Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
✝ Sigríður MaríaJónsdóttir
fæddist að Sól-
vangi í Hafnarfirði
8. janúar 1958.
Hún lést á heimili
sínu 7. mars 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Stef-
ánsson prent-
myndasmiður, f.
11.4. 1925, d. 17.4.
1977, og Guðrún
Álfsdóttir húsmóðir, f. 6.3.
1926, d. 11.12. 2010. Systkini
Sigríðar eru: Ragnhildur Anna
Jónsdóttir, f. 1954, Stefán
Börkur Jónsson, f. 1955, Sig-
hvatur Sturla Þorlákur Jóns-
1968. Eiginkona hans er Linda
Sóley Halldórsdóttir og synir
þeirra eru Friðrik Snær, f.
1993, Hilmar Daði f. 1995 og
Bergur Páll f. 2006. Margrét
Árnadóttir, f. 17.7.1973, börn
hennar eru Erla Mist, f. 1997,
Helgi Þór, f. 2004, og Aron
Freyr, f. 2005. Eyþór Árnason,
f. 24.3.1981. Eiginkona hans er
Ása Óðinsdóttir. Börn þeirra
eru Emma, f. 2002, Ari Ævar,
f. 2008, Erna Óðný, f. 2015, og
Guðrún Árný, f. 2015.
Sigríður ólst að mestu leyti
upp í Garðabæ.
Hún var menntuð sem
prentsmiður og starfaði við
fagið mesta starfsævina, m.a. í
Leturvali, Steindórsprenti-
Gutenberg, Íslandsprenti og
síðustu 13 árin í Seðlabanka
Íslands.
Útför Sigríðar Maríu fer
fram frá Árbæjarkirkju í dag,
14. mars 2019, klukkan 13.
son, f. 1956, Álf-
hildur Agnes
Jónsdóttir, f. 1959,
og Guðrún Elísa-
bet Jónsdóttir, f.
1960. Eftirlifandi
eiginmaður Sigríð-
ar er Árni Ander-
sen prentsmiður, f.
29.12. 1949. Sonur
hennar er Pétur
Már Ólafsson, f.
10.10. 1979. Sam-
býliskona hans er Nína Sif Pét-
ursdóttir og dætur þeirra eru
Agnes Embla, f. 2005, Elísa
Ásta, f. 2007, og Dagný Día, f.
2015. Stjúpbörn Sigríðar eru:
Karvel Halldór Árnason f. 9.4.
Elsku mamma mín er nú fallin
frá, í blóma lífsins.
Þú hvarfst allt of fljótt úr lífi
mínu, við sem áttum eftir að gera
svo mikið saman. Þín verður sárt
saknað.
Þegar svo er komið þá gleðst
ég samt yfir öllum þeim minning-
um af þér sem ég geymi í hjarta
mínu.
Þú varst virki mitt í æsku,
skjól mitt í erfiðleikum og hjá þér
fann ég fyrir öryggi í óöryggi
mínu.
Þú varst alltaf til staðar, tilbú-
in að taka á móti mér þegar ég
þurfti á þér að halda og ég man
vel hvað ég þurfti á þér að halda á
fyrstu árum lífsins. Þú varst móð-
ir mín og gekkst mér einnig í föð-
urstað, hlutverk sem þér tókst
með prýði.
Síðar meir eignaðist þú lífs-
förunaut sem hjálpaði þér í gegn-
um lífið. Ég átti erfitt með að að-
lagast breyttum aðstæðum á
viðkvæmum uppvaxtarárum en
hef komist að því að sterkara
virki finnst varla. Árni er nú til
staðar fyrir mig og mína eins og
hann var fyrir okkur tvö og
þakka ég fyrir það.
Margar minningar skilur þú
eftir hjá mér og hinum sem voru
það heppin að hafa þig í lífi okkar.
Utanlands- og innanlandsferð-
irnar með þér eru ljós í lífi mínu
sem ég ylja mér við þegar ég
hugsa til þín. Allar sumarbú-
staðarferðirnar í æsku með þér
og fjölskyldu okkar og svo síðar
með fjölskyldu minni eru ljúf-
sárar, þær koma ekki aftur en lifa
áfram í huga okkar.
Allur tíminn sem þú eyddir á
bekkjum þar sem þú fylgdist með
mér í hinum ýmsu íþróttum og
síðar þegar við sátum saman og
fylgdumst með stelpunum mín-
um vinna sína sigra er mér og
stelpunum mjög dýrmætt.
Alltaf varstu með opið heimili
og faðm fyrir þína nánustu og
barnabörnin voru ávallt velkom-
in, sama hvernig stóð á.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Orð fá ekki lýst hversu mjög
ég sakna þín. Ég vildi að ég hefði
getað gert eitthvað meira fyrir
þig á þínum síðustu vikum.
Þú varst svo hörð við sjálfa
þig, þú kveinkaðir þér aldrei.
Þú elskaðir að vera í góðra
vina hópi og í gegnum dans
fékkst þú útrás.
Þú varst afskaplega góð við
aðra, lést aldrei út úr þér slæm
orð um náungann, sama hversu
mikið fólk talaði illa um aðra
varst þú tilbúin að verja það.
Takk fyrir að hafa alltaf verið
til staðar fyrir mig, þínu fordæmi
fylgi ég.
Þinn sonur,
Pétur Már.
Elsku Sigga.
Nú er komið að kveðjustund
og ég veit ekki hvernig í ósköp-
unum ég á að fara að því að
kveðja. Það er svo óraunverulegt
og ósanngjarnt að sitja hér og
hugsa til þess að ég muni ekki
hitta þig eða heyra aftur í þér.
Við áttum svo mörg ár eftir en
mér líður eins og þeim hafi verið
stolið frá okkur.
Það er svo stutt síðan fram-
tíðin var svo björt en síðan eins
og hendi væri veifað ert þú tekin
svona snögglega frá okkur. Þú
varst ein mín besta vinkona og ég
get ekki þakkað þér nóg fyrir alla
aðstoðina, stuðninginn og um-
hyggjuna í gegnum árin. Vita
máttu að þú varst ómetanleg og
að hafa þig í lífi mínu var eitt það
dýrmætasta sem ég átti.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi)
Elsku Sigga, ég mun gera allt
sem ég get til að halda minningu
þinni á lofti og sjá til þess að
stelpurnar muni vel eftir frábæru
og góðu ömmunni sem þær áttu.
Sofðu rótt, elsku vinkona.
Þín
Nína Sif.
Elsku amma.
Okkur finnst svo óraunveru-
legt að þegar við komum í heim-
sókn í Krókavaðið muni engin
amma koma, faðma og heilsa
okkur. Þú varst manneskja full af
ást og umhyggju.
Allar litlu minningarnar, eins
og hvernig þú hlóst, hvernig þú
talaðir. Líka stærri minningar
eins og öll matarboðin, heimsókn-
irnar, gistingarnar og Kanarí-
ferðirnar. Hver og ein minning
með þér er dýrmæt.
Þegar þú fórst frá okkur fött-
uðum við hvað við elskuðum þig
mikið. Að ein manneskja af sjö
milljörðum gæti verið svona
mikilvæg. Ef að við hefðum vitað
að þetta hefði verið í síðasta sinn
sem við hefðum knúsað þig hefð-
um við aldrei sleppt.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Núna verðum við að kveðja þó
að það sé eitt af því erfiðasta sem
við höfum gert. Takk, amma, fyr-
ir allar æðislegu stundirnar, takk
fyrir að hafa alltaf verið til staðar
þegar við þurftum þig, takk fyrir
að hafa gefið okkur þessar góðu
og dýrmætu minningar. Vonandi
mun þér líða vel hvar sem þú ert.
Hvíldu í friði.
Þínar ömmustelpur
Agnes Embla, Elísa Ásta
og Dagný Día.
Elsku Sigga, nú ertu farin í
sumarlandið. Hvern hefði grunað
þegar við hittumst í bústað fyrir
jólin að það yrði í síðasta skiptið
sem allur Skeifuhópurinn kæmi
saman. Þessi hópur varð upphaf-
lega til í kringum sameiginlegan
áhuga á hestamennsku. Minning-
arnar hrannast upp, reiðtúrar,
kaffispjall, ferðalögin okkar
innanlands og utan. Hnyttin til-
svör frá þér, söngurinn, dansinn,
glensið og grínið.
Sumarbústaðarferðirnar okk-
ar þar sem gjarnan var stungið
upp á ákveðnu þema og þú sagðir
stundum „æi stelpur eigum við
nokkuð að hafa þema núna“. Þú
varst samt alltaf tilbúin að taka
þátt í því.
Eftirminnilegt er þegar við
vorum í Captain’s House í Suður-
Englandi með kisuþema, að
drekka kaffi úr bleiku stelli og
horfðum á The Sound of Music.
