Morgunblaðið - 14.03.2019, Blaðsíða 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir,
Krambúðir, Nettó verslanir um allt land og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík.
Natur (ókryddaður), með pipar
og þessi klassíski með provesal kryddi.
Sinneps-estragon sósa fylgir.
Tilbúin vara en má hita.
Fullkominn
skyndibiti,
hollur og
bragðgóður
Nú 3 tegundir
Heitreyktur lax
legur texti hann yfir miklum krafti,
og myndlistarmanninn Gretar
Reynisson sem er fenómen og mikill
listamaður sem lærdómsríkt er að
vinna með. Okkar vinna hefur verið
að búa til þetta veisluborð sem Jón
býður upp á. Í sýningunni fókus-
erum við á kjötið og kæliklefann
sem verður fyrir okkur einhvers
konar altari eða musteri þar sem við
komum saman og allt snýst um kjöt-
ið. Við skoðum líka hvað súper-
markaður er.“
Textinn þarf að standa eins
og átakanleg beinagrind
Hefur ekki stundum verið sagt að
neyslan sé hin nýju trúarbrögð sam-
tímans?
„Við erum eiginlega komin lengra
en það, því við erum ekki bara neyt-
endur heldur erum sjálf orðin
neysluvara. Við erum orðin selj-
endur okkar eigin ímyndar í gegn-
um samfélagsmiðlana, pólitíkina og
viðskiptalífið. Hver er mín saga,
hvaðan er ég, hvert er ég að fara og
fyrir hvað stend ég? Á ákveðinn hátt
erum við búin að markaðssetja sjálf
okkur gegnum samfélagsmiðlana.“
Talandi um samfélagsmiðla þá er
áberandi við lestur leiktextans að
persónur verksins tala eins og í
Facebook-statusum.
„Og það er einmitt mjög kraft-
mikið. Slíkt form er hins vegar mjög
vandmeðfarið og við höfum þurft að
finna út hvernig við flytjum þennan
texta. Við erum að finna tóninn þar
sem hann fær vængi. Ef leikararnir
búa til undirtexta fyrir þennan texta
eða reyna að normalísera hann þá
liggur hann flatur. Textinn þarf að
standa eins og átakanleg beinagrind
sem er jafn berstrípuð og leik-
myndin til að öðlast kraft.“
Hvað getur þú sagt mér um tilurð
verksins?
„Þau leikverk Jóns sem ég hef
komið nálægt spretta meira eða
minna alsköpuð úr höfði Seifs, sem
er auðvitað þægilegt fyrir mig sem
leikstjóra. Mig langar ekki til að
ganga hart að þessu verki drama-
túrgísk séð,“ segir Benedikt og
bendir á að Súper feli ekki í sér
dramatíska framvindu heldur sé
verkið ástandslýsing með nokkrum
bogum.
„Ég verð alltaf pínulítið hátíðleg-
ur gagnvart þessum texta því mér
finnst hann á óvenjulegan hátt bæði
merkilegur og öðruvísi – og ég vil að
þeir eiginleikar njóti sín. Þetta verk
felur í sér mikið veisluborð fyrir
áhorfendur, en ég býst alveg við að
skoðanir verði skiptar á verkinu.
Þannig var það líka með Hótel
Volkswagen sem er sú leiksýning
sem ég er hvað stoltastur af, en var
fíaskó aðsóknarlega séð enda sýn-
ingar fáar,“ segir Benedikt, en um-
rætt leikrit eftir Jón Gnarr var sett
upp 2012. „Ég hef aldrei gert jafn
kómíska sýningu og Hótel Volks-
wagen.“
Verður pláss fyrir áhorfendur?
Fyrst þú nefnir kómík þá leynir
sér ekki að texti Jóns Gnarr er
ískrandi fyndinn. Lítur þú á Súper
sem kómískt verk?
„Ég nálgast aldrei neitt eins og
kómík. Í mínum huga er brandarinn
alltaf aukaafurð. Það er varla pláss í
verkinu fyrir hlátur áhorfenda,“
segir Benedikt og tekur fram að það
sé heldur ekkert pláss í verkinu fyr-
ir tónlist. „Ég er mjög spenntur að
sjá hvort það verði pláss fyrir áhorf-
endur í þessu verki. Þurfa þeir að-
eins að verða vitni að þessu eða geta
þeir tekið þátt?“ segir Benedikt og
tekur fram að viðbrögð áhorfenda
taki alltaf ákveðið pláss í öllum
sviðsverkum.
Áttu von á því að þetta sé verk
sem muni jafnvel koma við kaunin á
áhorfendum, enda er markvisst ver-
ið að pota í sjálfsmynd Íslendinga?
„Þarna kemurðu að þvottavélinni.
Þarna er verið að orða hluti sem
hafa verið ósagðir en við getum öll
borið kennsl á. Það er undirliggj-
andi rasismi í allri góðri þjóðrækni,“
segir Benedikt og bregður síðan
fyrir sig orðræðu í anda verksins:
„Er nokkuð betra en íslenskt svína-
kjöt? Svínin drekka íslenskt vatn og
pólskir innflytjendur fóðra þau með
kínverskum matarleifum.“
Æpandi verkefni
Talandi um innflytjendur. Í upp-
færslu þinni á Húsinu í Þjóðleikhús-
inu 2017 tókstu þá ákvörðun að láta
aðkomufólkið vera innflytjendur og
í Súper er unnið markvisst með
hugmyndina um okkur Íslendinga
andspænis hinum. Upplifir þú að
það sé aðkallandi í samtímanum að
skoða þessa orðræðu og samspil?
