Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 23

Morgunblaðið - 20.03.2019, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 ✝ Guðný LiljaJóhannsdóttir fæddist í Hafnar- firði 1. ágúst 1935. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 11. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Vilhjálmsson, f. 14.7. 1907, d. 30.3. 1980, og Guðrún Halldóra Guðjónsdóttir, f. 6.11. 1909, d. 17.12. 1996. Systkini hennar eru Björgvin Þór og Guðrún Þóra. Guðný giftist 26.12. 1953 Hauki Jónssyni, f. 3.7. 1931, d. 31.7. 2001. Börn þeirra eru 1) Jóhann, f. 18.10. 1953. Maki hans er Ingibjörg Lára Harðardóttir. Þeirra börn eru Vilhjálmur Ingi, Hrafnkell Ingi, Ólafur Ingi og Guðný Lilja og barnabörn eru sjö. 2) Halldóra, f. 14.8. 1957. Maki hennar er Ófeigur Ófeigsson og þeirra synir eru Hjalti og Geir. 3) Steinunn, f. 30.11. 1960. Maki hennar er Sig- urður Einar Sig- urðsson og þeirra börn eru Haukur, Valur og Erla Sigríður. 4) Sig- rún, f. 2.5. 1964. Maki hennar er Gunnar Erling Vagnsson og þeirra börn eru Sonja, Karen, Ell- en og Axel og barnabörn eru þrjú. Guðný ólst upp í vestur- bænum í Hafnarfirði. Hún gekk í Flensborg en fór síðan að vinna í Prentsmiðju Hafnarfjarðar þar sem hún kynntist Hauki. Meðfram barnauppeldi og húsmóður- störfum vann hún í þvotta- húsum spítalanna í Hafnar- firði. Síðast á Hrafnistu og lauk starfsævi sinni við að- hlynningu þar og að lokum í borðsal. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 20. mars 2019, klukkan 13. Elsku besta Gullý frænka er dáin. Það er svo margt sem kemur upp í hugann. Sérstak- lega eru það allar sögurnar og frásagnirnar. Gullý hafði alveg einstakan hæfileika að segja skemmtilega frá. Ekki vantaði leikræna tjáningu og alltaf var stutt í húmorinn. Já, Gullý var alveg einstaklega fyndin og já- kvæð manneskja. Ég sótti alla tíð í að heyra hana segja frá. Þegar hún kom t.d. við heima á Vesturvanginum kom ég alltaf fram til að heyra hvað hún hafði að segja. Seinna fór ég svo að heimsækja hana á Boða- hleinina og stundum kom Gullý upp í skógrækt með Rúnu eða Jóa. Gullý kom til dyranna eins og hún var klædd. Snobb eða yfirborðsmennska var bara ekki til í henni. Hún var nægju- söm en gjafmild. Hún hafði áhuga á mörgu eins og and- legum málum, hannyrðum og jarðfræði og þá alveg sérstak- lega jarðskjálftum. Fyrstu æskuminningar mín- ar eru frá því á Hringbrautinni þar sem mamma og pabbi leigðu uppi hjá Gullý og Hauki. Ég þreyttist víst ekki að spyrja hvers vegna Gullý ætti tvo eig- inmenn en mér var gjörsam- lega fyrirmunað að skilja að Jói væri sonur hennar en ekki ann- ar eiginmaður. Það var gaman að leika sér í holtinu á bak við Hringbrautina með Sigrúnu frænku. Ég fékk að fara á barnsaldri með Gullý í þvottahúsið á St. Jósefsspítala. Gullý elskaði vinnuna sína í þvottahúsinu þótt þetta væri erfitt starf. Svo fékk ég tímaritið Dýravernd- arann frá Gullý en hún fékk það hjá samstarfskonu og kom því til mín. Við grétum öll við lesturinn enda var Gullý mikil tilfinningamanneskja og mátti ekkert aumt sjá. Gullý ræktaði um tíma kartöflur í stórum stíl. Hún sinnti ræktuninni af vís- indalegri nákvæmni. Var með margar sortir sem þýddi mikla vinnu hvað varðar allt utan- umhald. Gullý og fjölskylda voru líka lengi með ketti sem ég passaði stundum. Ég minnist ánægjulegra ferða með Gullý og Hauki upp í Næfurholt. Einnig heimsókna til Gullýjar og Hauks upp í Sléttuhlíð þar sem Gullý kenndi mér að drekka kaffi í fyrsta skipti. Einnig fékk ég að fara með þeim og Höllu ömmu suð- ur í Garð þegar