Morgunblaðið - 20.03.2019, Side 21

Morgunblaðið - 20.03.2019, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 ✝ Jón ÞórÁgústsson var fæddur á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 9. janúar 1966. Hann lést á heimili sínu, Ás- holti 1 í Mos- fellsbæ, 7. mars 2019. Jón Þór var son- ur hjónanna Sig- rúnar Stellu Ingv- arsdóttur, f. 13. janúar 1935, og Ágústar Haraldssonar, f. 25. ágúst 1930, d. 13. ágúst 2014. Systkini Jón Þórs eru Her- björg Andrea, f. 6. mars 1956, Inga Sigríður, f. 13. október 1957, Ágústa Hrönn, f. 14. jan- úar 1960, og Ingv- ar Haraldur, f. 22. febrúar 1961. Börn Jón Þórs með fyrrverandi sambýliskonu sinni, Regínu Harðardóttur, f. 1. mars 1970, eru Kristjana Sif, f. 8. febrúar 1992, og Ingvar, f. 9. febrúar 1993. Sambýliskona Jón Þórs er Jóhanna Gunnarsdóttir, f. 11. júní 1964. Útför Jón Þórs fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 20. mars 2019, klukkan 13. Kær vinur og fyrrverandi vinnufélagi til margra ára, Jón Þór Ágústsson, er látinn, langt um aldur fram. Hann vann um árabil sem gæðaeftirlitsmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, SH, og þar hófust kynni okkar undirritaðra og maka okkar. Í starfi sínu sem gæða- eftirlitsmaður SH og síðar Ice- landic Services var Jón Þór á ferð og flugi út um allt land til að heimsækja framleiðendur sjávarafurða, taka út vörur og leiðbeina í gæðamálum. Jón Þór var lunkinn í samskiptum, vel liðinn innan greinarinnar og verðugur fulltrúi SH og Ice- landic hvar sem hann kom. Ekki er að efa að samböndin sem hann myndaði þar ásamt þekkingu hans á greininni hafi komið honum vel í starfi sölu- fulltrúa hjá Samhentum um- búðalausnum, starfinu sem tók við eftir að SH-tímanum lauk. Við undirrituð kynntumst fyrst við hátíðleg tækifæri hjá SH og nutum samvista við hann bæði sem góðan og traustan vinnufélaga og ekki síður utan vinnunnar þar sem Jón Þór naut sín ekki síður sem gest- gjafi í ógleymanlegum matar- boðum þeirra Jóhönnu þar sem gestrisni og gleði sátu við völd. Jón Þór var hrókur alls fagn- aðar og oft ákafamaður í því sem hann tók sér fyrir hendur. Vandfundinn er meiri og ákaf- ari stuðningsmaður knatt- spyrnuliðs Liverpool á Eng- landi og fór Jón Þór ófáar ferðirnar á Anfield Road til að fylgjast með sínum mönnum og kom uppáklæddur í original- búningi til að blanda geði og gleði í sérstökum sjónavarps- leikjum hér heima. Fótboltann þekkti hann út og inn og hafði dómararéttindi sem oft komu að góðu gagni yfir sumartím- ann. Hann þeysti á hjóli sínu tugi kílómetra, fannst það ekk- ert tiltökumál að hjóla hringinn austast úr Mosfellsbænum og vestast út á Nes. Því kom frá- fall hans okkur öllum á óvart, eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við sendum Jóhönnu, börn- unum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa. Finnur Garðarsson, Krist- björg Ólafsdóttir, Jóhanna K. Guðmundsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson. Við þær harmafréttir að Jón Þór kvaddi í blóma lífsins setti mig hljóðan. Þakklæti og sökn- uður er mér ofarlega í huga er ég hugsa um samskipti okkar Jóns Þórs í gegnum árin. Ég kynntist Jóni Þóri á Ísa- firði á okkar uppvaxtarárum, Jón Þór var nokkrum árum eldri en ég en hann átti mikinn samgang við frændfólk mitt, þá aðallega Halla og Heimi í Króknum þar sem ég átti marg- ar góðar stundir í æsku. Jón Þór var mér minnisstæður frá Ísafirði, þá ekki síst fyrir það að það var aldrei hljótt í kring- um Jón Þór. Hann talaði hátt og hafði margt að segja, hafði mikinn húmor og sögumaður góður. Þegar ég flutti með fjöl- skyldu minni frá Ísafirði sá ég minna af Jóni Þór. Okkar leiðir lágu hins vegar aftur saman fyrir nokkrum árum síðan þeg- ar við hófum samstarf á okkar vinnustað. Ég kynntist þá Jóni Þór uppá nýtt, enda báðir orðn- ir fullorðnir púkar að vestan. Það voru margar eftirminni- legar stundir í vinnunni með Jóni Þóri, ekki síst þegar við fórum saman til Grænlands fyr- ir nokkrum árum til að komast í viðskiptasambönd við heima- menn. Það var frábær ferð og áttum við marga góða fundi með heimamönnum. Það vildi svo til að ég þurfti að taka fjar- próf á netinu í Háskólanum seint einn daginn, og hafði þá frestast einn fundur með heimamönnum sem hitti á sama tíma og ég þurfti að taka prófið. Ég samdi við Jón Þór og bað hann að fara með fundargest- inum yfir límmiðalausnir en það var á mína ábyrgð. Eftir eina klukkustund kom ég til þeirra á fundinn og var Jón Þór búinn að færa fundinn á barinn á hót- elinu. Þegar ég kem þangað þá hitti ég Jón Þór og viðskipta- vininn sem var skælbrosandi og þvoglumæltur og nokkrir tómir bjórar á borðinu. Ég spurði Jón Þór hvað hefði gerst, ja, ég gaf honum nokkra bjóra á meðan ég beið eftir þér þar sem ég vissi ekkert hvað ég átti að tala um! Ekki að spyrja að því, Jón Þór fann alltaf lausnir á mál- unum. Einnig áttum við ótaldar góðar stundir á Ísafirði í golf- mótum með viðskiptavinum, þar var hlegið fram eftir nóttu í góðra vina hópi. Það var alltaf gaman að vera nálægt Jóni Þór og var hann mikill Liverpool- maður, enski boltinn var því oft krufinn til mergjar með honum. Það var gaman að ferðast með Jóni Þór, þegar við keyrðum til Ísafjarðar, þá þurfti ekkert að hafa útvarpið á því mikið var spjallað og hlegið á leiðinni og gaman að hlusta á sögurnar hans Jóns Þórs og rifjaðir upp gamlir tímar frá Ísafirði. Við Jón Þór ræddum oft að við þyrftum að taka langan vinnutúr á Vestfirði og heim- sækja vinnustaði og viðskipta- vini, gefa okkur nokkra daga í það og helst fara í Jökulfirðina með nokkrum vinum okkar á Ísafirði. Því miður gafst okkur ekki tími í það. Jón Þór var skemmtilegur og góður maður með góða nær- veru. Mér þótti vænt um okkar vináttu. Ég votta Jóhönnu, börnum og fjölskyldu Jóns Þórs mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jóns Þórs verður sárt saknað. Kolbeinn Már Guðjónsson. Það er óraunverulegt að sitja hér og reyna setja niður minn- ingarorð um vinnufélaga, bróð- ur og vin, hann Jón Þór Ágústsson. Það er svo margt sem mig langar til að þakka þér fyrir. Það er ekki oft sem mað- ur kynnist manni eins og þér. Alltaf tilbúinn að gefa af sér og létta öðrum störfin. Hvort sem var með ráðleggingum eða hreinlega að ganga í verkin. Alltaf tilbúinn að hlusta og setja sig inn í mál þar sem aðrir hafa rekist á hindranir og ávallt til þjónustu reiðubúinn. Öll ferðalögin sem við fórum saman hvort sem var innan- lands eða utan. Þetta geymi ég sem mínar bestu minningar á söluferðum. Endalausar sögur af mönnum og stöðum hvar sem komið var. Það var yndislegt að fá að ferðast með manni eins og þér, þú varst fróður og víðles- inn um alla mögulega hluti. Eft- irminnilegust er ferð okkar vestur til Ísafjarðar, þar varstu á heimavelli. Aldrei þurfti að kveikja á útvarpi, umræðuefnið hjá okkur skorti aldrei. Einnig á göngu okkar um bæinn þinn, þar voru skemmtisögur á hverju horni. Aldrei var róleg stund hjá okkur í vinnunni þar sem þú fórst á kostum hvort sem var rætt um bolta helgar- innar eða stjórnmál. Alltaf var gaman og þú nálgaðist málefnin af þekkingu og af virðingu við þá sem áttu í hlut. Þessir dagar þar sem tekist var á af snerpu koma ekki aftur en ég veit að við öll eigum eftir að sakna þessara stunda. Það eru nokkr- ir hlutir sem ég dáðist að í fari þínu. Kærleikur, hjálpsemi og góðvild einkenndu framkomu þína ásamt drenglyndi, réttsýni og orðheldni. Miskunnsamur bæði við menn og málleysingja. Takk, kæri vinur, það er bless- un að hafa fengið að starfa þér við hlið í þessi 12 ár sem við áttum samleið hjá Samhentum. Takk fyrir gönguna og takk fyrir allar ráðleggingarnar og vináttuna sem ég fékk að njóta frá þér. Þín verður sárt saknað. Tíminn er víst ákvarðaður, tím- inn er kominn. Ég bið góðan guð að varðveita Jóhönnu og fjölskyldu þína á þessum erfiðu tímum. Ljúfum ferli lokið er, lífsins bók er skráð, upp þú skerð af akri hér, eins og til var sáð. Til ljóssins heima lífið snýr, langt með dagsverk þitt, Drottinn sem þér bústað býr, barnið þekkir sitt. Í margra huga er minning skær, og mynd í hjarta geymd. Stöðugt okkur stendur nær, stund sem ekki er gleymd. Nú komið er að kveðjustund, klökkvi hjartað sker, genginn ertu Guðs á fund, sem góður líknar þér. (Kristján Runólfsson) Guðráður G. Sigurðsson. Þegar við jafnaldrar Jóns Þórs Ágústssonar hugsum til hans þá er röddin hans eitt það fyrsta sem kemur upp í hug- ann. Röddin var sterk og barst vel, örlitlar rastir gáfu henni svo enn meiri karakter. Til að toppa þetta allt saman þá var hljómfallið litað gleði og kank- vísi. Þegar maður hitti Jón Þór óvænt, sem gerðist oft því hann var mikið á ferðinni um allt land og erlendis, þá hljómaði rödd hans eins og maður væri bróðir hans eða systir sem hann hefði ekki hitt í langan tíma. Alltaf var gaman að hitta Jón Þór, alltaf í góðu skapi og brosandi og með góða sögu á takteinum. Það er því ánægja, hamingja og kankvísi sem litar minningar okkar um Jón Þór, bæði úr æsku og eins hin síðari ár. Einhverju sinni á æskuárun- um varð falleg og hljómmikil rödd Jóns Þórs félögum hans tilefni til að færa honum hljóð- kút að gjöf, enda talaði Jón Þór ekki bara hátt, hann talaði oft mikið. Jón Þór hefur ræktað vel sína heilsu og lifað öflugu fé- lagslífi. Óvænt fráfall hans var okkur jafnöldrum hans frá Ísa- firði því sem þruma úr heið- skíru lofti. Eftir stendur falleg minning um sannan vin, mann sem skildi eftir sáldur af gleði þeg- ar hann fór hjá. Við söknum þín Jón Þór og þú lifir ennþá með okkur. Kær kveðja til bróður okkar og fé- laga. Fyrir hönd æskufélaga þinna og jafnaldra frá Ísafirði, Gísli H. Halldórsson. Elsku vinur okkar og félagi, Jón Þór Ágústsson, er látinn. Óhætt er að segja að okkur fé- lögunum hafi verið verulega brugðið að heyra af ótímabæru og skyndilegu fráfalli hans, eitthvað sem enginn okkar átti von á. Jón Þór var sterkur per- sónuleiki, mannþekkjari, vel liðinn, traustur vinur vina sinna og er nú sárt saknað. Hann var ákveðinn og fylginn sér og gott dæmi þegar hann ákvað sem ungur drengur vest- ur á Ísafirði að fara einn í fót- boltafélagið Vestra á meðan við jafnaldrar hans ákváðum hins vegar allir að fara í Hörð. Fótboltinn átti eftir að skipa stóran sess í lífi hans en hann gerðist ungur fótboltadómari vestur á fjörðum. Enn og aftur sýndi Jón Þór úr hverju hann var gerður með því að taka að sér þetta vandasama hlutverk sem dómgæslunni fylgdi. Hann átti síðar eftir að gegna hlut- verki eftirlitsdómara til margra ára. Hann var sannur Liver- pool-maður og gríðarlega fróð- ur um sitt lið og fótbolta al- mennt. Aldrei komum við félagarnir að tómum kofunum hjá honum enda fróður um margt. Hann var efnilegur skíða- göngumaður fram á unglingsár og keppti á bikar- og unglinga- landsmótum á sínum tíma. Að undanförnu hafði hjóla- sportið átt hug hans allan og segja má að hann hafi verið kominn í besta form lífs síns. Mikið kapp hafði verið lagt á að vera í toppformi fyrir kom- andi sumar enda búið að ákveða að taka þátt í hjólreiða- keppnum bæði hér heima og erlendis auk þess sem búið var að undirbúa og plana aðrar stórar stundir. Í kringum vin okkar og æskufélaga var ekkert hálfkák, það var annaðhvort gert af krafti og alvöru eða sleppt ella. Matarveislurnar hjá Jóni Þór og Jóhönnu leita sterkt á hug- ann þar sem við fengum svo oft að njóta gestrisni þeirra og félagsskapar. Enda var Jón Þór mikill áhugamaður um mat og er óhætt að segja að það sé erf- itt að hugsa um humar eða nautalund án þess að hugurinn leiti ósjálfrátt til hans. Hann var úrvalskokkur og tók þetta alla leið, enginn fór svangur frá borði og okkar maður hugsaði vel um heimiliskettina sem fengu m.a. alltaf rjóma og mjóa endann af lundinni. Það var alltaf líf og fjör í kringum hann. Hann hafði oft orðið í okkar hópi enda kraft- mikill karakter sem talaði bæði hátt og hratt og af mikilli festu. Það er af mörgu að taka þeg- ar við sitjum hér saman og rifj- um upp dýrmætar minningar um góðan vin. Í gegnum störf sín ferðaðist hann mikið um landið og þekkti margt fólk í tengslum við bæði sjávarútveg- inn og fótboltann og fengum við því oft ferskar fregnir frá æskuslóðum. Elsku Jóhanna, Stella, Krist- jana Sif og Ingvar, missir ykk- ar er mikill. Við yljum okkur við dýrmætar minningar um góðan og traustan dreng. Við munum halda minningu góðs vinar á lofti. Eyþór, Bjarni, Haraldur, Aðalsteinn, Birgir, Örn, Albert og fjölskyldur. Sorglegar og mjög svo óvæntar fregnir af andláti Jóns voru okkur samstarfsfólki hans mikill harmur og eftir situr tómleiki. Ég kynntist Jóni fyrir 12 árum þegar við byrjuðum að vinna saman hjá Samhentum. Jón var frábær manneskja, skemmtilegur, klár, skipulagð- ur og mikill Liverpool-maður. Jón hafði skoðanir á hlutum og þó svo að menn hafi ekki verið sammála brosti hann alltaf þeg- ar búið var að taka umræðuna um hlutina. Í vinnunni var Jón stórkostlegur og gerði ótrúlega góða hluti með sínum viðskipta- vinum þar sem reynsla hans og þekking hjálpaði mörgum. Hann hafði miklar mætur á Liverpool og var mikill stuðn- ingsmaður þess liðs og var um- ræðan alltaf fjörug fyrir og eft- ir helgar þegar enski boltinn var í gangi. Hjólreiðar voru orðnar mikið áhugamál hjá hon- um og hafði hann tekið þær föstum tökum eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Kæri vinur, minningarnar um þig eru margar og það er mikil eftirsjá að þér; vinnuumhverfið, um- ræðan um fótboltann, spilin í hádeginu og margt fleira verð- ur ekki eins án þín en við höld- um áfram því ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað og fylgist með okkur þaðan. Setn- inguna sem þú notaðir mikið og lengi, „þetta er búið í maí“, munum við nota um ókomna tíð. Fjölskyldu Jóns votta ég mína dýpstu samúð. Páll Einarsson. Mig langar að minnast starfsfélaga og vinar, Jóns Þórs Ágústssonar, sem lést 7. mars langt fyrir aldur fram. Jón Þór kom til starfa fyrir Samhenta árið 2007, hann var fljótur að tileinka sér starfið enda með góða menntun og starfsreynslu. Jón Þór reyndist mikill happa- fengur fyrir fyrirtækið og hafa viðskiptavinir talað um afburða þjónustumann með víðtæka þekkingu og hann er vel þekkt- ur á sínu sérsviði í sjávarútvegi. Ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að ferðast með Jóni Þór víða, meðal annars á hans heimaslóðir. Það fór ekki á milli mála að Jón Þór var ættaður frá Ísafirði, hann var afar stolt- ur af uppruna sínum, þekkti alla og allir þekktu hann fyrir vestan. Fastur liður á þessum ferðum okkar var að koma við í Gamla bakaríinu og kaupa snúð með súkkulaði, kringlur og fleira, enda besta bakarí á land- inu. Í þessum ferðum var margt spjallað og ekki mikil not fyrir útvarpið í bílnum. Mikið var rætt um fótbolta sem var eitt af aðaláhugamálum Jóns Þórs, en vandfundinn var meiri stuðningsmaður Liverpool og ekki fór það framhjá mörgum ef úrslitin voru góð. Í vinnunni var Jón Þór virk- ur í félagsstarfi, spilaði kana í hádeginu, hjólaði í WOW-liðinu, mætti á flesta viðburði og átti góð samskipti við alla. Hann var frábær starfsfélagi. Starfs- fólk og makar voru á leið í árshátíðarferð daginn eftir þessar erfiðu fréttir, Jón Þór og Jóhanna voru með okkur í hug og hjarta í ferðinni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þakka samfylgdina og votta Jóhönnu og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Jóhann Oddgeirsson. Jón Þór Ágústsson Elskuleg móðir okkar, HELGA ARADÓTTIR lyfjafræðingur, áður til heimilis í Árskógum 8, lést á Hrafnistu í Reykjavík 10. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Anna Vigdís Eggertsdóttir Sveinn Eggertsson Ari Eggertsson og aðrir aðstandendur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNBJÖRG INGIGERÐUR SIGFINNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 15. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 25. mars klukkan 13. Hólmgeir Hreggviðsson Rannveig Sigurðardóttir Þorsteinn Hreggviðsson Anna Nína Ragnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, YNGVI RAGNAR LOFTSSON kaupmaður Akureyri, lést föstudaginn 8. mars. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hrefna Jakobsdóttir Margrét Yngvadóttir Nanna G. Yngvadóttir Sigmundur Jónsson afa- og langafabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.