„Þetta er æpandi verkefni. Í
framtíðinni kemur hingað flóttafólk
út af loftslagsmálum. Það verða
flóttamenn alls staðar. Og mögulega
verðum við sjálf flóttafólk ef Golf-
straumurinn breytist. Raunar erum
við sjálf upprunalega flóttamenn frá
Noregi og Írlandi. Við þurfum að
endurskoða hugmyndir okkar um
okkur og hina og líka hugmyndir
okkar um þjóðrækni sem byggist á
samspili lands, sögu og tungu. Við
þurfum að horfast í augu við það að
við þurfum að búa til nýja sögu og
opna landið okkar fyrir nýjum sög-
um. Ef við gerum það ekki erum að
brjóta grunngildi mannúðar.“
Í leikhópnum eru Arnmundur
Ernst Backman, Snæfríður Ingv-
arsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir,
Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Hall-
grímur Ólafsson, Edda Björgvins-
dóttir, Eggert Þorleifsson og Jón
Gnarr. Lá alltaf beint við að höfund-
urinn myndi sjálfur leika í verkinu?
„Ég er auðvitað einstaklega hepp-
inn með leikhópinn og gaman að
hafa í hópnum miklar kanónur í
bland við yngri kynslóð leikara. Mér
fannst mikilvægt að hafa höfundinn
sjálfan í miðju verksins. Hann pass-
ar mjög vel í hlutverk Kristjáns sem
er einhvers konar demón og æðsti-
prestur í þessu musteri. Við erum
auðvitað að leika okkur með alls
konar vísanir í það að höfundurinn
skuli vera þarna í miðjunni á þessu
hlaðborði. Svo spillir ekki fyrir
hversu þægilegur hann er í allri
samvinnu,“ segir Benedikt og tekur
fram að honum hafi fundist höfund-
urinn með nærveru sinni geta gefið
ákveðinn tón sem komi uppfærsl-
unni til góða í skoðun verksins á
mótun sjálfsins.
Við erum hverfult efni
„Við erum svo hugrænar verur
eða hverfull andi og erum sífellt á
valdi alls kyns hugmynda og sagna
um okkur sjálf, hvort sem snýr að
trúarbrögðum, þjóðerni, kynþætti,
kyni og ýmsum hlutverkum sem við
erum sett í. Við erum þannig stöð-
ugt að búa til sögur um hver við er-
um. Hugmyndin um að við getum
breyst ef við bara kaupum bara ein-
hverja nýja hugmynd er ótrúlegt
fyrirbæri. Við stöndum frammi fyrir
því sem samfélag að þurfa að gera
það. Franska byltingin er gott
dæmi, en þar skiptum við um
grundvallarhugmynd um það hvað-
an valdið kæmi. Nú þurfum við að
„Við erum seljendur
eigin ímyndar“
Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Súper eftir Jón Gnarr
KRISTJÁN:
Ég heiti Kristján. Það er íslenskt nafn. Ég hef unnið hér í mörg ár. Ég er
Íslendingur. Ég er eini Íslendingurinn sem vinnur hérna. Íslendingar fást
ekki lengur til að vinna í matvöruverslunum. Útlendingar eru gott fólk,
sérstaklega Pólverjar. Mjög duglegir. Við bjóðum upp á vandaðar íslensk-
ar matvörur. Kjúklingarnir eru íslenskir kjúklingar. Grísakóteletturnar eru
af íslenskum grísum, sem fæddust í faðmi íslenskrar náttúru. Allt svína-
kjöt kemur frá Íslandssvínum.
AGNIEZKA:
Hjónin sem reka svínabúið eru íslensk. Hann kemur úr Hrunamanna-
hreppi en hún er að norðan. Þau eiga tvö eða þrjú íslensk börn, strák og
stelpu. Strákurinn heitir Jón en stelpan Guðrún. Það eru íslensk nöfn.
KRISTJÁN:
Það vinna engir Íslendingar á svínabúinu. Það eru engir Íslendingar þar
nema svínin.
AGNIEZKA:
Maðurinn minn, Stanislaw, vinnur á svínabúinu.
ELÍN:
Ef hann heitir Stanislaw þá er hann ekki Íslendingur. Stanislaw er ekki
íslenskt nafn. Steindór er íslenskt nafn.
AGNIEZKA:
Stanislaw er íslenskur. En hann talar ekki góða íslensku. Hann er byrjaður
að fara á íslenskunámskeið á bókasafninu í Reykjanesbæ.
GUÐRÚN:
Reykjanesbær er íslenskt nafn. Ég veit samt ekki alveg hvaða bær það er.
Kannski eru það margir bæir.
„Ég er Íslendingur“
TEXTABROT ÚR SÚPER – ÞAR SEM KJÖT SNÝST UM FÓLK
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Mín síðasta skilgreining á þessu
verki er að þetta er þvottavél þar
sem saman eru þeyttar hugmyndir,
skoðanir og ímyndunarleikur,“ segir
Benedikt Erlingsson, leikstjóri leik-
ritsins Súper –
þar sem kjöt
snýst um fólk eft-
ir Jón Gnarr sem
frumsýnt verður í
Kassanum í Þjóð-
leikhúsinu á laug-
ardag. Áður en
viðtalið hófst
fékk blaðamaður
að líta á leik-
myndina, en leik-
rýmið í Kass-
anum er þakið blæðandi marmara-
flísum þar sem frystikista full af
kjöti trónir fyrir miðju sviði, en allt
er umlukið þykku plasti.
Hvað getur þú sagt mér um leik-
myndina og sjónræna nálgun list-
rænna höfunda?
„Ég er bara milliliður. Hér leiðum
við saman tvo mjög sérstaka og
stóra listamenn; Jón Gnarr sem mér
finnst vera áhugaverðasta leikskáld
samtíðarinnar, enda býr óvenju-
Benedikt
Erlingsson