Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Komið og skoðið úrvalið
Opið virka daga
11-18
laugardaga
11-15
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Lilja Ósk Sigurðardóttir
snyrtipenninn@gmail.com
Ég vissi lítið um þá mögnuðu og
veganvænu hárliti sem ítalska hár-
vörumerkið Davines býður upp á
en nýverið voru ný hárskol frá
merkinu kynnt til leiks sem nefn-
ast View. Þegar ég sá hár fyrir-
sætnanna á þessari kynningu, eft-
ir að það var meðhöndlað með
Davines-hárlitunum, þá vildi ég
kynna mér málið betur. Hér fyrir
neðan er því útskýring á þeim
þremur gerðum af hárlitum sem
boðið er upp á hér á landi frá
Davines og taldar eru upp þær
hárgreiðslustofur sem upp á þá
bjóða.
MASK WITH VIBRACHROM
Hárlitir sem endast sérlega vel
Mask with Vibrachrom eru var-
anlegir hárlitir byggðir á krem-
grunni og veita hárinu þannig
mikla næringu og verður hárið
mun gljámeira. Formúlan inni-
heldur nú kínóaprótín í stað
mjólkurprótíns því bæði er það
umhverfisvænna og gerir hana
veganvæna. Hárlitirnir eru án
PPD og parabena.
Hárgreiðslustofur sem bjóða
upp á Davines Mask with Vibra-
chrom:
101 Hárhönnun, Blondie, Dízó,
Fjelagið, Greiðan, Hárátta, Hárbeitt,
Hárkompan, Hárstofan María, Höf-
uðlausnir, Járnsaxa, Kompaníið, Port-
ið, Senter, Sléttuvegur og Upp á hár.
A NEW COLOUR
Hárlitir án ammóníaks
A New Colour eru varanlegir
hárlitir sem eru ammóníaklausir
og búa því yfir mun minni lykt en
hefðbundnir hárlitir. Formúlan
inniheldur karótenóíð, litarefni
unnin úr grænmeti, og melanín
sem veitir góða andoxunarvirkni
og fara þeir vel með hárið. Þessir
hárlitir eru veganvænir og án
parabena.
Hárgreiðslustofur sem bjóða
upp á Davines A New Colour:
Barbarella, Dízó, Hárfjelagið,
Hárstofan María og Senter (Sigrún).
VIEW
Skol sem eykur gljáa
View er skol sem fer ekki inn í
hárið og veitir allt að 50% þekju
og dofna fullkomlega. Allt að 93%
formúlunnar eru unnin úr náttúru-
legum efnum og er hún allt að
99% lífbrjótanleg. Þessi skol henta
vel þeim sem vilja hressa upp á
hárlitinn, eru með viðkvæmt eða
skemmt hár og þeim sem vilja fela
grá hár án þess að það sé of aug-
ljóst og vilja ekki gráa rót. View-
skolið dofnar að fullu á 6-8 vikum
eða eftir 15-20 hárþvotta. Formúl-
an er veganvæn og án parabena.
Hárgreiðslustofur sem bjóða
upp á Davines View:
101 Hárhönnun, Amber, Blondie,
Bold, Dízó, Greiðan, Hárátta,
Hárbeitt, Höfuðlausnir, Kompaníið,
Portið, Senter og Upp á hár.
Fylgstu með bakvið tjöldin:
Instagram: @snyrtipenninn
Facebook: Snyrtipenninn
Veganvænir hárlitir
sem endurlífga hárið
Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún
að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus.