Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 18

Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vladimír PútínRússlands-forseti ferð- aðist á mánudag til Krímskagans. Þá var þess minnst að fimm ár voru liðin frá því að hann undir- ritaði formlega tilskipun um inn- limun skagans í Rússland en í febrúar sama ár höfðu rússneskir hermenn hertekið skagann. Á sama tíma og Pútín geislaði af gleði vegna áfangans var ljóst að tilefnið, það að fullvalda ríki hafði tekið sneið af öðru fullvalda ríki í Evrópu í fyrsta sinn frá stríðs- lokum, vakti litla lukku hjá stjórn- völdum í Evrópu og Bandaríkj- unum. Innlimun Krímskagans og Úkraínudeilan hafa óumdeilan- lega litað alþjóðamál allar götur síðan þó að líklega sé ofmælt að um nýtt kalt stríð á milli austurs og vesturs sé að ræða. Kostnaður- inn hefur engu að síður verið mik- ill, ekki síst fyrir Úkraínumenn, en áætlað er að um 13.000 manns hafi fallið í átökunum, og alltaf virðist sem þau geti blossað upp að nýju þrátt fyrir síendurteknar vopnahlésumleitanir. Þá hefur deilan haft áhrif á samskipti Rússlands við vestræn lýðræðisríki. Það er skiljanlegt þar sem ekki er hægt að líða það að skornar séu sneiðar af öðrum fullvalda ríkjum, sama hverjar að- stæðurnar eru. Forvígismenn vesturveldanna hafa enda gefið út að ekki verði snúið aftur til fyrra ástands svo lengi sem Krímskag- inn er undir valdi Rússlands. Í því samhengi má nefna að refsiaðgerðir gegn rússneskum stjórnvöldum, sem og sumum af helstu samstarfsmönnum Vladim- írs Pútíns Rússlandsforseta, eru enn í gildi og ekkert bendir til að þeim verði aflétt í bráð. Þrátt fyr- ir að þær virðist hafa haft lítil áhrif er áætlað að aðgerðirnar hafi skafið um sex prósentustig af hagvexti í Rússlandi og munar um minna. Fátt bendir til þess, þrátt fyrir að nýtt vopnahlé hafi tekið gildi á dögun- um, að stríðandi fylkingar þar í landi hafi nokkurn áhuga á því að semja fullan frið og fyrr verður vart hægt að ljá máls á framtíð Krím- skagans. Þá bendir ekkert til þess að Pútín eða Rússar hafi nokkurn hug á að skila Krímskaganum eða vilji ljá máls á viðræðum sem gætu leitt til samkomulags um stöðu skagans. Þvert á móti hafa Rússar hafið uppbyggingu orku- vera á skaganum sem og aðrar framkvæmdir sem sýna að þeir ætla að vera þar til frambúðar. Mörg dæmi eru um refsiað- gerðir sem ekki hafa skilað ár- angri. Eigi að grípa til þvingana verða að vera einhverjar líkur á að þær muni hafa áhrif, annars er vopnið bitlaust. Ljóst er að Pútín hefur ekki í hyggju að láta Krím- skagann af hendi og gætu þessar refsiaðgerðir því staðið óralengi. Forustumenn Frakklands og Þýskalands virðast líka hafa sætt sig við orðinn hlut sem sést á því að þeir eru hættir að binda afnám viðskiptaþvingana við Krímskaga. Með innlimun skagans nýtti Pútín sér nýjan blossa af rúss- neskri þjóðernishyggju og þrá eftir því að Rússland yrði á ný stórveldi, sem ekki léti þrengja að sér, og uppskar miklar vinsældir meðal rússneskra kjósenda. Ímynd Pútíns sem hinn sterki landsfaðir Rússlands þýðir að það er ekki raunverulegur kostur fyr- ir hann að skila skaganum. Um leið er ljóst að þótt Rússar finni fyrir þeim þvingunum sem Vest- urlönd hafa gripið til þá duga þær ekki til að hrekja Rússa frá Krím. Og hvorki þau né almenningur í þeim eru tilbúin að grípa til þeirra ráða sem duga, hvað þá vopna. Á meðan svo er verður staðan óbreytt. Fimm ár liðin frá innlimun Krímskagans } Bitlausar þvinganir Það er varla of-sögum sagt að núverandi Banda- ríkjaforseti þyki með þeim umdeild- ari sem setið hafa í Hvíta húsinu og víst er að pólitískum andstæð- ingum hans þætti fátt betra en að stjórnartíð hans yrði sem styst. Það þarf því ekki að koma á óvart að nærri því tuttugu frambjóð- endur hafi nú þegar gefið kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu kosningar. Og enn gætu fleiri slegist í hópinn á næstu vikum jafnvel þó að enn sé tæpt ár í að fyrstu prófkjörin