Morgunblaðið - 14.03.2019, Qupperneq 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
✝ Arnór Sveins-son fæddist í
Reykjavík 1.
nóvember 1943.
Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 6. mars
2019.
Hann var sonur
hjónanna Sveins V.
Ólafssonar hljóð-
færaleikara frá
Bíldudal, f. 1913, d.
1987, og Hönnu Sigurbjörns-
dóttur bókasafnsfræðings frá
Reykjavík, f. 1915, d. 2007.
Bræður Arnórs: Ólafur Sveins-
son véltæknifræðingur, f. 1942,
d. 2012, m. Ingibjörg Jónsdóttir,
Sveinn Ólafur, f. 1967, maki
Sandra Berg Cepero, börn
þeirra eru Númi, f. 1997, og
Tara, f. 2002. 3) Hanna María, f.
1969, maki Jón Örn Kristinsson,
börn þeirra eru Kristlaug Vera,
f. 1996, Markús Hávarr, f. 1998,
og Bessi Thor, f. 2005. 4) Ingunn
Ásta, f. 1974, dóttir hennar er
Hrafnhildur Vera, f. 1996. 5)
Arnar Arnórsson, f. 1979. 6)
Pétur Arnórsson, f. 1979, maki
Fríða Bogadóttir, börn þeirra
eru Bogi Hrafn, f. 2013, og
Petra Björk, f. 2015.
Arnór lauk prófi sem bifvéla-
virki frá Iðnskólanum í Reykja-
vík og vann alla tíð við störf
tengd sínu fagi hjá Velti og síð-
ar Brimborg.
Útför Arnórs fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 14. mars
2019, klukkan 13.
f. 1943, og Sigur-
björn Sveinsson
læknir, f. 1950, m.
Elín Á. Hallgríms-
son kennari, f.
1952. Arnór var
ættaður úr Kjósinni
og Arnarfirði.
Hinn 4. júní 1965
kvæntist Arnór
Hrafnhildi V. Rod-
gers, f. 16. apríl
1944, d. 8. sept-
ember 2009. Börn Arnórs og
Hrafnhildar eru: 1) Kristín
Björk, f. 1964, maki Sveinbjörn
Hrafnsson. Þau skildu. Börn
þeirra eru Arnór Finnur, f.
1994, og Hrafndís, f. 1996. 2)
Traustir vinir
eru ekki sjálfgefnir,
þeir eru Guðs gjöf.
Englar sem létta undir
og geta skipt sköpum
um líðan fólks.
Einkum í hremmingum,
þegar heilsan svíkur
eða á efri árum
þegar fjaðrirnar
taka að reytast af
hver af annarri.
Þá fyrst kemur í ljós
hverjir eru vinir
í raun.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þannig frændi og vinur var
Addó. Við vorum systkinasynir
og bjuggu foreldrar okkar í
sama húsi í yfir 40 ár. Ég hafði
því nokkuð af Addó frænda að
segja í mínum uppvexti þótt um
22 ár væru á milli okkar og á ég
bara góðar og hlýjar minningar
um hann.
Fyrir langa löngu keyrði hann
út ís fyrir Kjörís og fékk ég
stundum að fara með honum í
slíkar ævintýraferðir sem end-
uðu jafnvel á því að hann dró
fram svalandi íspinna og færði
mér í lok ferðar með orðunum:
„Takk fyrir hjálpina, frændi.“
Oft var mér boðið á heimili
þeirra Hrafnhildar til að leika
við eldri börnin þeirra sem voru
á svipuðu reki og ég. Minnist ég
þeirra tíma með virðingu og
þakklæti.
Addó á stóran þátt í því að ég
ákvað um sex ára gamall að ger-
ast Framari, þvert á það sem
vænta mátti. Hann varð nefni-
lega Íslandsmeistari í fótbolta
með Fram 1962 og var því fyrir-
mynd og goðsögn í mínum huga.
Annars var Addó bifvélavirki
af Guðs náð með sérhæfingu í
Volvo enda starfaði hann lengst
af sem slíkur hjá umboðsaðilum
Volvo á Íslandi og lengi vel sem
verkstjóri. Var hann gjarnan
bóngóður og fljótur til ef veita
þurfti ráðgjöf í stórri fjölskyldu
varðandi hikstandi vélar og
munaði oft ekki um að koma og
gera við bíla ættingja sinna,
jafnvel í kulda og trekki á
myrkum vetrarkvöldum.
Hann Addó var einstakt ljúf-
menni, hjartahlýr, afar traustur
og góður drengur sem ekkert
aumt mátti sjá. Þótt við hitt-
umst kannski ekki oft í seinni
tíð hafði hann reglulega sam-
band við mig til að spyrja
hvernig ég hefði það eða til að
rifja upp sögur og segja einhver
falleg uppörvunarorð og þakka
fyrir eitthvað sem ég átti að
hafa haft fram að færa og
honum fannst hjartastyrkjandi.
Fyrir fáeinum vikum kom
hann óvænt í heimsókn til mín
og færði mér fallegan kross með
frelsaranum hangandi á. Hann
sagðist hafa keypt krossinn með
mig í huga á Tenerife á afmæl-
isdaginn sinn þegar hann varð
75 ára 1. nóvember sl. Hefur
krossinum nú verið komið fyrir á
áberandi stað á heimili okkar
hjóna og mun ég hér eftir ætíð
minnast Addós þegar ég lít í
augu okkar særða en lífgefandi
frelsara á krossinum.
Svona var Addó. Hugulsamur,
umhyggjusamur og kærleiks-
ríkur. Svo einlæglega fallega
trúaður þótt hann ræddi það
kannski ekki við hvern sem var,
hvenær sem var.
Þér var aldrei lofuð
auðveld ævi.
Það eina sem öruggt var
þegar þú
fékkst dagsbirtuna
í augun
var að fyrr eða síðar
myndu augu þín bresta
og hjarta þitt hætta að slá.
Það eina sem þér var lofað
var eilíf samfylgd
af höfundi og fullkomnara lífsins.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kæri Addó! Guð kærleikans
og lífsins gefi þér nú sinn him-
neska frið í ljósinu hans bjarta.
Hann blessi minningu þína og
þau öll sem þú unnir heitast.
Sigurbjörn Þorkelsson.
Arnór Sveinsson góður vinur
og frændi er látinn langt um ald-
ur fram. Brottför hans kom okk-
ur í opna skjöldu því Addó var
einhvern veginn alltaf ungur, vel
klæddur sjarmör, og vel á sig
kominn þó að árin færðust yfir.
Hann var sami unglingurinn og
við munum hann fyrst. Í æsku
mátti þegar sjá þá persónutöfra
sem einkenndu hann, góðhjart-
aður, hlýr og göfuglyndur en
kappi á sínum sviðum.
Þegar litlir bræður frændur
hans vestan úr Bolungarvík
komu í heimsókn í Sigtún 29 þar
sem Addó bjó ásamt bræðrum
og foreldrum fengu þeir að
kynnast þessum eiginleikum
hans. Addó unglingurinn fór
salibunur með þá á skellinöðr-
unni sinni og gaf sér tíma til að
spila fótbolta við þessa smá-
sveina þó að sjálfur væri hann
orðinn mikill fótboltakappi í
Fram. Og vináttu og drengskap-
ar nutu þeir bræður þegar Addó
dvaldi um tíma nokkra gleðiríka
æskudaga á hjá foreldrum
þeirra, móðurbróður Addó,
Friðriki Sigurbjörnssyni, lög-
reglustjóra í Bolungarvík, og
konu hans, Halldóru Helga-
dóttur.
Lífið færir okkur bæði gleði
og sorgir. Flestir fá sinn skerf af
hvorutveggja. Þegar erfiðleik-
arnir dynja yfir og áföllin þá
skiptir mestu máli hvernig menn
bregðast við og takast á við hol-
skeflur og brotsjói.
Addó þurfti að takast á við
gríðarlegt áfall og sorgir þegar
Hrafnhildur eiginkona hans var
í einni svipan svipt heilsu.
Skyndileg óútskýrð veikindi
leiddu til algerrar fötlunar og
dauða. Í þessari miklu raun stóð
Addó eins og klettur, höggið var
mikið en hann brotnaði ekki. Or-
sakir þessa mikla harmleiks
taldi hann vera læknamistök.
Hann bar harm sinn í hljóði og
hélt áfram lífinu af æðruleysi
þess sem á meiri sálarstyrk og
hugarró en margir aðrir.
Á síðustu árum voru hugljú-
fastar stundir í þegar Addo kom
í vináttuheimsóknir á Fjölnisveg
2 og upp í sumarbústaðinn á
Kiðafelli í Kjós. Þá voru málin
rædd þar sem afstaða Addó til
allra mála markaðist af réttlæt-
iskennd. Hann gagnrýndi
græðgina og misréttið og var
boðberi réttlátrar skiptingar
auðsins, auðlindanna og allra
gæða. Hann var sósíalisti eins og
verið hafði pabbi hans Svenni,
Sveinn Ólafsson og Holger Nil-
sen vinur Svenna og mágur.
Djassmúsík átti stóran þátt í lífi
Addós. Á góðum stundum hlust-
aði hann á stórmenni sveiflunn-
ar. Þann arf fékk hann með móð-
urmjólkinni þar sem pabbi hans,
Sveinn Ólafsson, var einn af
fyrstu og fremstu saxófónleikur-
um á Íslandi.
Einu sinni kom Addó með
Holger Nilsen, sem var í síðustu
Íslandsferð sinni, til okkar á
Fjölnisveg 2. Við sátum uppi
heila nótt og drukkum heima-
gert reyniberjavín. Rætt var um
baráttu fyrir jafnrétti og Holger
sagði frá brautryðjendastarfi í
fyrstu hljómsveitunum í Reykja-
vík þar sem hann hafði spilað.
Frásagan var tekin upp á band
og notuð í tónlistarútvarpsþátt-
um Vernharðs Linnet, eins
besta vinar Addó.
Með þakklæti fyrir einstaka
vináttu kveðjum við Addó með
hans eigin orðum sem hann við-
hafði hvort sem rætt var um hið
alvarlega eða skondna. „Svona
er lífið.“
Þorvaldur Friðriksson
og Elísabet Brekkan.
Arnór Sveinsson
✝ Þórunn Júlíus-dóttir fæddist á
Garðskaga í Garð-
inum 3. október
1928. Hún lést á
dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu
Grund 22. febrúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Sigríður
Helgadóttir (f.
1899, d. 1989) og
Júlíus R. Guðlaugsson (f. 1902,
d. 1973). Bróðir hennar var
Kristján Júlíusson (f. 1933, d.
2017).
Börn Þórunnar eru 1) Róbert
Magnússon (f. 1948), barn hans
og Sigrúnar Erlu Ólafsdóttur (f.
1962) er Bryndís Júlía (f. 1983),
2) Kristín Magnúsdóttir (f.
1950), með Kolbeini Bjarnasyni
(f. 1958) á hún Jóhann Bjarna (f.
1980), kona hans er Eyrún Björk
eru Baldur Rafn (f. 1976) og
Katja (f. 1977), kona hans er
Fjóla Guðmundsdóttir (f. 1956),
dóttir hennar er Eva (f. 1977) og
barnabörn Birta (f. 2000) og
Breki (f. 2010).
Þórunn ólst upp á Garðskaga
sín fyrstu æviár og fluttist síðan
á Grund í Garði við fimm ára
aldur eftir að Júlíus faðir henn-
ar hafði byggt það hús. Þar ólst
hún upp ásamt bróður sínum
Kristjáni. Hún gekk í barna- og
unglingaskóla í Garðinum. Ung
að aldri var hún í vist í Ölfusi í
fáein ár. Við 19 ára aldur kynnt-
ist hún fyrri barnsföður sínum,
Magnúsi Halldórssyni, og eign-
aðist með honum þau Róbert og
Kristínu. Seinni barnsfaðir Þór-
unnar var Hjalti Þorgeirsson og
eignaðist hún með honum þá
Þorgeir og Kristin (Didda). Hún
fluttist til Reykjavíkur og bjó
lengst af í Vesturbænum. Hún
vann í Bæjarútgerðinni um tíma
en fór svo að vinna á Pósthúsinu
í miðbæ Reykjavíkur sem varð
hennar ævistarf.
Útför Þórunnar hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Jóhannsdóttir (f.
1981) og börn
þeirra eru Bene-
dikt Ari (f. 2010) og
Lóa Kristín (f.
2014), með Hannesi
Lárussyni á hún
Sunnu Kristínu (f.
1989), 3) Þorgeir
Daníel Hjaltason (f.
1954), börn hans og
Guðrúnar Val-
garðsdóttur (f.
1953) eru Kolbeinn Daníel (f.
1981), með Vilborgu Guðlaugs-
dóttur (f. 1984) á hann Guðlaug
Daníel (f. 2015), Tómas Freyr (f.
1985) og Þórunn Elva (f. 1989)
maki hennar er Daníel Ólafsson
(f. 1990), sonur þeirra er Hektor
Rafn (f. 2018), barn Þorgeirs og
Lauru Hjaltason (f. 1964) er
Thorina Gabriela Luisa Hjalta-
son (f. 2006), 4) Kristinn Rafn
Hjaltason (f. 1955), börn hans
Amma var algjörlega einstök.