Þú varst að prjóna svo fallegt
teppi fyrir barnabarnið að þú
smitaðir okkur hinar, svo að dag-
inn eftir vorum við búnar að
kaupa garn og byrjaðar að
prjóna. Þetta er aðeins lítið brot
af mörgum góðum minningum
sem við eigum með þér. Við vitum
að þú munt fylgjast með okkur,
og verður alltaf með okkur í
anda.
Orð
Í allri ást er sorg
og öllum kossum sár.
Og öllum sporum heim
er gleði og tár.
Og öllum börnum ljóð
og öllum ljóðum þrá.
Eins og vængirnir
sem aldrei flugi ná.
(Stefán Finnsson.)
Elsku Árni, Pétur og fjöl-
skyldur, innilegar samúðar-
kveðjur.
Ása, Bryndís, Lilja,
Vala og makar.
Elsku Sigga! Eða Sigga Red
eins og þú ert alltaf kölluð í minni
fjölskyldu. Eða síðan pabbi sá
þig smástelpu með þitt fallega
þykka rauða hár. Við erum búnar
að þekkjast í 55 ár eða síðan við
vorum í 1. bekk hjá Árna Dunn í
Garðahreppi eins og hann hét þá.
En urðum við þá bestu vinkonur
þremur árum seinna er ég flutti í
Goðatún 8 og þú bjóst á Goðatúni
11. Margt var brallað, skemmt
sér og hlegið. Ég flutti til
Reykjavíkur 12 ára og þú nokkr-
um árum seinna og tókum við
gagnfræðapróf saman í Vörðu-
skóla. Fjölskylda mín flutti mikið
á þessum tíma, en einhvern veg-
inn gerði þín það líka og vorum
við alltaf nærri hvor annarri.
Studdum hvor aðra. Ekki
skemmdi það fyrir að við vorum í
prentfaginu, báðar setjarar.
Ógleymanlegir eru danstímarnir
hjá Heiðari Ástvalds, böllin í
Hollywood og Þórscafé og allt
það sem ungar stúlkur tóku sér
fyrir hendur. Já, það voru
skemmtilegir tímar. Svo eignað-
ist þú einkason þinn, Pétur Má,
aðeins 21 árs og tókst það hlut-
verk mjög alvarlega og varst frá-
bær móðir. En þig dreymdi alltaf
um að eiga fullt af börnum. En
það fór ekki svo, en þú varst
mjög stolt af Pétri og ömmu-
stelpunum þínum og elskaðir
þær óendanlega mikið. Gleymi
því aldrei er þú komst til mín, þá
nýorðin amma og augun ljóm-
uðu, er þú sagðir mér að þetta
væri svo yndisleg tilfinning og
engu lík. Árni, maðurinn þinn,
kom inn í líf þitt fyrir um 30 árum
og veit ég að hann var stoð þín og
stytta alla tíð. Elsku Sigga mín,
nú er komið að leiðarlokum og
erfitt finnst mér að trúa því að þú
sért látin, langt fyrir aldur fram
og geta ekki heimsótt þig eða
hringt í þig til að spjalla. En nú
hefur þú fengið hvíldina eftir erf-
iða baráttu við illvígan sjúkdóm.
Þú kvartaðir aldrei, þó þú værir
fárveik og sýndir þvílíkt æðru-
leysi að aðdáunarvert er. Að lok-
um vil ég senda mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Árna,
Péturs, ömmustelpnanna og
allra ástvina Siggu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku vinkona,
Sigurlaug.
Sigríður María Jónsdóttir sá
ásamt fleirum um það meðal ann-
ars að búa skýrslur og rit Seðla-
banka Íslands til prentunar. Í
hálfan annan áratug sinnti hún
því starfi og þótt ýmsir aðrir
gerðust stundum seinvirkir og
síðan fullóþolinmóðir þegar nálg-
aðist útgáfudaginn sinnti hún
starfi sínu áfram af sama jafnað-
argeði og vandvirkni og ætíð ein-
kenndi störf hennar. Okkur sam-
starfsfélögum hennar þótti ávallt
gott að geta leitað til hennar þeg-
ar á þurfti að halda.
Mestallan starfstíma sinn hér í
bankanum var Sigríður einnig
fulltrúi starfsmanna í jafnréttis-
nefnd bankans og tók þar virkan
þátt í mótun jafnréttisstefnu og
jafnréttisáætlana sem skilað hafa
góðum árangri. Með glaðlegu fasi
sínu lagði hún jafnan gott til mál-
anna og hún var viðkunnanleg í
allri umgengni.
Það var sorglegt og erfitt að
fylgjast með baráttu Sigríðar við
illvígan sjúkdóm en hún tókst á
við það verkefni af miklu æðru-
leysi. Hennar er nú sárt saknað.
