Morgunblaðið - 14.03.2019, Page 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú gætir uppgötvað alveg nýja
tekjumöguleika í dag. Gerðu við þar sem
þarf eða endurnýjaðu hluti sem eru að
verða ónýtir. Þú færð góðar fréttir.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert með langan lista af því sem
þig langar í. Ef þú kemst ekki út úr að-
stæðum sem eru hundleiðinlegar gerðu þá
eitthvað til að hressa upp á sálartetrið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er óþarfi að láta hugfallast
þótt aðrir hafi ekki alltaf tíma fyrir þig. At-
hugaðu hvort ástæða er til að fara aftur í
nám.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú verður ekki lengur undan því
vikist að taka til á skrifborðinu og koma
reglu á hlutina. Sýndu samstarfsvilja, vertu
með opinn huga og leyfðu öðrum að létta
undir með þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Hvern gagnrýnir þú annan en sjálfa/n
þig? Vertu ekki svona dómhörð/harður. Þú
ert með stjörnur í augum vegna manneskju
sem þú nýverið kynntist.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú hrósar einhverjum ertu að
brúa bil. Ástarsamband þitt gengur í gegn-
um erfiða tíma en það birtir aftur til. Hafðu
vaðið fyrir neðan þig í samningagerð.
23. sept. - 22. okt.
Vog Tíma með góðum vinum er alltaf vel
varið og þú átt að láta það eftir þér í ríkara
mæli að hitta þá. Það verða vatnaskil í
vissu máli fljótlega.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú gefur endalaust af þér í
sambandi, meira en góðu hófi gegnir. Yf-
irleitt ertu hrókur alls fagnaðar en það er
einhver lægð yfir þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Einhver mun koma þér til
bjargar á elleftu stundu. Vertu ekkert að
sýta vinskap sem bara olli þér vonbrigðum.
Þér fer vel að klæðast rauðu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Taktu það ekki illa upp þótt vinir
þínir séu ekki sammála þér í öllu. Þú lendir
á villigötum í verkefni en það mun fara vel.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Frelsið er dýrmætt en það kost-
ar líka sitt því öllu frelsi fylgir ábyrgð sem
ekki er hægt að horfa framhjá. Gakktu
hægt um gleðinnar dyr.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er óþarfi að taka allt persónu-
lega sem sagt er í hita leiksins. Þú færð
óvænt frí og ættir því að nýta það sem
best. Farðu í ferðalag ef þú mögulega
getur.
Helgi R. Einarsson sá í blöð-unum á fimmtudag frétt um
að Ólafur okkar Grímsson væri á
förum til Rómar að spjalla við páf-
ann um smávandamál. Því varð
þetta til:
„Global warming“ er vandi,
sem verða mun oss að grandi.
Þó e.t.v. eitt
fær örlögum breytt,
Óli og heilagur andi.
Þetta gefur tilefni til að rifja
upp gamla vísu, sem tvívegis hefur
birst í Vísnahorni en með mismun-
andi orðalagi. Og nú birtist hún í
þriðja sinn og enn nokkur orða-
munur. Pétur Jónsson í Reynihlíð
hafði farið á fund páfa og Starri í
Garði lagði honum þessi orð í
munn:
Í Vatíkaninu að Kristi ég gái
og kvittun synda þar eftir bíð. –
„Sæll og blessaður Píus Páfi!
Ég er Pétur Jónsson í Reynihlíð!
Síðar bætti Starri við:
Fyrrum bendlaður Magnúsi Mái,
mörstjóri KÞ í seinni tíð.
Magnús Már Lárusson var prest-
ur á Skútustöðum 1944-1949. Og
Pétur í Reynihlíð vann í sláturhúsi
KÞ á Húsavík.
Í gær var hér í Vísnahorni „odd-
hendukrans“, sem birst hafði á
Leir. Og áfram má flétta hann.
Ökumaður hafði orð á því við Frið-
rik Steingrímsson að hann gerði
aldrei vísu nema fá sér í staupinu.
Sagði honum síðan frá Austfjarða-
þokunni, hvernig hún hefði þést og
þykknað á víxl og tafið fyrir sér. Í
þeim svifum orti hann vísu, sem
því miður er gleymd. Friðrik orti –
og rétt að taka fram að „skrykk“
stendur fyrir „skrykk-dans“:
Hjólabykkju brá á skrykk
búinn drykk að hýsa;
tafði stykkjótt þokan þykk
þá var – hikk – til vísa
„Í Íslenskum þjóðlögum“ er
þessi oddhenda undir sérstöku lagi
sem séra Bjarni Þorsteinsson lærði
af þingeyskri konu, en vísan er
lausavísa eftir óþekktan höfund: er
orðaleikur í vísunni, þar sem orðin
ljá og sá eru endurtekin í þremur
merkingum.
Með þeim ljá, sem mér vannst ljá,
mikil ljá var slegin;
aflinn sá komst ofan í sá,
öll þar sáust heyin.
Að lokum eftir Gísla Ólafsson
frá Eiríksstöðum:
Geyma áttu geðið kátt.
Gættu að máttarlinum.
Virtu smátt, en hyggðu hátt.