Hún var strangheiðarleg, afskap-
lega ósérhlífin, hafði sterka rétt-
lætiskennd og vildi allt fyrir alla
gera. Veröldin væri án nokkurs
vafa betri, ef fleiri væru eins og
elsku amma.
Samband okkar var alltaf náið
og gott. Einhverjar fyrstu minn-
ingar mínar af ömmu tengjast
heimsóknum heim til hennar á
Meistaravellina. Þar fékk ég oft
að gista um helgar upp úr 1990,
horfa á vídeó og borða Cocoa
Puffs, sem ég fékk hvergi annars
staðar að gera. Daginn eftir eld-
aði amma svo oft kjúkling eða
steiktan fisk handa mér í
hádegismat, og sendi mig svo
heim eða á fótboltaæfingu í þrist-
inum.
Amma var listræn og músík-
ölsk. Hún spilaði á gítar og söng
mikið í gamla daga, þegar vin-
konurnar komu saman. Þá var
hún mikill náttúruunnandi og
hafði unun af því að ferðast um
landið. Hún safnaði skeljum og
steinum og bjó til ýmsa listmuni
úr þeim. Samhliða því var hún
alltaf sérstaklega meðvituð um
umhverfisvernd, og var einhver
fyrsta manneskjan sem ég heyrði
tala um skaðsemi plasts og plast-
poka í umhverfinu. Amma elsk-
aði ber, og að tína þau var eitt-
hvað það skemmtilegasta sem
hún gerði. Hún bauð okkur fjöl-
skyldu sinni með sér í sumarbú-
stað í Munaðarnesi á hverju
hausti í hartnær 40 ár, þar sem
ber voru tínd í massavís.
Amma var einstaklega góður
kokkur þótt aðalsmerki hennar
hafi alla tíð verið baksturinn.
Hennar sérgrein var pönnukök-
ur og flatkökur, sem nutu mikilla
vinsælda langt út fyrir fjölskyld-
una. Amma heklaði og prjónaði
mikið alla ævi, og lopapeysan
sem hún prjónaði á mig fyrir
margt löngu hefur haldið á mér
hita á fjölmörgum mikilvægum
augnablikum.
Amma var greind og sérlega
minnisgóð allt fram á síðasta
dag. Hún leysti krossgátur, lagði
kapla og hafði sérstaka unun af
náttúrulífsmyndum, þá sérstak-
lega þeim sem komu úr smiðju
Davids Attenboroughs. Þær tók
hún upp á myndbandsspólur sem
hún geymdi, og hafði svo unun af
að sýna börnum sínum, barna-
börnum og undir það síðasta
barnabarnabörnum.
Húmorinn var aldrei langt
undan hjá ömmu. Daginn áður en
hún kvaddi var ég í heimsókn hjá
henni. Hún svaf dágóðan hluta
heimsóknarinnar, en þegar hún
vaknaði leit hún á mig og spurði í
léttum dúr: „Hva, drapst ég og
kom svo aftur?“ Ég mun svo
aldrei gleyma því þegar við
kvöddumst þennan dag, hvernig
amma horfði í augun á mér og
sagði ákveðið „bless“, nánast
eins og hún vissi hvað væri í
vændum.
Ég ætla að enda þetta á broti
úr texta sem ég veit að þér þótti
svo vænt um, elsku amma mín.
Ég vona að það sé eitthvað til í
því að við eigum eftir að hittast á
öðrum og betri stað síðar. Því ég
sakna þín alveg óskaplega.
Takk fyrir allt, elsku amma,
og þá sérstaklega fyrir að gera
mig að betri manni.
Líkt og ástarljóð sem enginn fékk að
njóta,
eins og gulnað blað sem geymir óræð
orð,
eins og gömul hefð sem búið er að
brjóta,
þar er ég, þar ert þú, þar er allt það
sem ástin okkur gaf.
Þannig týnist tíminn, þannig týnist
tíminn,
þannig týnist tíminn þó hann birtist við
og við.
(Bjartmar Guðlaugsson)
Þinn Jói.
Jóhann Bjarni Kolbeinsson.
Elsku mamma, amma og
langamma.
Takk fyrir allar samveru-
stundirnar og umhyggjuna. Takk
fyrir að vera gleðigjafi í tilvist-
inni.
Þú varst skemmtileg, rausn-
arleg, hreinskilin og mikill húm-
oristi.
Þú fórst með okkur í berjamó,
tókst okkur alltaf opnum örmum
í kaffi og pönnukökur. Þú tókst
þátt í heilsu okkar, lífi og varst
alltaf til staðar þegar á bjátaði.