fari fram. Vandinn er hins vegar sá að þeir sem þegar hafa stigið fram eru annaðhvort allt of reynslulitl- ir eða þá að þeir höfða lítið til þeirra kjósendahópa sem fóru frá demókrötum yfir til repúblikana í kosningunum 2016, en þeim mun meira til fólks sem mun alltaf kjósa demókrata, sama hvað tautar og raular. Sumir þeirra virð- ast jafnvel telja að viðvarandi óánægja með störf Trumps setji demókrata í dauðafæri til að hreppa Hvíta húsið. Þar er þó horft framhjá því að um 41% bandarískra kjósenda segist vera sátt með það hvernig Trump hef- ur farið með embættisskyldur sínar, og er það nokkru meira en menn myndu ætla af neikvæðri umfjöllun um forsetatíð hans. Ekki ber að efast um að vilji demókrata til að ná Hvíta húsinu sé einlægur. Sá vilji getur hins vegar ekki orðið að veruleika velji flokksmenn frambjóðanda sem eingöngu höfðar til grasrót- ar flokksins. Verði sú raunin er hætt við að sá muni falla í hóp með George McGovern og fleiri sem gjörsamlega mislásu þjóðar- andann og uppskáru eftir því. Vandi Demókrata- flokksins kristallast í frambjóðendunum } Trump skoraður á hólm Í gær úthlutaði ég 90 milljónum króna úr lýðheilsusjóði í styrki til 172 verkefna sem öll hafa það markmið að bæta lýðheilsu þjóðarinnar. Meg- intilgangur lýðheilsusjóðs er að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu. Undanfarin ár hefur sjóðurinn stutt við fjöl- breytt verkefni á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Í ár var lögð áhersla á að styrkja verkefni sem varða geðheilsu, geðrækt, heilbrigt mataræði, svefn, hreyf- ingu og kynheilbrigði og verkefni sem stuðla að auknum heilsufarslegum jöfnuði í þágu minnihlutahópa eða milli kynjanna. Góð heilsa og heilbrigði þjóðar er lykill að framtíðinni og hefur áhrif á daglegt líf okkar og mögu- leika til að dafna og þroskast. Lýðheilsa er margþætt og áhrifaþættir hennar fjölmargir t.a.m. erfðir, heilsu- tengd hegðun og margvíslegir umhverfisþættir þ.m.t. félagslegir efnahagslegir og menningarlegir. Í nýrri heilbrigðisstefnu sem nú er til meðferðar á Alþingi er lögð áhersla á að lýðheilsustarf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir sé hluti af allri heilbrigðis- þjónustu, ekki síst þjónustu heilsugæslunnar. Með því að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma og auð- velda fólki að velja heilbrigðan lífsstíl má draga úr lík- um á því að það búi við slæma heilsu síðar á æviskeiðinu eða seinka því að heilsunni hraki. Embætti landlæknis hefur á undan- förnum áratug stuðlað markvisst að heilsu- eflandi starfi í skólum og á vinnustöðum og gert samstarfssamninga við fjölmörg sveit- arfélög í landinu um að koma á heilsuefl- andi samfélagi. Í því felst áhersla á að bæta bæði hið manngerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði, lækka tíðni lang- vinnra sjúkdóma og draga úr afleiðingum þeirra með margvíslegu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Ein af forsendum öflugs lýðheilsustarfs er að íbúar landsins séu meðvitaðir um að þeir beri sjálfir ríka ábyrgð á eigin heilsu og einnig að skólakerfið, vinnustaðir og stofnanir séu heilsueflandi og vinni stöðugt að því að auka hreyfingu og útivist, bæta mataræði og efla geðrækt því slíkt leiðir til betri heilsu og vellíð- anar. Stefnumótun og ákvarðanir ríkis og sveitarfélaga eru forsenda þess að lýðheilsusjónarmið séu sett í for- grunn og að heilsueflandi samfélag verði innleitt á landsvísu. Ég óska styrkþegum öllum til hamingju og hlakka til að fylgjast með framvindu þeirra verkefna sem fengu brautargengi í ár. Svandís Svavarsdóttir Pistill Styrkir til verkefna á sviði lýðheilsu Höfundur er heilbrigðisráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Símafyrirtæki á heimsvísuþurfa að uppfæra kerfi sínmeð 5G-búnaði frá fyrir-tækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Símaframleiðendur þurfa sömuleiðis að framleiða síma sem geta tengst þessum kerfum. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir al- vöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrir- tækinu Huawei. Ástralía, Bandaríkin og Nýja- Sjáland hafa öll ákveðið að setja lög til að koma í veg fyrir að farsímakerfi frá Huawei verði sett þar upp. Óttast ríkin þrjú að kínversk stjórnvöld geti njósnað um samskiptin þar með bak- dyraleiðum. Þýskaland ákvað hins vegar í gær að útiloka ekki Huawei við útboð á 5G tíðnum þar í landi. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu dögum varað þýsk stjórnvöld við því að verði Huawei leyft að taka þátt í 5G-væðingu Þýskalands þá deili bandarískar leyniþjónustur síður leynilegum upplýsingum með þýsk- um kollegum sínum. Breska ríkis- útvarpið, BBC, segir að bandaríski sendiherrann í Þýskalandi hafi sent þýskum ráðamönnum bréf þessa efn- is. Að sögn blaðsins Financial Times hafa bandarísk yfirvöld einnig þrýst á Breta að fara ekki í viðskipti við Huawei. Angela Merkel, Þýskalandskansl- ara, segir í samtali við fréttastofuna AFP að ekki hafi komið til greina að útiloka Huawei en unnið sé að því að herða fjarskiptalög í Þýskalandi. „Hingað til hafa mörg lönd notast við tækni frá Huawei,“ sagði Merkel á ráðstefnu í Berlín í gær. „Þess vegna hefur ríkið ekki haft þá nálgun að úti- loka neinn framleiðanda en við þurf- um að setja reglur fyrir þá sem bjóða í 5G-farsímatíðni.“ Danir í viðskipti við Svía Á mánudag birtist frétt á vef danska ríkisútvarpsins um að far- símafyrirtækið TDC (áður Tele Dan- mark Communications) hefði ákveðið að fara í samstarf við Ericsson um 5G-farsímakerfi. Ákvörðun TDC kemur í kjölfar mikillar umræðu í Danmörku um öryggisógnina sem gæti stafað af Huawei. Varnamála- ráðherra Danmerkur, Claus Hjorth Frederiksen, benti m.a. á að tengsl Huawei við kínversk stjórnvöld væru varhugaverð. Hann undirstrikaði þó að hann sæi enga ástæðu til að setja lög gegn Huawei. Huawei stefndi fyrr í mánuðnum bandarískum yfirvöldum vegna laga- setningar þar í landi sem banna alrík- isstofnunum að eiga viðskipti við Huawei. Í tilkynningu frá Huawei kemur fram að málið hafi verið höfð- að fyrir héraðsdómi í Plano, Texas, en bandarísk yfirvöld bönnuðu fyrr á árinu ríkisstofnunum að kaupa bún- að, þjónustu eða vinnu af Huawei. Jafnframt er bannað að eiga viðskipti við þriðja aðila sem er viðskiptavinur Huawei. Umræðan ákaflega pólitísk Fjarskiptafyrirtækið Nova samdi við Huawei og hefur tekið í notkun fyrsta 5G-sendinn á Íslandi. Fyrir- tækið sótti um 5G-tilraunaleyfi hjá Póst- og fjarskiptastofnun og er sendirinn á þaki höfuðstöðva Nova við Lágmúla. Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, segir í samtali við Morgun- blaðið að fyrirtækið sé meðvitað um umræðuna um Huawei. „Við fylgj- umst mjög vel með umræðunni og leggjum gríðarlega áherslu á áreiðanleika og öryggi kerfa okkar. Við gerum reglulega áhættumat á kerfum okkar og uppfærum það mat m.t.t. umræðunnar. Ennþá hefur ekkert komið fram um óeðlilega eða óásættanlega veikleika og því miður virðist umræðan ákaflega pólitísk. Enn og aftur er öryggið í fyrirrúmi hjá Nova,“ segir Margrét. Baráttan um 5G-far- símakerfið harðnar AFP Farsímabylting Þýskaland ákvað ekki að fylgja fordæmi Bandaríkjanna, Ástralíu og Nýja-Sjáalands og setja lög á notkun 5G-farsímakerfis Huawei. Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, hefur verið í haldi kana- dískra stjórnvalda frá því í fyrra. Hún er jafnframt dóttir Ren Zhengfei, forstjóra Huawei. Hún var handtekin í Kanada að beiðni bandarískra yfirvalda og hefur verið ákærð fyrir glæpi á borð við peningaþvætti, banka- svik og fyrir stuld á viðskipta- leyndarmálum. Forsvarsmenn Huawei neita því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst sekt um eitthvað slíkt. Zhengfei sagði handtöku dóttur sinnar eiga sér pólitískar rætur. Fjármálastjór- inn handtekinn HUAWEI AFP Í haldi Wanzhou á leið í dómsal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.