Morgunblaðið - 20.03.2019, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
TISSOTWATCHES .COM
TISSOT, INNOVATORS BY TRADITION
#ThisIsYourTime
SKARTGRIPIR&ÚR
SÍÐAN 1923
TISSOT seastar 1000
chronograph.
WATER RESISTANCE UP TO 30 BAR
(300 M / 1000 FT).
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Við þurfum fleira fólk íiðngreinarnar, þar semduglegu og hæfileika-ríku fólki bjóðast mörg
frábær tækifæri til náms og
starfa. Vissulega er iðnnemum að
fjölga en slíkt mun ekki gerast að
neinu marki fyrr en konur koma
þarna inn til jafns við karlana,“
segir Þóra Björk Samúelsdóttir,
formaður Félags fagkvenna.
Iðnnám var tebollinn
Aðild að Félagi fagkvenna
eiga 45 konur, sem eru ýmist
nemar, eða hafa lokið sveins- eða
meistaranámi í iðngreinum þar
sem karlar hafa verið ráðandi til
þessa. Þessi fög eru raf- og raf-
eindavirkjun, málaraiðn, múrara-
iðn, húsa- og húsgangasmíði,
blikksmíði, bílasprautun, bifvéla-
virkjun, vélstjórn, pípulagnir, skó-
smíði og skrúðgarðyrkja. Konur í
félaginu vöktu athygli á sér og
sínu á iðnnámskynningunni Mín
framtíð 2019 sem haldin var í
Laugardagshöll um síðustu helgi.
„Nei, ég held að enginn sé að
kippa sér upp við að konur taki
sveinspróf í sinni iðngrein. Að
tala um sveina í þessu samhengi
er hins vegar karllægt orðalag
sem við erum ekki að setja fyrir
okkur,“ segir Þóra sem fór í
framhaldsnám sitt með nokkuð
hefðbundnum hætti. Brautskráð-
ist með stúdentspróf og innritað-
ist í náttúru- og umhverfisfræði
við Landbúnaðarháskóla Íslands,
þar sem hún fann sig ekki og
hætti. Sneri þá aftur vestur á firði
og hafði þá fundið að iðnám væri
hennar tebolli.
„Pípulagnir, húsasmíði eða
rafvirkjun; þetta kom allt til álita.
En ég var svo stálheppin að fá
tækifæri hjá Rafskauti á Ísafirði
og var hent beint í djúpu laugina.
Vann meðal annars við að setja
upp stýringar, ljós og annan raf-
búnað í Bolungarvíkurgöngunum
sem var mjög góð reynsla,“ segir
Þóra.
Meistari fyrir
sjálfstæðan rekstur
„Svo fór ég í rafvirkjun í
Tækniskólanum, tók sveinsprófið
og vildi í kjölfarið ná í meistara-
réttindin líka, með það fyrir aug-
um að geta farið út í sjálfstæðan
rekstur. Skellti mér síðan í Há-
skólann í Reykjavík til að læra
rafmagnstæknifræði og því námi
lauk ég árið 2015. Ég fékk meist-
arabréfið eftir að hafa lokið námi í
tæknifræðinni. Ég starfa í dag hjá
verkfræðistofunni Eflu við raf-
lagna- og lýsingahönnun. En ég
leyni því ekkert að mér finnst
ljómandi gaman að vera á verk-
stað með skrúfjárnið eða önnur
verkfæri við að tengja og setja
upp búnað. Það voru góðir tímar,“
segir Þóra sem lýsir starfi sínu
hjá Eflu sem fjölbreyttu og
áhugaverðu. Núna séu að koma
fram ýmsar nýjungar í tækni og
hönnun í raflögnum og lýsingu.
Led-ljósin eru orðin allsráðandi.
Þá séu flestar teikningar nú í þrí-
vídd sem hafi breytt vinnunni
mikið.
Staðalímyndir víki
Starf Félags fagkvenna hefur
að sögn Þóru meðal annars falist í
því að heimsækja 1.-4. bekk
grunnskólans og kynna þeim
möguleika í iðnnámi.
„Já, þó krakkarnir séu aðeins
6-10 ára þegar við heimsækjum
þau síast allt inn í vitund þeirra.
Mikilvægast er að ryðja úr vegi
staðalímyndum um að þetta starf
hæfi konum og annað körlum.
Tímarnir breytast og fólkið með,“
segir Þóra Björk Samúelsdóttir að
síðustu.