Hafðu fátt af vinum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á fund með páfa
„SKO! ENGIN SKRÍMSLI. ANNAÐ HVORT
ÞAÐ EÐA ÉG ER OF SNEMMA Á FERÐINNI
– ÞAU ERU SVO LÚMSK.”
„VÆRI ÞÉR SAMA AÐ PÚA EKKI SVONA
FRAMAN Í MIG.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að elda kjúklingasúpu
fyrir hana í veikindum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
BANK
BANK
BANK
BAMM!
BANK
BANK
BANK
BAMM!
ÁI!
ÞUMALLINN!
ÁI!
ÞUMALLINN!
ÉG ER HÆTTUR VIÐ AÐ
HENGJA MYNDINA UPP
BÚINN MEÐ
ÞUMLANA?
BARA ÞANNIG AÐ ÞÚ VITIR ÞAÐ, HELGA … ÞÁ
HEF ÉG FALIÐ NÆGT FÉ FYRIR ÞIG TIL
ÞESS AÐ TRYGGJA FRAMTÍÐ ÞÍNA ÁN MÍN!
ÉG MEINA EFTIR AÐ EITTHVAÐ HEFUR GERST!
Tvennt er öruggt í lífinu, dauðinnog skattar. Og skattar af dauð-
anum eru þá líklega það öruggasta af
öllu, en því miður ekki dauði skatt-
anna. Víkverji hefur alla vegana setið
og strokið sveittur á sér skallann
vegna framtalsins þessa vikuna. Frá-
dráttur, margföldun, samlagning og
deiling og allt það rugl var aldrei
sterkasta hlið Víkverja. Hann var
sem sagt ekki frádráttarbær í skóla á
sínum tíma.
x x x
Miðað við fyrstu útreikninga sýnistVíkverja sem að hann muni ekki
fá mikinn frádrátt eða glaðninga frá
skattinum í ár. Hann tekur eftir því
að einhver hluti þess sem keisarinn
tekur til sín fer í framkvæmdasjóð
aldraðra. Víkverji væri alveg til í að
halda þeim peningi eftir hjá sér, og
setja hann í staðinn í framkvæmda-
sjóð miðaldraðra Víkverja. Það er þó
ólíklegt að Víkverji fái leyfi til þess.
x x x
Michael Jackson heitinn, sem eittsinn var titlaður poppprinsinn,
hefur heldur betur fallið í verði síð-
ustu vikur eftir að heimildarmynd um
ódæði söngvarans ljóstraði upp um
nokkuð, sem þó virðist hafa verið vit-
að í fjölmörg ár. Víkverji minnist þess
að talað hafi verið um sögusagnir um
óeðli Jacksons í meira en tuttugu ár,
auk þess sem hann var að sjálfsögðu
kærður fyrir slík brot í tvígang. Það
er þó ekki fyrr en núna að útvarps-
stöðvar hafa hætt að spila lög manns-
ins, sem sum hver eru þó meðal
þekktustu verka vestrænnar popp-
tónlistar.
x x x
Víkverji hefur í kjölfarið séð allskyns umfjallanir um hvar mörkin
liggi þegar um list og listamenn er að
ræða, hvenær ásakanir á hendur
þeim verði svo ofboðslegar að nauð-
synlegt sé að sniðganga verk þeirra.
Víkverji hefur mikla samúð með þol-
endum Jacksons, og sjálfur hefur
hann aldrei verið meðal aðdáenda
„poppgoðsins“. Hann veltir aftur á
móti fyrir sér hvort allir sem nú fá þó
spilun í útvarpi, eða hafa fengið verk
sín sýnd í kvikmyndahúsum eða lista-
söfnum, kæmust í gegnum nálar-
augað. vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús segir við hann: Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið. Enginn kemur
til föðurins, nema fyrir mig
(Jóh: 14.6)
TIL LEIGU
Skipholt 31 – 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
2. og 3. hæð hússins
Stærð samtals 1.200 fm.
Virðisaukaskattslaust.
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í
sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir
netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er
við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í
síma 824-6703. Laust strax.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Húsnæðið er áberandi og vel staðsett með tengingu við Sæbraut. Á lóðinni eru 279 bílastæði sem tilheyra
öllu húsinu. Í húsnæðinu er meðal annars Málningavöruverslun Slippfélagsins og ÁTVR. Húsnæðið skiptist í
verslunarrými um 1.200 m², lager um 500 m² en þar er um 4-5 metra lofthæð og skrifstofuhúsnæði á 2. hæð
um 650 m² og 450 m². Húsnæðið er laust til afhendingar.
Mögulegt að leigja hlut húsnæðisins, 1.200 m², 600 m² eða 300 m² skv. nánara samkomulagi.
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
TIL LEIGU
Skútuvogur 2, 104 Rvk.
Gerð: Verslunar-, skrifstofu-
og lagerhúsnæði
Stærð: 2.766 m2
Allar nánari upplýsingar veitir:
Bergsveinn Ólafsson
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja-
og skipasali, löggiltur leigumiðlari
og rekstrarfræðingur
863 5868 | 534 1028
bergsveinn@jofur.is