Morgunblaðið - 20.03.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.03.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pronto bolli og undirskál Verð 3.780 kr. Veður víða um heim 19.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Hólar í Dýrafirði 3 snjókoma Akureyri 5 skýjað Egilsstaðir 4 léttskýjað Vatnsskarðshólar 4 slydduél Nuuk -13 snjóél Þórshöfn 6 skýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 5 heiðskírt Stokkhólmur 3 léttskýjað Helsinki 2 rigning Lúxemborg 9 heiðskírt Brussel 10 alskýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 10 skúrir London 11 súld París 12 heiðskírt Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 8 léttskýjað Berlín 7 léttskýjað Vín 7 heiðskírt Moskva 4 rigning Algarve 18 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 16 léttskýjað Winnipeg -2 þoka Montreal -2 léttskýjað New York 6 skýstrókar Chicago 6 léttskýjað Orlando 15 rigning  20. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:29 19:43 ÍSAFJÖRÐUR 7:34 19:48 SIGLUFJÖRÐUR 7:17 19:31 DJÚPIVOGUR 6:59 19:12 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag Suðvestan 18-23 m/s NV-til og an- nesjum NA-til en lægir með morgninum. Á föstudag Suðlæg átt, 3-8 og dálítil él, en þurrt að kalla á N-landi. Gengur í vestan 8-15 með éljum V-til. 15-23 með snjóéljum. Hægari og þurrt að kalla NA-til. Kólnandi, hiti kringum frostmark. Gengur í suðvestan 18-25 m/s NV-til á landinu seint í kvöld. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hjartaaðgerð sem Rósa Poulsen, bóndi í Biskupstungum, þarf að gangast undir á Landspítalanum hefur verið frestað þrisvar á rúmum mánuði. Fyrst var skurðlæknirinn veikur, í annað skipti þurfti hann að gera stóra aðgerð til að bjarga sjúk- lingi sem var í lífsháska og í þriðja skiptið var ekkert pláss á gjörgæslu- deildinni og aðgerðir felldar niður. Rósa segir að þetta hafi tekið á sig ekki síður en starfsfólk spítalans sem hefur ítrekað þurft að snúa henni við eða senda hana heim. Kvíðinn sótti að Fyrst átti að gera aðgerðina fyrir um þremur vikum. Rósa fór í mörg undirbúningsviðtöl og blóðprufur tveimur dögum fyrir aðgerðardag. Daginn fyrir aðgerðina var hringt frá Landspítalanum og Rósu til- kynnt að henni þyrfti að fresta vegna veikinda hjartaskurðlæknis- ins. Rósa sagði að þá hefði sótt að sér mikill kvíði sem hún hefði ekki áður kynnst. „Ég er bjartsýnismanneskja að eðlisfari. Mér varð flökurt við kvíða- köstin, alltaf flökurt, var orkulaus og lystarlaus. Þetta var erfiðast fyrst. Ég hef lýst því eins og ég sé ófrísk þegar flökurleikaköstin koma. Í hvert skipti sem einhver fer að spyrja um aðgerðina eða tala um að- gerðina þá verður mér flökurt,“ sagði Rósa. „Mér fannst konan sem hringdi frá spítalanum vera miður sín yfir því að þurfa að afboða að- gerðina. Ég gat ekki annað en hugs- að til starfsfólksins á spítalanum ef það þarf að gera þetta aftur og aftur, að afboða fólk í aðgerðir. Mér skilst að vandamálið sé að gjörgæsludeild- in sé ekki nógu stór. Þegar kemur manneskja í lífshættu þá tekur hún rúmið mitt á gjörgæslunni.“ Samúð með starfsfólkinu Hún kom á spítalann snemma í síðustu viku þegar aftur átti að gera aðgerðina. Það var búið að undirbúa Rósu og taka blóðprufur. Hún sagði að sér hefði verið flökurt alla leiðina til borgarinnar á leið í blóðpruf- urnar. Um leið og hún kom á biðstof- una hvarf kvíðinn. Hún var lögð inn og undirbúin fyrir aðgerðina. Rósa sagðist hafa verið alveg tilbúin að fara í aðgerðina. „Þá kom ekki hjartalæknirinn. Hjúkrunarfræðingurinn var orðinn vandræðalegur og sagði að læknir- inn væri alveg að koma,“ sagði Rósa. „Loks kom læknirinn og sagðist því miður ekki geta gert aðgerðina þá því hann væri að koma úr annarri stórri aðgerð. Ég fann hvað honum leið illa yfir þessu. Hann sagði mér að það hefði samt komið manneskja í rúmið mitt. Þetta var rosalega erfitt fyrir mig og ég held að það sé líka erfitt fyrir starfsfólk spítalans og hlýtur að slíta því. Ég hef mikla samúð með því. Ég er ekki í lífs- hættu og það verður alltaf að ganga fyrir að bjarga mannslífum. En þetta kemur hjá mér.“ Hjartaaðgerðir felldar niður Enn átti að gera aðgerðina í gær. Rósa ætlaði í blóðprufu á mánudag- inn var en sagðist ekki hafa verið komin út úr sveitinni þegar hringt var frá Landspítalanum og sagt að fella hefði þurft niður hjartaaðgerðir í þessari viku. Rósa býr austur í Biskupstungum og sonur hennar hefur ekið henni því Rósa keyrir ekki í Reykjavík. „Þetta var rosalega erfitt fyrir okkur öll af því að ég var tilbúin. Það er ekki bara ég heldur er öll fjölskyldan eins og hengd upp á þráð þangað til þetta er búið. Hún reynir á þessi bið. Um leið og aðgerðin er búin snýst þetta við,“ sagði Rósa. Hún kvaðst hafa fundið aðferð til að glíma við kvíðann og bægja honum frá. „Ég læt mig dreyma um það þeg- ar ég kem heim eftir aðgerðina. Þá koma allir til mín og ég ætla að eiga góðar kökur að bjóða þeim. Það hjálpar mér að fara í þennan pakka og hugsa um þetta.“ Aðgerðinni frestað aftur og aftur Morgunblaðið/KHK Bíður og bíður Rósa Poulsen (t.h.) ásamt Agnesi dóttur sinni. Rósa segir að öll fjölskyldan sé sem hengd upp á þráð þar til hjartaaðgerðin er að baki.  Rósa Poulsen hefur þrisvar verið boðuð í hjartaaðgerð sem alltaf er frestað  Biðin og kvíðinn taka á  Hefur samúð með starfsfólki Landspítalans  Hugsar um þegar aðgerðin er að baki Rósa Poulsen, fullu nafni Guð- rún Sigurrós Poulsen, er bóndi í Biskupstungum, fædd 1953. Hún er með meðfæddan hjarta- galla. Hann uppgötvaðist í kjöl- far þess að hún fékk lungna- bólgu fyrir tveimur árum. Hún hafði verið með háþrýsting í lungum og fjölskyldusögu um hjartatengda sjúkdóma. Rósa varð að hætta að vinna enda með talsvert mikið skert and- rými. Hún var send í hjarta- þræðingu og þá sást að það var opið á milli hjartahólfa. „Það var einstök heppni að þetta fannst. Það þarf að loka gatinu og vegna þess hvað það er stórt er ekki hægt að gera það í gegnum æð. Svo þarf að hnika til lungnaæð. Ég er því að bíða eftir opinni hjartaaðgerð. Lungun virðast ekki hafa skemmst og mér eru gefnar vonir um að ég verði alveg heil takist aðgerðin vel. Ég fái fullan bata og verði betri en ég hef verið.“ Meðfæddur hjartagalli BÓNDINN RÓSA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá mótmælendur sem hlýddu ekki fyrirmælum um að víkja frá inngöngum Alþingishúss- ins í gær. 20 til 30 mótmælendur í samtökunum No Borders trufluðu aðgang að Alþingishúsinu nokkru fyrir þingfund sem hófst 13.30. Mbl.is greindi frá því í gær að a.m.k. tveir þeirra sem handteknir voru eftir að þeir hlýddu ekki fyr- irmælum lögreglu hefðu verið Ís- lendingar. Milli 10 og 15 lög- reglumenn tóku þátt í aðgerðinni við Alþingishúsið. Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, trufluðu mótmælin ekki störf þingsins. Mót- mælendunum þremur var sleppt síðdegis í gær. ge@mbl.is No Borders trufluðu aðgengi að Alþingishúsinu Þrír mót- mælendur handteknir Morgunblaðið/Eggert Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú innbrot í spilakassa sem átti sér stað nýlega á veitingastað í umdæminu. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá embættinu. Um er að ræða þrettán spilakassa sem voru skemmdir, með því að spenna þá upp, og tæmdir. Í tilkynningu lögreglunnar kem- ur fram að ætla megi að sex til átta milljónir króna hafi verið saman- lagt í þeim. Tekið er fram að ekki sé unnt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu. Stálu 6-8 milljónum úr spilakössum Morgunblaðið/Sverrir Spilakassar Alls voru 13 kassar tæmdir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.