Konum í iðngreinum þarf að fjölga
Iðngreinarnar eru fyrir
alla! Fagkonur í iðnaði
vekja athygli á störfum
sínum. Smíði, rafmagn,
bílgreinar og skrúðgarð-
yrkja. Þóra fór stálheppin
í djúpu laugina.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rafmagn Gaman að vera á verkstað með skrúfjárnið við að tengja og setja upp búnað, segir Þóra Björk í viðtalinu.
„Nám og störf í iðnaði eru frábær kostur fyrir konur. Ég
hef alltaf haft áhuga á hönnun og myndlist og vil hafa
fallega hluti í kringum mig. Að fara í smíðina blasti því
eiginlega við þegar ég fór að velta hlutunum fyrir mér,
segir Heiður Stefánsdóttir húsgagnasmiður. Grunn-
nám við Tækniskólann hóf hún árið 2013 og fór svo
seinna á samningi í fagi sínu og lauk sveinsprófi. Síð-
astliðin þrjú og hálft ár hefur hún starfað hjá HBH
byggir trésmíðaverkstæði við Skógarhlíð í Reykjavík.
„Verkefnin eru mjög fjölbreytt og það líkar mér vel.
Hér erum við mest í innréttingasmíði, svo sem fyrir
eldhús og bað, og einnig bókaskápum. Sérsmíði er stór
hluti af okkar verkefnum, oftast erum við að fást við
eitthvað nýtt í hveri viku sem mér finnst mikil kostur, “
segir Heiður sem er í Félagi fagkvenna og finnst þátt-
taka í starfinu mikilvæg.
„Okkur telst svo til að um 50 konur hafi lært hús-
gangasmíði en 650 karlar, og þeir eru því allsráðandi í
greininni. Þó er þetta smíði sem hentar konum alveg
jafn vel og körlum og því vil ég breyta. Heimurinn
þróast ekki í jákvæða átt nema við leggjum okkur öll
fram við þá smíði,“ segir Heiður sem stefnir á að ljúka
meistaraprófi í fagi sínu nú í vor.
Sérsmíði og fjölbreytni
eru mikill kostur í starfi
50 KONUR Á MÓTI 650 KÖRLUM HAFA LÆRT HÚSGAGNASMÍÐI
Smiður Heiður við störf á verkstæði HBH byggir í gær.
Hrundið hefur verið af stað verkefn-
inu Betri Garðabær þar sem Garð-
bæingar og aðrir geta lagt fram
hugmyndir að smærri framkvæmd-
um sem þeir vilja í bænum. Hug-
myndasöfnun hófst í lok síðustu
viku og stendur yfir til 1. apríl nk.
Þegar eru komnar í sarpinn yfir 60
hugmyndir sem má sjá á vefsetrinu
gardabaer.is. Engin takmörk eru á
fjölda hugmynda sem hver og einn
getur sett inn á vefinn og deilt svo
áfram á samfélagsmiðlum. Þannig
getur skapast stemning og umræða
um hugmyndir og aðrir geta sett
inn rök með eða á móti hugmynd.
100 millj. kr. í verkefnið
Óskað er eftir fjölbreyttum og
góðum hugmyndum til að kjósa um
í íbúakosningu. Hugmyndirnar geta
verið meðal annars framkvæmdir
sem geta eflt möguleika til útivistar
og samveru, bætt lýðheilsu og að-
stöðu til leikja- og skemmtunar.
Verkefnið hófst með hugmyndasöfn-
uninni og mun framkvæmdum ljúka
að hausti 2020. Gert er ráð fyrir
100 milljónum króna til verkefnis-
ins.
Garðabær verður allur eitt svæði í
hugmyndasöfnun og kosningu en
við úrvinnslu hugmynda verður leit-
ast við að tryggja að verkefni sem
kosið verður um séu landfræðilega
dreifð innan sveitarfélagsins.
Lýðræðisverkefnið Betri Garðabær
er í fjórum áföngum. Hugmynda-
söfnunin er sá fyrsti, og sá næsti er
yfirferð matshóps sem fer yfir málin
með tilliti til verkefnisins og leggur
mat á kostnað við hönnun og fram-
kvæmd og stillir ákveðnum fjölda
hugmynda upp. Um þær verður svo
kosið 23. maí – 3. júní næstkom-
andi. Þeim verkefnum sem mestan
stuðning fá verður svo hrint í fram-
kvæmd frá í maí næstkomandi til og
með ágúst 2020.
Hugmyndasamkeppi ýtt úr vör í Garðabæ
Framkvæmdir sem efli mögu-
leika til útivistar og samveru
Morgunblaðið/Ómar
Garðabær Þetta er góður staður.