Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Módel: Brynja Dan
Gleraugu: Chrome Hearts
Ísland er nú í lykil-
stöðu til þess að beina
fiskeldi á umhverfis-
vænni braut og gera
eldisfisk héðan ein-
staka vöru. Með réttri
lagasetningu má
hvetja fyrirtæki sem
hér stunda eldi til að
þróa rekstur sinn frá
laxalús, slysaslepp-
ingum og óheftri úr-
gangslosun.
Nú hefur landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsráðherra lagt fram á Al-
þingi frumvarp um breytingu á
ýmsum lögum varðandi fiskeldi.
Verði frumvarpið samþykkt
óbreytt frá Alþingi er verið að
festa stöðnun í laxeldi í lög hér á
landi.
Þótt meira sé fjallað um lokuð
kerfi og nýjan búnað í þessu nýja
frumvarpi en því sem lagt var fram
á síðasta ári, er ekki að sjá að
stjórnvöld geri sér grein fyrir
þeirri öru þróun sem á sér stað í
lokuðum eldiskerfum í sjó sem og í
landeldi. Ekki verður hjá því kom-
ist að líta til þessara breytinga í
heiminum og vert að sníða löggjöf-
ina á þann hátt að sú þróun nái
hingað til lands og verði sjálfsögð í
íslensku fiskeldi.
Mælum úrgang
Í frumvarpinu er horft framhjá
því að mismikill úrgangur fer í sjó-
inn frá ólíkum eldisbúnaði. Í frum-
varpinu er eldi á fiski í lokuðum
kerfum í sjó lagt að
jöfnu við eldi ófrjós lax
og urriða í opnum
kerfum. Á það skal
bent, að úrgangur frá
ófrjóum fiski er engu
minni en frá frjóum og
að hann ber líka laxa-
lús. Væri í frumvarp-
inu horft til að skatt-
leggja úrgang frá
fiskeldi en ekki leggja
gjöld á hámark líf-
massans í kvíum
myndaðist hvati til að
minnka úrganginn sem leiddi til
mun minni neikvæðra áhrifa fisk-
eldis á umhverfið.
Þá eru vonbrigði að sjá í drög-
unum að ekki sé farið að ráðum
starfshóps um stefnumótun í fisk-
eldi (skýrsla birt í ágúst 2017) um
að miða gjald til Umhverfissjóðs
sjókvíaeldis við raunverulega fram-
leiðslu fyrirtækja hverju sinni
frekar en að miða það við hámark
rekstrarleyfis. Þótt það einfaldi
framkvæmdina og hvetji rekstrar-
aðila til að fullnýta leyfi sitt felur
Eftir Rögnvald
Guðmundsson
»Hafrannsókna-
stofnun gæti þannig
verið gert kleift að
leggja fram áhættu-
og burðarþolsmat
mismunandi svæða sem
tæki mið af ólíkum
framleiðsluaðferðum.
Rögnvaldur
Guðmundsson
Framþróun
fiskeldis í hættu
Eiga sveitarfélög að
koma að yfirstandandi
kjaraviðræðum? Já, al-
gjörlega. Geta þau lagt
eitthvað á vogarskál-
arnar? Já, heldur bet-
ur. Forgangsröðun
verkefna og vönduð
fjármálastjórn eru lyk-
illinn að aðkomu
þeirra.
Ekkert sveitarfélag
þó með stærri og meira afgerandi
hætti en Reykjavíkurborg. Svo virð-
ist sem borgin sé stikkfrí í viðræð-
unum. Eitt stærsta kjaramálið hefur
verið húsnæðismál. Ný skýrsla
starfshóps bendir á lausnir. Ekkert
bólar hins vegar á lausnum frá borg-
aryfirvöldum. Tómar yfirverðlagðar
auðmannsíbúðir í miðborg Reykja-
víkur hjálpa engum. Tómar íbúð-
irnar eru frekar vandamál. En nóg
um það hér. Ég vildi ræða annað.
Útsvar, eða tekjuskattur sem
rennur til sveitarfélaga, er í hæstu
lögleyfðu hæðum í Reykjavík. Ef
borgin lækkaði sinn
skatt, gæti það skilað
sér beint í vasa borg-
arbúa, með árangurs-
ríkari hætti en skatta-
lækkun frá ríkinu.
Stærri hluti tekju-
skatts almennra borg-
arbúa rennur til borg-
arsjóðs en ríkissjóðs.
Það geta allir séð núna
þegar fólk er að ganga
frá skattaskýrslum sín-
um.
Sveitarfélög selja
margskonar þjónustu, t.d. vatn, hita
og rafmagn. Allir þekkja hvernig
þau þjónustugjöld hafa hækkað
mjög á síðustu árum. Í upphafi var
hækkunin til að mæta alvarlegum
rekstrarvanda, en núna þegar vand-
inn er frá, þá hafa þjónustugjöldin
ekkert verið lækkuð. Hagnaðinum
sem eftir verður er ekki skilað til
þjónustukaupenda. Margir teldu
það eðlilegt og sanngjarnt, þó ekki
væri nema í þakkarskyni fyrir að
hafa tekið á sig átakið við að ná tök-
um á rekstrinum. Lækkun á þessum
þjónustugjöldum, t.d. rafmagns- og
hitareikningum, skilaði sér beint til
borgarbúa með áþreifanlegri og
stærri hætti en beinni launahækk-
un.
Hvort tveggja, skattalækkun
sveitarfélagsins Reykjavíkurborgar
og lækkun þjónustugjalda á Reyk-
vísk heimili, skilaði sér heldur betur
til Reykvíkinga. Og væri fyrirmynd
fyrir önnur sveitarfélög að fylgja, en
gæti hugsanlega verið flóknari þar
sem óráðsían í rekstri hefur ekki
verið eins himinhrópandi og áber-
andi annars staðar en í Reykjavík.
Vandi Reykjavíkurborgar er ekki
á tekjuhliðinni. Hann er í útgjöld-
unum. Það er allt of mikið til af pen-
ingum sem er verið að eyða í alls
konar vitleysu. Því höfum við því
miður fengið allt of oft að kynnast á
síðustu mánuðum.
Ef tillaga okkar sjálfstæðismanna
í borgarstjórn hefði fengist sam-
þykkt, þá hefði það skilað sér með
verulegri kjarabót til allra borgar-
búa. Lauslegt mat sýnir að tillagan
hefði getað skilað meðalheimilinu í
borginni 120 þúsund krónum á ári.
Sem myndi þýða það að launahækk-
un frá vinnuveitendum þyrfti að
vera um 200 þúsund krónur til að
hún skilaði sér með samskonar
hætti í vasa borgarbúa.
Sveitarfélög geta og eiga að koma
inn í kjaraviðræðurnar. Þar geta
þau heldur betur lagt lóð á vogar-
skálarnar. Við sjálfstæðismenn í
borgarstjórn lögðum það til í síðustu
viku. Það munar alla um að hafa 120
þúsund krónur aukalega til ráðstöf-
unar í veskinu sínu.
Rífleg kjarabót frá
Reykjavíkurborg
Eftir Örn
Þórðarson » Forgangsröðun
verkefna og ábyrg
fjármálastjórn í
Reykjavík er lykillinn
að bættum rekstri sem
skila má sem ríflegri
kjarabót til borgarbúa.
Örn Þórðarson
Höfundur er borgarfulltrúi
og fyrrverandi sveitarstjóri.
Atvinna