Takk fyrir að vera alveg eins
og þú varst. Takk fyrir lífið, ást-
ina og umhyggjuna!
Við munum alltaf hugsa til þín
með ást og hlýju og vitum að þú
færð nú loks að hvíla í friði.
Þín ástkæra fjölskylda,
Þorgeir Daníel, Kolbeinn
Daníel, Tómas Freyr,
Þórunn Elva, Thorina
Gabriela, Guðlaugur Daníel
og Hektor Rafn.
Elsku Þórunn amma mín.
Þegar ég hugsa til þín vakna
margar tilfinningar en efst í
huga mér er einlægt þakklæti
fyrir okkar einstaka samband.
Þú varst ekki bara súperamma af
bestu gerð heldur vorum við svo
góðar vinkonur. Mér fannst þú
skilja mig svo vel, jafnvel of vel
því þú gast lesið mig eins og opna
bók, meira að segja milli landa!
Mér fannst ég geta sagt þér frá
öllum smáatriðum í fjölbreyti-
legu lífi ungrar konu. Varðandi
hin ýmsu álitamál og leyndarmál
gat ég verið viss um að fá góðar
og blátt áfram ráðleggingar.
Blátt áfram, það varstu sko,
amma mín. Þú varst ekki að
skafa af hlutunum heldur sagðir
mér alltaf það sem ég þurfti að
heyra, umbúðalaust. Oft var það
svo nákvæm nálgun við kjarna
málsins að mig grunaði að þú
hefðir tengingar við vitringa að
handan.
Þú áttir það til að taka löng og
innileg hlátursköst, sérstaklega
þegar Róbert sagði sniðugan
brandara eins og hann kann best.
Þá svoleiðis skellihlóst þú og við
hin líka en það fyndnasta var að
þú ætlaðir aldrei að hætta að
hlæja. Þá héldum við hin áfram
að hlæja að því að þú værir enn
að hlæja þangað til við vorum
máttlaus af öllum hlátrinum.
Þú varst einn sá mesti dugn-
aðarforkur sem Suðurnesin hafa
alið af sér. Mínar fyrstu minn-
ingar af þér eru þegar þú komst
labbandi af Meistaravöllum á
Skólavörðustíg færandi hendi
með ýmist nýbakaðar flatkökur,
fiskibollur, skonsur, nú eða
súkkulaðibitakökur sem þú hafð-
ir pakkað inn í endurnýtta mjólk-
urfernu (enda langt á undan
þinni samtíð í umhverfisvernd).
Þú þreifst húsið hátt og lágt og
varst farin þegar við heimilis-
fólkið komum heim úr skóla og
vinnu. Þér fannst þetta svo sjálf-
sagt.
Þú varst mjög örlát við þína
nánustu. Það var ekkert betra en
að fara í mat til þín og fá lamba-
læri eða steiktan fisk. Þú bakaðir
bestu pönnukökur í heimi og
steiktir laufabrauð handa stór-
fjölskyldunni fyrir hver jól. Þú
prjónaðir lopapeysur og lopa-
sokka á hersinguna í löngum
bunum.
Þú varst dásamlegur karakt-
er. Þú varst svo hreinskilin og
einlæg. Þú hafðir yndislega góða
nærveru, yfir þér ríkti kyrrð eins
og þú hefðir hvíta áru. Maður
þurfti aldrei að setja upp grímu í
kringum þig enda hefði það ekki
þýtt þar sem þú sást í gegnum
allar grímur. Þú eyddir ekki orku
í að flækja hlutina, þú vissir alltaf
hvað þyrfti að segja eða gera.
Þú hafðir mikil og góð áhrif á
mig. Þú stappaðir í mig stálinu
þegar ég fór út af sporinu. Þú
hvattir mig áfram í læknanáminu
og lést mig finna hvað þú værir
stolt af mér. Það var ómetanlegt.
Ég vildi að ég hefði fengið að
kyssa þig bless en ég var stödd í
Ungverjalandi. Nóttina áður en
þú fórst komstu til mín í draumi
og sagðir blíðlega „Bless elskan“.
Kvöldið eftir talaði ég við þig í
símann í síðasta sinn og þá
kvaddirðu mig með sömu orðun-
um: „Bless elskan.“
Ég mun alltaf sakna þín og
hugsa til þín, amma mín. Ég veit
þú vakir yfir mér. Ég veit að þú
hefur það gott hinum megin og
við sjáumst þar. Þangað til tölum
við saman eins og okkur einum
er lagið.
Bless, elsku amma mín.
Sunna Kristín
Hannesdóttir.
Þórunn
Júlíusdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar