Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
Verið velkomin
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
20%
afsláttur
kynningardagana
NÁTTÚRULEGT ÚTLIT ALLAN DAGINN
FYRIR HÚÐINA ÞÍNA
NÝTT
L’ESSENTIEL
NÝI ANDLITSFARÐINN
Kynning
í Snyrtivöruversluninni
Glæsibæ 20.-22. mars
Við kynnum til leiks nýjan farða
frá Guerlain.
Guerlain-sérfræðingur verður á
staðnum og aðstoðar þig við að finna
þinn fullkomna lit.
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti í
gær að taka jákvætt í erindi félags-
málaráðuneytisins um að taka á
móti flóttafólki
síðar á þessu ári.
Um er að ræða
allt að tíu ein-
staklinga, hin-
segin flóttafólk
frá Úganda, sem
er í flótta-
mannabúðum í
Kenía.
Gunnar Ein-
arsson bæjar-
stjóri segir að þetta sé krefjandi
verkefni og í því felist ákveðin sam-
félagsleg ábyrgð sem sveitarfélögin
þurfi að sýna. Hann segir að Garða-
bær muni standa vel að þessu verk-
efni en sveitarfélagið hefur ekki áð-
ur tekið við hópi flóttafólks.
Á fundi bæjarráðs í gærmorgun
var bæjarstjóra falið að undirbúa
málið sem m.a. felst í að gera
samning milli Garðabæjar og fé-
lagsmálaráðuneytisins um nauðsyn-
lega þjónustu og aðstoð við flótta-
fólkið.
Verkefnastjóri ráðinn
Einnig þarf að ráða verkefna-
stjóra sem hefur umsjón með mót-
töku flóttafólksins og er tengiliður
við bæði ráðuneyti og Rauða kross
Íslands sem aðstoðar með ýmis
mál.
Til að geta tekið á móti flótta-
fólkinu þarf að útvega því húsnæði í
bænum og verður það með fyrstu
verkefnum sem þarf að leysa, segir
í frétt frá bænum.
Þar kemur fram að á síðasta ári
hafi á fundi ríkisstjórnarinnar verið
samþykkt að bjóða allt að 75 ein-
staklingum, sem hafa stöðu flótta-
fólks samkvæmt Flóttamannastofn-
um Sameinuðu þjóðanna, til Íslands
á árinu 2019. Ríkisstjórnin ákvað að
taka annars vegar á móti hinsegin
flóttafólki sem er í Kenía og hins
vegar sýrlensku fólki sem er í Líb-
anon.
Erindi félagsmálaráðuneytisins
um móttöku flóttafólks var einnig
vísað til umfjöllunar fjölskylduráðs
Garðabæjar þar sem einnig verður
fjallað um nýlega skýrslu félags-
málaráðuneytisins um samræmda
móttöku flóttafólks. aij@mbl.is
Hópur flóttamanna í
Garðabæ síðar á árinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabær Sveitarfélagið tekur við hópi flóttafólks í fyrsta skipti og er undirbúningur hafinn.
Ákveðin samfélagsleg ábyrgð, segir bæjarstjórinn
Gunnar
Einarsson
Guðrún Erlingsdóttir
Hallur Már Hallsson
Miðbæjarfélagið í Reykjavík boðaði
til blaðamannafundar á Sólon við
Bankastræti í hádeginu í gær. Á
fundinum voru kynntar niðurstöður
könnunar sem Miðbæjarfélagið lét
gera og lagður var fram undir-
skriftalisti verslunareigenda við
Laugaveg, Bankastræti, Skóla-
vörðustíg og næsta nágrenni.
239 rekstraraðilar hafa skrifað
undir mótmæli vegna áforma borg-
aryfirvalda að loka fyrir akstur bif-
reiða á Laugavegi, Bankastræti og
Skólavörðustíg.
Ekki eru allir rekstraraðilar á
sama máli. Átta hafa lýst sig hlynnta
lokun, níu taka ekki afstöðu og ekki
hefur náðst í 22.
Í frétt mbl Sjónvarps sem birt var
eftir fundinn í gær má sjá og heyra
að mikill hiti var í fundarmönnum.
Neikvæð umræða skemmir
Auðunn Gísli Pálmason, sem rekið
hefur Skartgripaverslunina Fríðu í
fjögur ár og er fyrir ofan lokun sagð-
ist ekki hafa mótað sér skoðun á því
hvort lokanir fyrir bílaumferð væru
góðar eða vondar. En taldi fram-
kvæmd könnunarinnar ábótavant og
niðurstöðurnar fengnar á persónu-
legum nótum frekar en faglegum.
Auðunn Gísli sagðist vera mjög
ánægður með rekstur verslunar í
miðbænum og svo væri um fleiri. Það
væri mikilvægt að slíkt kæmi fram
þar sem neikvæð umræða skemmdi
fyrir verslun í miðbænum.
Gunnar Gunnarsson íbúi í mið-
bænum sagði í samtali við mbl Sjón-
varp að mótmæli íbúa væru vegna
væntumþykju og það þyrfti engin
geimvísindi til að sjá að heft aðgengi
drægi úr komum viðskiptavina.
Í fréttatilkynningu sem Miðbæj-
arfélagið í Reykjavík sendi frá sér
kemur fram að ýmis rótgróin fyrir-
tæki hafi horfið á braut úr miðbæn-
um og fleiri séu að hugsa sér til
hreyfings. 101 Optik, Herrahúsið,
María Lovísa Design, Pipar og salt,
Timberland, Bernhard Laxdal og
Kúnígúnd eru meðal þeirra fyrir-
tækja sem flutt hafa úr miðbænum.
Tekið er fram í fréttatilkynningu að
Gullkistan sé eitt af þeim fyrirtækj-
um sem líði fyrir götulokanir en
fyrirtækið eigi 147 ára samfellda
verslunarsögu. Sama megi segja um
Eymundsson með 140 ára sögu,
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar með
100 ára verslunarsögu og fjölda ann-
arra fyrirtækja.
Kaupmenn ráði lokunum
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi
sem sat fundinn, sagði að tillaga um
lausn á málinu hefði komið í lok
fundar. Lausnin væri að taka málið
úr pólitísku ferli og leyfa kaupmönn-
um sjálfum að ráða hvenær verslun-
argötur í miðbænum væru opnar
fyrir bílaumferð og hvenær ekki.
Bolli Ófeigsson gullsmíðameistari
rekur tvær verslanir og gallerí í mið-
bænum. Hann sér ekki fram á að
rekstur þeirra gangi ef ekki verði
hætt við götulokanirnar og lærir því
rafvirkjun ef allt fer á versta veg.
Hiti á fundi í Miðbæjarfélaginu
239 rekstraraðilar mótmæla lokun Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs fyrir bílaumferð
Framkvæmd könnunar gagnrýnd Gullkistan með 147 ára verslunarsögu og Brynja 100 ára sögu
Morgunblaðið/Eggert
Hiti Hörð skoðanaskipti um lokanir gatna fóru fram á blaðamannafundi Miðbæjarfélagins í Reykjavík á Sóloni í gær.