Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 38

Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 Það er uppi ágrein- ingur. Ágreiningurinn um það hvort Kristján Loftsson megi stunda veiði og vinnslu á hval. Eða hvort rétt sé að banna það til að nokkr- ir bátar fái frið og óheft rými til að sigla með útlendinga út á sjó til að skoða hval. Þetta er mikil mótsögn og um leið einföldun. Það hefur sýnt sig að þetta fer ágætlega saman. Og hvort Kristjáni Loftssyni tekst að selja skepnuna kemur okkur ekkert við. En það eru fleiri hliðar á málinu. Hinir ýmsu fiskstofnar við landið eru í hættu. Nú er nánast engin loðna við landið og vitað er að hval- urinn étur loðnu stóran hluta ársins, og hann þarf mikið. Það er meira í húfi. Flestar fisktegundir við landið lifa meira og minna á loðnu. Allt er þetta undir samkeppni okkar við hvalinn um loðnuna komið. Kristján Loftsson á hrós skilið fyrir að veiða hval. Veiði hann sem mest. Sjómenn, útgerðarmenn og aðrir sem gera sér grein fyrir alvöru málsins verða hon- um þakklátir. Hvalurinn – skoða eða skjóta Eftir Magna Kristjánsson Magni Kristjánsson »Kristján Loftsson á hrós skilið fyrir að veiða hval. Veiði hann sem mest. Höfundur var skipstjóri á Berki. Vantar þig pípara? FINNA.is Plaggið „Spurningar og svör um þriðja orku- pakka ESB“ sem At- vinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið hefur enn á vef sínum er ótrúleg lesning, sem bendir til að þar á bæ skilji menn ekki þá gagnrýni sem beint er að þriðja orkupakk- anum. Til dæmis er í spurningunni „Eykur þriðji orkupakkinn líkur á orkuskorti og hærra orkuverði?“ blandað saman tveim atriðum sem gagnrýnd hafa verið og rökstudd sitt í hvoru lagi. Ráðuneytið kýs að fjalla um þau út frá aðstæðum í Evrópu, þar sem tak- markað framboð orku veldur strax hærra orkuverði og hvetur þannig til fjárfestinga. Við íslenskar aðstæður þarf þetta ekki að gerast, það verður háð duttlungum náttúrunnar þannig að hér getur verið nægt framboð þar til skyndilega, að óvenju sein vor- koma veldur skorti. Þetta virðist ráðuneytið ekki hafa á hreinu. Reglur ESB virka öfugt hér Reglugerðir Evrópusambandsins virka einfaldlega ekki hér og á grundvelli þeirra verður vel virkur frjáls markaður með rafmagn ekki settur upp hér á landi. Eins og rakið er í ritgerð minni „Rafmagn til heim- ila og útflutnings“ á síðunni http:// hhi.hi.is/vinnupappírar þá er orku- auðlindinni dreift á marga staði víðs vegar um landið og misjafnlega dýrt að nýta hana á hverjum stað. Við þær aðstæður getur samkeppnin ekki tryggt eðlilega verðmyndun sem hvetur til nýframkvæmda þegar jafnvægi ríkir milli framboðs og eftir- spurnar, heldur mynd- ast hvati til að taka of mikla áhættu á kostnað notenda. Reglur ESB tryggja því ekki orku- öryggi á Íslandi og ör- yggið minnkar enn með tilkomu sæstrengs. Orkuöryggi er að minnka Ótti vegna skorts á orkuöryggi kom óvænt fram á síðasta ársfundi Landsvirkj- unar þegar forstjórinn hvatti til þess, að komið yrði á fót framleiðanda til þrautavara. Landsvirkjun hafði þetta hlutverk áður, en það þótti ekki samrýmast reglum ESB um við- skipti með rafmagn þegar þær voru fyrst innleiddar með nýjum orkulög- um árið 2003. Þetta hlutverk er óþarft í Evrópu við þær aðstæður og þær reglur sem þar ríkja, en hér geta þessar sömu reglur ekki tryggt orkuöryggið nægjanlega. Við þurf- um því að taka orð forstjóra Lands- virkjunar alvarlega. Stefna ESB í orkumálum Evrópusambandið leggur í reglum sínum mikla áherslu á að hindra mengun andrúmslofts og er í far- arbroddi ríkja heims á því sviði. Sambandið er þó ekki á þeim stað að ástæðulausu, því við blasir sú ógn innan fárra áratuga, að eldsneytis- birgðir heims fara þverrandi. ESB er í þeirri stöðu eitt stórvelda heims- ins að þurfa að flytja inn helming þeirrar orku sem það notar og fljóti það sofandi að feigðarósi í þeim efn- um mun stórveldisdraumum banda- lagsins ljúka verði það enn háð svo miklum innflutningi þegar eldsneyt- isbirgðir þverra. ESB vill bæta úr þessari stöðu með því að auka hlut vindorku í bandalaginu, en sú orka er ótrygg og hefur þegar náð því marki, að bæta þarf við jafn miklu gasafli og bætt er við af vindafli héð- an í frá til að tryggja öryggið. ESB stefnir samt á, að tvöfalda vægi vind- orku í raforkuvinnslu sinni. Við þess- ar aðstæður er það knýjandi nauð- syn fyrir bandalagið að komast yfir hina hreinu og sveigjanlegu orku Noregs og Íslands og nota hana til að keyra á lognið í Evrópu. Sæstrengur mun því koma í kjölfar þriðja orku- pakkans og tengdra nýrri reglu- gerða. Þegar orkumálaráðherra full- yrðir að sæstrengur muni ekki koma er hún bæði að vanmeta ákveðni Bandalagsins í málinu og lofa upp í ermina á öðrum stjórnmálaöflum sem munu samþykkja sæstreng orðalaust. Sæstrengur En það er ekki sæstrengurinn sem er aðalmálið í bili, það er að segja ef stjórnvöld eru farin að átta sig á því, að þurfi hann að koma í anda sam- Eftir Elías Elíasson » Sú röksemd, að ekki megi hafna þriðja orkupakkanum af ótta við áhrifin á EES samn- inginn táknar, að of miklu hefur þegar verið afsalað af fullveldi okkar til að við getum talist fullkomlega sjálfstæð þjóð.Elías Elíasson Raforkuöryggi á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.