Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
T I M E O U t
H æ g i n d a S t ó l l + S k e m i l l
TILBOÐSverð Frá kr. 268.560
fullt verð frá kr . 335 .700
T i l b o ð
Í dag, þegar maður hefur látið af störfum, finnst mér vænt um aðhitta fólk sem maður hefur kynnst og man mína þjónustu ogsamskipti frá fyrri tíð. Það segir mér að kannski hafi þokkalega
tekist til í prestsstarfinu sem sannarlega er gefandi þótt krefjandi sé.
Ég lít sáttur til baka,“ segir sr. Svavar Stefánsson sem er sjötugur í
dag.
Svavar er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann vígðist til
prests árið 1975, strax eftir guðfræðinám, og þjónaði þá vetrarlangt í
Búðardal. Tók svo árið eftir við þjónustu í Neskaupstað og gegndi
henni næstu fimmtán árin. „Árin í Neskaupstað voru góð og gefandi.
Fólk þar var og er samstillt og því stóð það saman í blíðu og stríðu.
Þetta var einstaklega gott samfélag sem við hjónin höldum enn sterk-
um tengslum við,“ segir Svavar sem seinna var sóknarprestur um sjö
ára skeið í Þorlákshöfn og frá 2003 til 2016 við Fella- og Hólakirkju í
Breiðholti í Reykjavík.
Auk prestsstarfsins hefur Svavar starfað sem ökukennari í frí-
stundum og hefur komið mörgum ungum bílstjórum á beinu brautina,
ef svo má segja. „Stúlka austur í Þorlákshöfn sagði við mig að ég
fylgdi þeim krökkunum alla leið; skírði, fermdi, kenndi á bíl og gifti
þau svo. Þetta starf hentaði mér því nokkuð vel með prestsskap sem
þó hefur alltaf verið mitt aðalstarf,“ segir Svavar sem vann í fjölda
ára mikið með samtökunum Nýrri dögun og leiddi þar starf stuðn-
ingshópa ástvina fólks sem hafði fallið fyrir eigin hendi.
„En okkur hjónum hefur alltaf fundist gaman að ferðast, bæði inn-
anlands og utan og erum núna reyndar á leiðinni utan,“ segir Svavar
sem er kvæntur Auði B. Kristinsdóttur sérkennara sem starfrækir
lestrarmiðstöðina í Mjódd. Þau eiga þrjú uppkomin börn og barna-
börnin eru sex. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Prestur Fólk stóð saman í blíðu og stríðu, segir sr. Svavar Stefánsson.
Lít sáttur til baka
Svavar Stefánsson er sjötugur í dag
Á
rni Hermannsson fædd-
ist 14. mars 1969 á Fæð-
ingarheimilinu í Reykja-
vík. Hann bjó í
Reykjavík fyrstu tvö ár
ævi sinnar en flutti þá með foreldrum
sínum og eldri bróður til Akureyrar
þar sem hann ólst upp.
Árni gekk í Barnaskóla Akureyrar,
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
Menntaskólann á Akureyri þaðan
sem hann útskrifaðist 1989. Eftir
menntaskóla fór Árni í þýskunám til
Freiburg og lagði síðar stund á hag-
verkfræði við Technische Hochschule
í Darmstadt. Hann útskrifaðist síðar
sem viðskiptafræðingur, cand.oecon.,
frá Háskóla Íslands.
Árni var markaðsstjóri og síðar
fjármálastjóri hjá tölvufyrirtækj-
unum Áliti og síðar Anza sem varð til
við sameiningu fjögurra fyrirtækja
árið 2001. Frá árinu 2002 hefur Árni
starfað hjá Loftleiðum Icelandic, fyrst
sem fjármálastjóri og síðar sem fram-
kvæmdastjóri frá ársbyrjun 2018.
„Loftleiðir Icelandic er leiguflug-
félag í eigu Icelandair Group og var
stofnað 2002. Við ákváðum að nota
gamla nafnið og það er gaman að geta
þess að Loftleiðir var stofnað fyrir
rétt rúmum 75 árum, 10. mars 1944.
Við leigjum farþegavélar úti um allan
heim og stærsti viðskiptavinurinn
okkar er ríkisflugfélagið í Papúa
Nýju-Gíneu, en við erum með fjórar
flugvélar þar. Svo erum við að sinna
lúxusflugi fyrir ferðaskrifstofur, erum
með eina 757- vél sem er innréttuð 50
sæta, og á næsta ári verðum með aðra
757-vél, 80 sæta, sem verður eingöngu
í flugi fyrir National Geopraphic.“
Dótturfélag Loftleiða Icelandic keypti
1. mars sl. meirihluta í ríkisflugfélagi
Grænhöfðaeyja, Capo Verde Airlines,
en Loftleiðir Icelandic hefur verið
með starfsemi í öllum sjö heimsálf-
unum.
Árni hefur setið í fjölmörgum
stjórnum, þar m á meðal í nokkrum
flugfélögum, Latcharter, síðar Smart-
Árni Hermannsson viðskiptafræðingur – 50 ára
Fjölskyldan Árni, Hrafnhildur, Hermann, Auður og Hildigunnur þegar Hermann varð stúdent 2014.
Stýrir Loftleiðum
Hjónin Árni og Hildigunnur með
kóalabjörn í Brisbane í Ástralíu.
Saga Ljós Sigurðardóttir kom færandi hendi í Rauða krossinn um miðjan febr-
úar og styrkti Rauða krossinn um 703 kr. Hún aðstoðar gjarnan fjölskyldu sína
við vinnu á veitingastaðnum Burgers í Hafnarfirði og útbjó söfnunarbauk merkt-
an Rauða krossinum þar sem viðskiptavinir gátu skilið eftir klink.
Hlutavelta
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón