Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 60

Morgunblaðið - 14.03.2019, Side 60
60 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MARS 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í Silfurbergi í Hörpu í gær- kvöld og voru það GDRN, Víkingur Heiðar, Auður, Karl Olgeirsson, Valdimar, Jónas Sig. og JóiPé og Króli sem hlutu flest verðlaun fyrir tónlistarárið 2018 en Jón Ásgeirsson hlaut sérstök heiðursverðlaun. Alls voru veitt 38 verðlaun en ein þeirra voru afhent í fyrradag, verð- laun fyrir plötuumslag ársins, í þættinum Menningunni á RÚV og hlaut þau Ámundi Sigurðsson hönn- uður og Jónatan Grétarsson ljós- myndari fyrir umslag plötu Jónasar Sig., Milda hjartað. Frábær byrjun GDRN er listamannsnafn tónlist- arkonunnar Guðrúnar Ýrar Eyfjörð Jóhannesdóttur sem kvað sér hljóðs í fyrra með plötunni Hvað ef. GDRN kom, sá og sigraði í gærkvöldi. Hún hlaut verðlaun fyrir poppplötu árs- ins, popplag ársins („Lætur mig“ sem hún syngur með rapparanum Flóna og samdi með ra:tio), verðlaun sem söngkona ársins í flokki popp-, rokk-, raf- og hiphoptónlistar og fyr- ir myndband ársins, við fyrrnefnt „Lætur mig“ sem Ágúst Elí Ásgeirs- son leikstýrði. Vinur Guðrúnar og samstarfs- maður, Auðunn Lúthersson, sem gengur undir listamannsnafninu Auður, hlaut tvenn verðlaun en hann hlaut flestar tilnefningar í ár eða átta alls. Breiðskífa hans Afsakanir var valin plata ársins í raftónlistar- flokki og Auður var svo valinn laga- höfundur ársins 2018. Í rappinu var það tvíeykið JóiPé & Króli sem hlaut verðlaun fyrir plötu ársins, Afsakið hlé og einnig fyrir rapplag ársins, „Í átt að tunglinu“. Víkingur og Valdimar með tvenn verðlaun Í flokki sígildrar og samtíma- tónlistar hlaut píanóleikarinn Vík- ingur Heiðar Ólafsson verðlaun fyrir plötu ársins, hljóðritanir á píanó- verkum eftir J.S. Bach og hann var einnig valinn tónlistarflytjandi árs- ins, Oddur Arnþór Jónsson söngvari ársins og söngkona ársins Hallveig Rúnarsdóttir. Þótti óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason, í uppsetn- ingu Íslensku óperunnar, vera tón- listarviðburður ársins í sama flokki. Af öðrum verðlaunum má nefna að í flokki popp- og rokktónlistar átti hljómsveitin Valdimar rokkplötu ársins, Sitt sýnist hverjum og Valdi- mar Guðmundsson var valinn söngv- ari ársins. Gyða Valtýsdóttir átti plötu ársins í opnum flokki, Evolut- ion og Ómar Guðjónsson hlaut verð- laun fyrir bestu upptökustjórn á plötunni Milda hjartað. Í flokki djass- og blústónlistar var það Karl Olgeirsson sem hlaut tvenn verðlaun, fyrir djassplötu ársins, Mitt bláa hjarta, og sem lagahöfund- ur ársins. Tónleikaraðir Jazzklúbbs- ins Múlans voru kosnar tónlistar- viðburðir ársins 2018 . Það var svo mennta- og menningarmálaráð- herra, Lilja Alfreðsdóttir, sem af- henti Jóni Ásgeirssyni heiðursverð- laun Samtóns, samtakanna sem standa að verðlaununum. Eftirfarandi er listi yfir alla verð- launahafa Íslensku tónlistarverð- launanna fyrir árið 2018. Rokk, popp, raftónlist, rapp og hiphopp Plata ársins – Popp GDRN – Hvað ef Plata ársins – Rokk Valdimar – Sitt sýnist hverjum Plata ársins – Rapp/Hiphop JóiPé & Króli – Afsakið hlé Plata ársins – Raftónlist Auður – Afsakanir Lag ársins – Popp GDRN – „Lætur mig“ Lag ársins – Rokk Benny Crespo’s Gang – „Another Little Storm“ Lag ársins – Rapp/Hiphop JóiPé & Króli – „Í átt að tunglinu“ Lagahöfundur ársins Auðunn Lúthersson (Auður) Textahöfundur ársins Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló) Söngkona ársins Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir (GDRN) Söngvari ársins Valdimar Guðmundsson Tónlistarviðburður ársins Aldrei fór ég suður Tónlistarflytjandi ársins Hatari Bjartasta von Rásar 2 og Íslensku tónlistarverðlaunanna Bríet Tónlistarmyndband ársins 2018 – Albumm.is og Íslensku tónlistar- verðlaunin GDRN – „Lætur mig“ með Flóna og ra:tio. Leikstjóri: Ágúst Elí Opinn Flokkur / Þjóðlagatónlist / Kvikmynda- og leikhústónlist Útgáfa ársins – Kvikmynda- og leikhústónlist Davíð Þór Jónsson – Kona fer í stríð Plata ársins – Opinn flokkur Gyða Valtýsdóttir – Evolution Plata ársins – Þjóðlagatónlist Umbra – Sólhvörf Lag/tónverk ársins Arnór Dan, „Stone by stone“ Plötuumslag ársins Jónas Sig. – Milda hjartað Hönnun: Ámundi Sigurðsson Ljósmyndir: Jónatan Grétarsson Upptökustjórn ársins Ómar Guðjónsson fyrir Milda hjartað – Jónas Sig. Sígild og samtímatónlist Plata ársins Johann Sebastian Bach – Víkingur Heiðar Ólafsson Tónverk ársins Spectra – Anna Þorvalds Tónlistarflytjandi ársins – einstaklingar Víkingur Heiðar Ólafsson Tónlistarflytjandi ársins – hópar Strokkvartettinn Siggi Söngvari ársins Oddur Arnþór Jónsson Söngkona ársins Hallveig Rúnarsdóttir Tónlistarviðburður ársins – Tónleikar Brothers eftir Daníel Bjarnason – Íslenska óperan, Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt einsöngvurum og kór Íslensku óperunnar Tónlistarhátíð ársins – hátíðir Óperudagar í Reykjavík Bjartasta vonin Björk Níelsdóttir Djass og blús Plata ársins Karl Olgeirsson – Mitt bláa hjarta Tónverk ársins Bugða – Agnar Már Magnússon Lagahöfundur ársins Karl Olgeirsson Tónlistarflytjandi ársins – Einstaklingar Kjartan Valdemarsson Tónlistarflytjandi ársins – Hópar Stórsveit Reykjavíkur Tónlistarviðburðir ársins Tónleikaraðir Jazzklúbbsins Múlans Bjartasta vonin Daníel Helgason Heiðursverðlaun og sérstök verðlaun Samtóns og Ístóns Jón Ásgeirsson. GDRN hlaut flest verðlaun Morgunblaðið/Eggert Fengsæl GDRN sést hér taka við einum af fernum verðlaunum, sem söngkona ársins, í Hörpu í gærkvöldi.  Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í gær  38 verðlaun  Hatari og Víkingur Heiðar tónlistarflytjendur ársins 2018  Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, GDRN, hlaut fern verðlaun Heiðursverðlaunahafi Íslensku tón- listarverðlaunanna 2018 er tón- skáldið Jón Ásgeirsson. Þótt Jón hafi á langri ævi verið afkastamikið tónskáld og sé einna þekktastur fyrir söngtónlist sína; sönglög, kór- verk og óperur, var hann jafnframt kennari og höfundur kennslubóka í tónlist. Hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, án hans fram- lags væri það án efa snauðara. Spurður hvort heiðursverðlaunin hafi komið honum á óvart segist hann einfaldlega ekkert hafa verið að spekúlera í hvort hann, níræður maðurinn, fengi þau eða einhver annar – eða yfirhöfuð þessum verð- launum. „Ég tek heiðursverðlaununum með þökkum og gleðst yfir því að einhver njóti þess sem maður hefur verið að gera. Það tel ég einhvers virði, ekkert annað,“ segir Jón. Fjölbreyttar tónsmíðar Í kynningu á heiðursverðlauna- hafanum á verðlaunaafhending- unni í gær var farið yfir feril Jóns og talin upp helstu verk hans; kammerverk fyrir mismunandi hljóðfæraleikara, sex konsertar fyrir ýmis hljóðfæri, síðast flautu- konsert, sem var frumfluttur á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands í ársbyrjun. Óperur hans voru upptaldar, t.d. Þrymskviða, fyrsta óperan sem sett var á svið eftir ís- lenskt tónskáld og frumflutt í Þjóð- leikhúsinu árið 1974. „Galdra- Loftur var frumsýndur í Íslensku óperunni árið 1996 og tvær aðrar óperur bíða flutnings. Þá samdi Jón ballettinn Blindisleik sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu árið 1979,“ kom fram í kynningu og jafnframt að Jón væri manna kunnastur ís- lenskum þjóðlögum, sem hann hefði gert sér mat úr í fjölmörgum verka sinna. Sjálfur minnist Jón á Blindisleik þegar hann er beðinn um að nefna nokkur verka sinna, sem honum finnst helst standa upp úr. „Heils- kvölds-ballett,“ segir hann af því að verkið er svo langt í flutningi. „Það tók mig tíu ár að semja og útsetja ný lög við alla fimmtíu Passíusálm- ana, eitt og eitt lag í einu,“ rifjar Jón upp. Í kynningunni eru m.a. eftirfar- andi upplýsingar um lífsstarf Jóns: „Einsöngslög Jóns eru um 90 tals- ins. Hæst ber lög hans við ljóð Hall- dórs Laxness: „Maístjörnuna“, „Hjá lygnri móðu“ og „Vor hinsti dag- ur“, þá má nefna sönglagaflokkinn „Svartálfadans“ við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar og hvert mannsbarn á Íslandi þekkir kórlag hans við vísur Vatnsenda-Rósu: „Augun mín og augun þín“. Á með- al stærri kórverka Jóns eru „Tím- inn og vatnið“ við ljóð Steins Stein- ars og „Á þessari rímlausu skeggöld“ við samnefnt kvæði Jó- hannesar úr Kötlum.“ Hlustar mikið á tónlist Jón segist hvorki semja tónlist lengur né spila á píanó. „Ég hlusta mikið á tónlist í sjónvarpinu, en út- varpinu þó aðallega, því eftir að ég missti sjónina pirrar það mig að sjá ekki neitt á skjánum. Síðan hef ég ekki snert píanóið því ég ákvað að vera ekkert að fikta til þess að valda sjálfum mér ekki vonbrigðum yfir að geta ekki spilað þetta eða hitt,“ segir Jón. Í og með vegna sjónleysisins segist hann ekki hafa treyst sér til að halda ræðu um leið og hann þakkaði fyrir heiðurs- verðlaunin í gær. vjon@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Heiðursverðlaunahafi Jón Ásgeirsson tónskáld tekur hér við verðlaununum úr hendi Lilju Alfreðsdóttur. „Gleðst yfir því að einhver njóti“  Jón Ásgeirsson hlaut heiðursverðlaun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.