ég var barn að heimsækja ættingja okkar þar. Gullý var vinsæl enda jafnan hrókur alls fagnaðar. Hún var samt alla tíð bindindismann- eskja. Eftir að Haukur féll frá eignaðist Gullý nýja vini sem kíktu í kaffi. Suma hitta ég hjá henni. Já, það voru fleiri en ég sem sóttu í Gullý. Maður kom einhvern veginn hressari út frá henni. Þegar ég hitti Gullý síð- ast var hún komin á spítala. Útlitið var ekki gott. Samt sló hún á létta strengi og við áttum saman góða stund. Söknuðurinn er mikill en minningin lifir um einstaklega lífsglaða, jákvæða og brosmilda frænku. Innilegar samúðar- kveðjur til Jóa, Halldóru, Steinunnar, Sigrúnar og ann- arra ættingja og vina. Steinar Björgvinsson. Guðný Lilja Jóhannsdóttir Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að þekkja Dóru í hart- nær 30 ár, allt frá því ég og Maggi sonur hennar urðum góð- ir vinir. Dóra tók alltaf vel á móti okkur strákunum þegar við Dóra Hafsteinsdóttir ✝ Dóra Haf-steinsdóttir fæddist 17. sept- ember 1954. Hún lést 26. febrúar 2019. Dóra var jarð- sungin 8. mars 2019. komum í heimsókn á Fossagötuna og man ég bara eftir glaðværð hennar, brosi og hlátri þeg- ar ég rifja upp liðn- ar stundir þar á bæ. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þessari yndislegu konu sem á eftir að verða sárt saknað. Ég sendi Sigga, Hadda, Magga og Stebba mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnlaugur Úlfsson. Hann var korn- ungur deildarfor- setinn sem bauð okkur nýstúdent- ana velkomna í kapellu Háskóla Íslands í upp- hafi náms okkar við Guðfræði- deildina haustið 1981. Engu að síður var hann talsvert eldri en flest í okkar hópi, enda við flest nýskriðin út úr menntaskóla. Þetta var vingjarnlegur maður sem á sinn einlæga og hæg- verska máta talaði til okkar, lágstemmdri röddu, og við fundum strax að við vorum vel- komin í þessa virðulegu menntastofnun, þangað sem við Einar Sigurbjörnsson ✝ Einar Sigur-björnsson fæddist 6. maí 1944. Hann lést 20. febrúar 2019. Útför hans fór fram 6. mars 2019. vorum komin til að tileinka okkur fræðin um Guð. Einar Sigur- björnsson var mikilvægur hlekk- ur í starfi Guð- fræðideildar Há- skóla Íslands þau tæplega 40 ár sem hann starfaði þar. Hann hóf störf skömmu eftir að hann kom heim úr doktorsnámi sínu í Lundi, rétt þrítugur, varð prófessor í byrjun árs 1978 og deildarforseti árið 1981, eða sama ár og leiðir okk- ar Einars lágu fyrst saman. Síðan þá hef ég átt því láni að fagna að þekkja Einar, fyrst sem kennara og síðar sem sam- starfsmann, en fyrst og fremst sem traustan vin, allt til síðasta dags. Einar og Guðrún Edda, sem var einnig í nýnemahópn- um haustið 1981, hafa verið í nánir vinir okkar Gunnars í næstum fjóra áratugi. Það hef- ur verið ómetanlegt að eiga þau að og fá að fylgjast með ein- staklega vel gerðum börnum þeirra og barnabörnum vaxa úr grasi. Þá hafa börnin okkar kunnað vel að meta þá um- hyggju og þann áhuga sem þau hjónin hafa sýnt þeim og því sem þau hafa verið að fást við. Fræðimaðurinn Einar Sigurbjörnsson var bæði vand- virkur og afkastamikill. Fræðin voru hans hjartans mál og þá helst allt sem viðkom helgihald- inu, sálmahefðinni og trúararf- inum. Eftir Einar liggja mik- ilvæg verk um fjölmörg viðfangsefni en hann átti margt eftir óskrifað. Þekking hans var yfirgripsmikil og ekki takmörk- uð við hans eigin rannsóknar- svið. Hann hafði límminni og var í raun og veru eins og gangandi uppflettirit. Einar var líka ráðagóður og tilbúinn að ræða málin sem reyndist dýr- mætt í farsælu samstarfi okkar í háskólanum í nærri tvo ára- tugi Skýrri hugsun og sterku minni hélt Einar allt til enda, að ógleymdum húmornum. Í síðasta skipti sem ég heimsótti Einar á Vífilsstöðum var hann búinn að missa getuna til að tjá sig með orðum en hann gat ennþá brosað sínu hlýja brosi og líka hlegið með okkur Guð- rúnu Eddu. Það er eftirminni- leg stund. Eftir löng og ströng veikindi hefur Einar fengið hvíldina. Allan tímann stóð Guðrún Edda þétt við hlið manns síns og gerði honum kleift að dvelja eins lengi heima og raun bar vitni. Börn og barnabörn hafa misst mikið, en Guðrún Edda hefur misst sinn lífsförunaut og helsta sam- starfsmann til fimmtíu ára. Þau voru með eindæmum samhent hjón og tóku virkan þátt í verk- efnum hvort annars þegar svo bar undir. Við Gunnar og börn- in okkar sendum Guðrúnu Eddu og fjölskyldu hennar okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Góður Guð gefi þeim huggun og styrk á sorgartímum. Vinur okkar og velgjörðarmaður, Ein- ar Sigurbjörnsson, hvíli í friði Guðs. Arnfríður Guðmundsdóttir. Elsku Sigríður María er fallin frá, alltof snemma, að- eins 61 árs. Sigga vann með okkur í Leturvali í þó nokkurn tíma. Einstaklega hlý, falleg og skemmtileg. Við minnumst henn- Sigríður María Jónsdóttir ✝ Sigríður MaríaJónsdóttir fæddist 8. janúar 1958. Hún lést 7. mars 2019. Útför Sigríðar Maríu fór fram 14. mars 2019. ar af hlýhug og þökkum henni fyrir yndislegt samstarf. Við vorum vinkonur á Facebook og þar fylgdumst við með þegar hún og Árni hennar voru í hesta- ferðum, nú eða hjólaferðum, um all- an heim, ásamt að sjá hve börnin stóðu sig vel. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar allrar. Auðbjörg og Halldór. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar Elskuleg systir okkar og mágkona, GUÐRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Norður-Reykjum, Hálsasveit, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi laugardaginn 9. mars. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju föstudaginn 22. mars klukkan 15. Þorvaldur Stefánsson Sigríður Stefánsdóttir Þórður Stefánsson Þórunn Reykdal og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Einilundi 6e, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Hlíð miðvikudaginn 13. mars. Jarðarför fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. mars klukkan 13.30. Oddný Rósa Eiríkssdóttir Finn Roar Berg Jón Eiríksson Jónína H. Hafliðadóttir Gunnar Viðar Eiríksson Karen Malmquist barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÆUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri laugardaginn 9. mars. Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. mars klukkan 14. Kristín Vignisdóttir Þorkell Sigurlaugsson Aðalheiður Björk Vignisd. Gunnar Gunnarsson Ragnar Bjarnason Gyða Kr. Aðalsteinsdóttir Magnús Bjarnason Hrefna R. Magnúsdóttir Oddur Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ LILJA JÓHANNSDÓTTIR Boðahlein 9, andaðist mánudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 20. mars klukan 13. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim er vildu minnast hennar er bent á Rauða krossinn. Jóhann Hauksson Ingibjörg Lára Harðardóttir Halldóra Hauksdóttir Ófeigur Ófeigsson Steinunn Hauksdóttir Sigurður E. Sigurðsson Sigrún Hauksdóttir Gunnar Erling Vagnsson og ömmubörn Bróðir minn, SKÚLI JÓNSSON fyrrum bóndi, Akurnesi, Hornafirði, lést á Dvalardeildinni Mjallhvít, Höfn, þriðjudaginn 12. mars. Útför hans fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 23. mars klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.