Fyrir mína hönd og margra sam-
starfsfélaga votta ég Árna og
öðrum aðstandendum innileg-
ustu samúð okkar.
Stefán Jóhann Stefánsson
Í dag kveðjum við góðan
vinnufélaga og kæra vinkonu,
dugnaðarforkinn hana Siggu
okkar. Undanfarin ár höfum við
unnið saman í Seðlabankanum og
milli okkar myndaðist dýrmæt
vinátta. Daglegt kaffispjall um
daginn og veginn varð að föstum
lið, við deildum sögum úr daglega
lífinu, skiptumst á skoðunum og
höfðum það skemmtilegt saman.
Sigga var glaðlynd og hress, lá
ekki á skoðunum sínum og sagði
skemmtilega frá. Við fengum að
njóta frásagna úr Fjárborg, af
hestum og mönnum og ekki síst
barnabörnunum öllum sem hún
var svo stolt af.
Vorið 2017 fórum við saman í
ógleymanlega helgarferð til Berl-
ínar, þar voru vinaböndin styrkt
enn frekar og við nutum fé-
lagsskaparins í þessari skemmti-
legu borg. Nú er komið að
kveðjustund, alltof fljótt, við
munum sakna Siggu sárt en eftir
lifa minningar um dásamlega
konu sem ylja okkur um hjarta-
rætur. Við sendum Árna og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós
sem skína glaðast
þau bera mesta birtu en brenna líka
hraðast.
Og fyrr en okkur uggir fer um þau
harður bylur
er dauðans dómur fellur og dóm þann
enginn skilur.
En skinið logaskæra sem skamma
stund oss gladdi
sem kveikti ást og yndi, með öllum
sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi
ljósið bjarta
þá situr eftir ylur í okkar mædda
hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson)
Guðbjörg Þórarinsdóttir,
Guðrún Sigmarsdóttir,
Rut Helgadóttir,
Sigurborg Brynja
Ólafsdóttir, Sigurborg
Steingrímsdóttir.
Í dag kveðjum við Siggu.
Þökkum þér Sigga mín fyrir allar
þær stundir sem við áttum sam-
an. Þær voru ófáar hestaferðirn-
ar sem við fórum saman sem og
utanlandsferðirnar. Þú varst frá-
bær ferðafélagi hvort sem við
vorum fjögur saman eða í stærri
hóp. Síðasta ferðin í sumar þegar
við fórum í kringum Borgarfjörð
eystri var virkilega skemmtileg
þó að ferðin væri erfiðari en við
áttum von á, en þú stóðst þig frá-
bærlega. Okkur tekur það ákaf-
lega sárt að þú skyldir kveðja
svona snemma. Við vorum ekki
búin að fara allt sem við ætluðum
að fara saman.
Elsku Árni, Pétur og ykkar
fjölskyldur.
Við vottum ykkur innilega
samúð á erfiðum tímum sem
þessum.
Það okkur er til rauna
hve ógjarnt var að launa,
við könnumst við það klökk.
En fyrir allt sem ertu
um eilífð blessuð vertu!
Og haf þú okkar hjartans þökk.
(G.J.G.)
Edda Björk Karlsdóttir
og Sigurður Reynisson.
Sigríður María
Jónsdóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARÍU GUÐRÚNAR
GUÐMUNDSDÓTTUR,
Tjarnarási 12,
síðast til heimilis á Dvalarheimili
aldraðra í Stykkishólmi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í
Stykkishólmi.
Guðrún Gunnlaugsdóttir Jónas Steinþórsson
Kristján Gunnlaugsson Dallilja Inga Steinarsdóttir
Guðmundur Gunnlaugsson Dagbjört I. Bæringsdóttir
Þröstur Gunnlaugsson Helga Guðmundsdóttir
Jóhann Gunnlaugsson Vaka Helga Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN J. HELENA GREEN,
KIDDÝ,
áður Hraunbæ 102,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
laugardaginn 2. mars.
Útförin fer fram frá kapellunni í Fossvogi föstudaginn 15. mars
klukkan 15.
Ragnar Leó Kr. Jusic Alma S. Guðmundsdóttir
Þorbjörg Kristín Þorgrímsd. Ragnar Axel Gunanrsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR,
áður Melhaga 8, Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Grund föstudaginn
22. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar fyrir kærleiksríka
umönnun.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á dvalarheimilið Grund.
Þorkell Magnússon
Magnús, Ásta María og Sigríður Margrét,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn