sem
höfðu keypt þessar eignir á hrakvirði eftir
hrun.
Aðgerðirnar gagnvart þessum aflands-
krónueigendum voru fólgnar í að hleypa þeim
út úr höftunum gegn greiðslu verulegs álags,
m.a. í uppboðum á gjaldeyri og skuldabréfa-
kaupum hér innanlands til langs tíma. Verðið sem þeir
þurftu að sætta sig við var í raun þeirra framlag til end-
urreisnar íslensks efnahagslífs eftir hrun. Aðgerðirnar
skiluðu ótrúlegum árangri og má fullyrða að ekkert land
hafi náð eins hröðum efnahagslegum viðsnúningi og Ís-
land.
Forsenda þess að þetta risavaxna verkefni tækist var
auðvitað sú að aflandskrónueigendur sæju alvöruna sem
að baki lá og það að stjórnvöld myndu ekki gefa eftir og
klára verkefnið til síðasta skrefs. Ef þessir aðilar hefðu
séð minnsta vott um hik á íslenskum stjórnvöldum hefðu
þeir auðvitað ekki stokkið á vagninn í þeirri von að þeim
yrði síðar veglega umbunað. Það er algerlega fyrir-
sjáanlegt að ef gefið hefði verið í skyn við þessa aðila að
þeir gætu losnað úr höftum með því að bíða
hefði allt mistekist.
Allt frá 2016 hafa stjórnvöld verið að beygja
af fyrri stefnu í þessum málum og nú fyrir
nokkrum dögum síðan var stigið síðasta skref-
ið þar sem þingið samþykkti að leysa síðustu
eftirlegukindurnar úr höftum, einmitt þá sem
ekki höfðu tekið þátt í aðgerðum stjórnvalda
og voru eigendur að yfir 80 milljörðum króna.
Þessir aðilar voru leystir út með gjöfum og
þurftu ekki að leggja neitt af mörkum til ís-
lensks samfélags. Og af hverju? Skýringarnar
voru helst þær að menn væru orðnir leiðir á
þessu og að nú stæðum við svo vel að það væri
best að klára þetta dæmi.
Íslensk stjórnvöld gáfust þannig upp á loka-
sprettinum og gáfu eftir 20-30 milljarða króna.
Þessu mótmæltum við Miðflokksþingmenn
harðlega á Alþingi. Við spyrntum á móti hreinni og skilyrð-
islausri uppgjöf stjórnvalda fyrir þeim sem höfðu veðjað á
þann hest sem síðar reyndist sá sem hraðast hljóp og skilaði
eigendum sínum mestum hagnaði á kostnað þjóðarinnar.
Þegar mál þetta var afgreitt í þinginu var einkennilegt
að sjá að Viðreisn, Píratar, Samfylkingin og þeirra fylgi-
tungl höfðu enga skoðun í þessu máli og fylgdu stjórnar-
flokkunum eftir í þessari uppgjöf. Þeir sem hæst tala um
fátækt og segjast beita sér í þágu þeirra sem minnst
mega sín beruðu sig með því að hafa ekki kjark eða vilja
til að spyrna við þegar stjórnvöld þeyttu lúðra til skipu-
legs undanhalds fyrir fjármagnseigendum.
Karl Gauti
Hjaltason
Pistill
Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Forðum tíð,og sú erstutt und-
an, voru stundum
notuð orð sem
lýstu vel meiningu
manna, og sá al-
menni talsmáti var
nálægur eða jafnvel eins og
fræðilega skilgreiningin. En
þegar þeim fræðum fleygði
fram, varð það tal sjálfkrafa
villandi og óviðeigandi. Nú óar
mönnum við hversu særandi og
sakfellandi margt það var sem
þá þótti sjálfsagt.
Sum orðin lifa enn, en snúa
nú annað og enginn fræðilegur
grundvöllur felst í þeim lengur.
Hversu oft heyrum við ekki
rætt um Alþingi í hálfkæringi
sem „vitleysingahæli“ í brúkun
með eða í stað annars skens.
Á Alþingi eru þingmenn sem
telja sér rétt að krefjast af-
sagnar ráðherra fyrir ákvarð-
anir sem þingið sjálft lagði
blessun sína yfir. Vitað er og
viðurkennt að málefnalegar at-
hafnir ráðherrans lutu að því
að koma til móts við vilja þings-
ins.
Eins og þingið er nú skipað
verður að ætla að fjöldi þing-
manna viti ekki að Ísland er
ekki bundið af niðurstöðu
Mannréttindadómstóls Evr-
ópu. Sá dómstóll hefur breytt
sér í afgreiðslustofnun fyrir
smælki, en tekur ekki á himin-
hrópandi mannréttindabrotum
eins og þeim sem eiga sér stað
á Spáni, í landi sem er þó bund-
ið af ákvörðunum dómsins. Þeir
þingmenn sem þó hafa frétt að
Ísland er ekki bundið af þeim
dómstól frekar en EFTA-
dómstólnum leggja enga merk-
ingu í það. Þeim er svo sem
ekki bannað að skotra augum á
úrlausnir dómstólsins ef þeir
vilja. En ekkert umfram það.
En jafnvel þing sem telur sig
standa á traustari merg en
okkar, þótt það sé að sönnu
yngra, getur einnig misst sig
illa.
Það hefur verið ömurlegt að
fylgjast með framgöngu bresks
forsætisráðherra þar síðustu
daga. Í hópi þingmanna sem
eru á 7. hundrað, eru auðvitað
allmargir vöntunarmenn og
náðu sumir þeirra að slá ráð-
herrann út. Sjálfsagt gæti ein-
hverjum sem fylgdust með hafa
orðið á að muldra í barm sinn:
Hvaða fáráðar eru þetta?
Forsætisráðherrann hafði
borið upp við þingið samning
um fyrirkomulag útgöngu úr
ESB, en þjóðin hafði ákveðið
hana í fágætri atkvæða-
greiðslu. Misheiðarlegum
stjórnmálamönnum, og ekki er
lengur hægt að halda forsætis-
ráðherranum utan við þann
hóp, hafði tekist að gera skýr-
ingarbækling um útgönguna í
samningsformi að aðalmáli en
ákvörðunina um
útgöngu að ein-
hvers konar við-
auka við hann.
Þingið hafi rass-
skellt ráðherrann
svo að heyrðist yfir
fjöll og firnindi.
Hún hafði margsagt að út-
göngusamningurinn væri eini
samningurinn sem völ væri á
og jafnframt besti samningur
sem völ væri á! (Hún nefndi
ekki að samningurinn væri
stysti samningur sem völ væri
á og langlengsti samningur
sem völ væri á, né að hann væri
leiðinlegasti samningur sem
völ væri á og skemmtilegasti
samningur sem völ væri á). En
svo gerðist það skrítna: Ráð-
herrann sagðist mundu reyna
að fá annan samning í stað þess
eina sem völ væri á og leggja
fyrir þingið.
Hún kom til baka með sama
samninginn en sagðist hafa
fengið við hann skýringar frá
kommissurum í Brussel og
taldi að það breytti einhverju,
þótt samningurinn sjálfur væri
óbreyttur. May lagði óbreytta
samninginn fyrir þingið og tók
á ný fram að sá samningur væri
eini samningurinn sem völ væri
á og jafnframt besti samningur
sem völ væri á.
Þingið kolfelldi samninginn á
ný enda ekki völ á öðru. For-
sætisráðherrann harmaði þá
niðurstöðu! En þá tók ekki
betra við. Hún sagðist mundu
leggja til við þingið daginn eftir
tillögu sem stjórnarliðar gætu
greitt atkvæði um óbundnir.
Það var sagt til að tryggja að
stjórnarandstaðan réði nið-
urstöðunni. En í því fólst ósögð
yfirlýsing um að forsætisráð-
herrann hefði misst stjórn á
þinginu og þar með landinu.
Tillagan var um að þingið sam-
þykkti að fara ekki úr ESB
nema hafa áður samþykkt út-
göngusamning. Þingið hefur nú
tvisvar fellt með óþekktum yf-
irburðum „eina samninginn
sem völ er á“. En það hefur nú
verið látið samþykkja að út-
ganga verði ekki án útgöngu-
samnings. Allir nema „vitleys-
ingar“ myndu sjálfsagt telja að
þá lægi fyrir að það hljóti að
vera samningurinn eini og jafn-
framt besti sem völ væri á en
jafnframt sá sami sem þingið
hefur hafnað tvívegis með
þunga sem ekki hefur sést um
aldir. Því mætti ætla að í það
styttist að þingið segi upphátt
sem margir hafa muldrað í
hálfum hljóðum: Vertu sæl
May.
Nema þá að þingið telji að
May sé algjörlega afleitur for-
sætisráðherra, en þó sé hún að-
eins næstversti forsætisráð-
herra sem völ sé á og þar með
sé hún eini forsætisráðherrann
sem völ sé á.
Fróðlegt hefur verið
en ekki ánægjulegt
að fylgjast með
breska þinginu
síðustu daga}
Versti kostur bestur?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Einungis 16 mál fengumunnlega málsmeðferð íyfirdeild Mannréttinda-dómstóls Evrópu árið
2018. Í fyrra skilaði yfirdeildin niður-
stöðum í 14 dómsmálum, er vörðuðu
26 málsaðila, og ógilti einungis 1
dóm. Alls var 120 dómum vísað til
nefndar sem ákveður hvort dómar
fara til yfirdeildarinnar í fyrra; 68 frá
ríkjum og 48 frá kæranda og í 4 til-
fellum af báðum málsaðilum. Þetta
kemur fram í árskýrslu MDE fyrir
árið 2018.
Íslenska ríkið hefur nú þrjá
mánuði til að komast að niðurstöðu
um hvort vísa eigi dómi MDE er
varðar skipun dómara í Landsrétt til
yfirdeildarinnar. Dómstóllinn komst
að þeirri niðurstöðu í fyrradag að
skipan dómara í Landsrétt væri ólög-
mæt. Sigríður Á. Andersen, fráfar-
andi dómsmálaráðherra, tók það
fram á blaðamannafundi í gær að
dóminum ætti að vísa til yfirdeildar.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð-
herra, tók í sama streng.
Líklegt að Ísland komist að
„Það eru reglur um að það sé
hægt að biðja um þetta innan þriggja
mánaða. Þá er nefnd fimm dómara
sem ákveður hvort málið sé nægjan-
lega mikilvægt til þess að vera tekið
til meðferðar í yfirdeildinni. Á meðan
þetta ferli er í gangi þá verður dóm-
urinn, sem var kveðinn upp í gær [Í
fyrradag] ekki endanlegur. Þetta er
semsagt ekki lokadómur,“ segir Dav-
íð Þór Björgvinsson, varaforseti
Landsréttar og fyrrverandi dómari
við MDE. Hann segir að ef það gerist
að málið verði tekið upp í yfirdeild-
inni taki það heilt ár hið minnsta
þangað til því ljúki.
Davíð Þór segir að þau mál sem
yfirdeildin tekur fyrir þurfi að vera
mikilvæg í tengslum við túlkun á
Mannréttindasáttmála Evrópu.
Hann telur hins vegar líklegt að yfir-
deildin muni samþykkja að taka upp
Landsréttarmálið. „Ég hygg að mik-
ilvægi þessa máls og að afleiðing-
arnar af þessum dómi séu þess eðlis
að það sé mjög sennilegt að þetta
verði tekið til meðferðar. Án þess að
maður geti fullyrt um það.“
Hann bætir við að það gerist oft
að dómunum sé snúið við. „Það er svo
álitamál hvað er staðfesting eða hvað
er ekki staðfesting. Þeir [dómarnir]
geta verið staðfestir að niðurstöðu til
með allt öðrum rökstuðningi og ítar-
legri. En það kemur líka oft fyrir að
þeim er hrundið og það eru einmitt
grunsemdir um að þetta sé kannski
alveg nógu gott sem ýtir á að menn
séu tilbúnir að samþykkja til með-
ferðar í yfirdeildinni. Til dæmis ef
það eru sérákvæði í málum sem telj-
ast mikilvæg getur það verið eitt af
því sem eykur líkurnar á að það verði
samþykkt [að taka málið fyrir]. Þá er
einhver ágreiningur um túlkun.“
Hann ítrekar að lokum að aðal-
atriðið sé að dómur MDE um Lands-
rétt taki ekki gildi fyrr en ferlinu hjá
yfirdeildinni lýkur. „Annað hvort er
málinu hafnað eða frestur líður án
þess að ríkið biðji um að málinu sé
vísað til yfirdeildar eða með dómi frá
yfirdeildinni,“ segir Davíð Þór.
Um 5% dóma komast að
Sögulega séð hefur yfirdeildin
tekið að sér afar fá mál. Frá því að
yfirdeild MDE tók til starfa, 1. nóv-
ember 1998 og til október 2011, hef-
ur deildin einungis tekið fyrir 110
mál. Á því tímabili var alls vísað
2.129 málum til deildarinnar sem
þýðir að yfirdeildin tekur fyrir um
5% þeirra mála sem vísað er til henn-
ar. Af þeim 110 málum sem yfirdeild-
in hefur tekið fyrir hefur 59 þeirra
verið vísað þangað af ríkjum, en það
samsvarar um 2,77% af heildarfjölda
þeirra mála sem vísað hefur verið til
deildarinnar.
Einstök mál fá um-
fjöllun yfirdeildar
Strassborg Mannréttindadómstól Evrópu var komið á fót árið 1959 í
Strassborg. Yfirdeild dómstólsins tók til starfa í nóvember 1998.
Tveir dómarar Mannréttinda-
dómstóls Evrópu skiluðu sér-
áliti í Landsréttarmálinu svo-
kallaða. Fóru þeir ekki
fögrum orðum um niðurstöðu
meirihlutans og sögðu hann
með niðurstöðu sinni vera að
opna öskju Pandóru.
Samkvæmt grískri goða-
fræði var Pandóra fyrsta
konan á jörðinni. „Askja Pan-
dóru, þegar hún er opnuð, þá
er hún opnuð í von um að
þarna séu góðar gjafir og
annað slíkt. En því miður eru
þar mikil vandræði sem
fylgja í kjölfarið. Óvænt og
ófyrirséð vandræði. Það er
kjarninn í hugmyndinni um
öskju Pandóru,“ segir Svavar
Hrafn Svavarsson, prófessor
í heimspeki við Háskóla Ís-
lands, spurður um hvað
dómaranir eigi við með þess-
ari líkingu sinni. Orðið pan
þýðir allur og dóra þýðir
gjöf. Pandóru er því annað-
hvort gefið allt eða hún er
sú sem gefur allt, að sögn
Svavars.
Askja Pan-
dóru opnuð
SÉRÁLIT TVEGGJA
DÓMARA Í DÓMI MDE