Morgunblaðið - 20.03.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 20.03.2019, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019 Ferðir mínarhingað tilLundúna í gegnum árin eru orðnar margar, enda á borgin í mér hvert bein. Hér er margt spennandi að sjá og skoða og allt- af áhugaverðir við- burðir í menning- unni. Núna erum við hjónin nýkomin af söngleik um Tinu Turner, söngkonuna sem ég sá einu sinni á tónleikum hér. Þessi borg hefur verið uppspretta svo óendanlega margs skemmtilegs í mínu lífi,“ segir Sigríður Dóra Sverrisdóttir á Vopnafirði sem er 60 í dag. „Í þessum töluðum orðum er- um við á leið til Tis- bury sem er hér suð- vestan við borgina. Þar ætlum við að heilsa upp á góðan vin, sir. Simon Rasch, breskan aðalsmann sem í áratugi kom til laxveiða á Íslandi. Honum kynntist ég á þeim góðu tímum þegar ég sá um matseld og fleira í veiðihúsunum í Vopna- firði.“ Sigríður Dóra er Akureyringur að uppruna en fluttist um ferm- ingaraldur á Vopnfirði með foreldrum sínum. „Ég festi hér rætur og vil ekki annars staðar vera, litla þorpið heldur vel utan um fólkið sitt. Ég hef sinnt mörgu á staðnum en í dag vinn ég á leikskólanum,“ segir Sigríður Dóra sem fyrr á árum var driffjöður í menningar- málum á Vopnafirði. Kom þá að undirbúningi og skipulagningu ým- issa áhugaverðra viðburða, svo sem tónleika, sýninga, skemmti- kvölda og annars slíks ágætis sem efnt var til í byggðarlaginu. Barst glaður ómur af þessum menningarvökum víða um land, enda komu þær Vopnafirði á kortið. „Við verðum hér í London fram að helgi, fljúgum þá heim og för- um austur. Leiðin liggur svo aftur hingað til Bretlands 12. maí en þá keppa mínir menn í Liverpool við Wolves á Anfield Road – og el ég þá von í brjósti að þar muni þeir ná meistaratitli,“ segir Sigríður Dóra sem er gift Svavari Halldórssyni og eiga þau tvö uppkomin börn og önnur tvö barnabörn. sbs@mbl.is Vopnfirðingur Sigríður Dóra á heimavelli. Ljúft líf í Lundúnum Sigríður Dóra Sverrisdóttir er sextug í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi G rímur Þór Valdimarsson fæddist 20. mars 1949 í Reykjavík og sleit barnskónum í Laugar- nes- og Vogahverfi inn- an um þéttbýlisbændur og hesta- menn. „Þá var listasetur Ásmundar Sveinssonar við Sigtún mikilvægur leikvöllur þar sem börnin í hverfinu voru aufúsugestir. Í Laugarnesskól- anum voru fyrstu skrefin á mennta- brautinni tekin með daglegum skammti af lýsistöflum og morgun- söng undir handleiðslu Ingólfs Guð- brandssonar. Eftir það lá leiðin í Langholts- og Vogaskóla þar sem 33 nemenda bekkir þóttu eðlileg stærð. Eins og við átti um flesta nýbúa höf- uðborgarinnar á þeim tíma voru mik- il tengsl við sveitina, við afa, ömmu og frændfólkið. Í hvorugri sveitinni var rafmagn og notast við steinolíu- lampa, en afi í Hvammi hafði byggt vatnsaflsstöð sem nægði til að lýs- ingar með fimm ljósaperum. Sem auðvitað varð að slökkva á þegar mjaltavélin var ræst!“ Eftir landspróf í Vogaskóla lá leið- in í Menntaskólann í Reykjavík sem lauk með stúdentsprófi árið 1969. „Líffræði var uppáhaldsgrein í MR enda Örnólfur Thorlacius betri en enginn í að kveikja áhuga. Við Há- skóla Íslands var nýstofnuð líf- fræðiskor með frábæru fólki, enda varð námsdvölin þar á bæ afar ánægjulegur tími sem lauk með BS- prófi árið 1973. Líffræðistúdentinn var heppinn með að hafa fengið sum- arvinnu á gerlarannsóknastofu í Út- varpshúsinu að Skúlagötu 4, eins og það var kallað, en þar var til húsa auk útvarpsins Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og Hafrannsóknastofnun. Örveruheimurinn heillaði strax, enda undirstaðan að heilnæmi mat- væla og geymsluþoli. Þótt húsamygla hafi ekki verið orðin stórmál á þeim tíma á Íslandi þá var þurrafúi í eikar- skipum það svo sannanlega, en þau mál heyrðu undir dr. Sigurð Péturs- sonar sem stýrði rannsóknarstof- unni.“ Að loknu BS-prófi við HÍ var haldið til Glasgow í Skotlandi, til að rannsaka bakteríur og aðrar örverur sem áhrif gætu haft á eldisþorsk í sjókvíum. Lauk þeirri vinnu með doktorsprófi árið 1977. „Á Skotlands- árunum hafði fjölskyldan stækkað og Grímur Þ. Valdimarsson örverufræðingur – 70 ára Fjölskyldan Grímur og Kristín ásamt afkomendum sínum heima í Árbænum í Reykjavík. Var forstjóri hjá SÞ Hjónin Kristín og Grímur á blómahátíð í Genzano á Ítalíu. Guðrún Ársælsdóttir á 80 ára af- mæli í dag. Hún býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Stein- móði Einarssyni. Þau eiga fjögur börn, sex barnabörn og fimm barnabarnabörn. Eitt barnabarna hennar, Aldís Guðrún Ársælsdóttir, á 30 ára afmæli í dag, sjá hér til hliðar. Árnað heilla 80 ára Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.