Morgunblaðið - 20.03.2019, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
Pantaðu borð í síma 483 4700 | www.hverrestaurant.is
HVER restaurant á Hótel Örk er fyrsta flokks
veitingastaður, fullkominn fyrir notalegar gæðastundir
með vinum, fjölskyldu eða vinnufélögum.
GIRNILEGUROG
SPENNANDIMATSEÐILL
OPIÐ
11:30–22:00
ALLADAGA
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú lætur aðgerðir annarra fara í taug-
arnar á þér og þarft að hafa hugfast að aðrir
verða að ráða sínum málum. Reyndu að ýta
þessu frá þér.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að leggja hart að þér til þess
að tryggja starfsframa þinn. Engar efasemd-
ir! Rétta lausnin er ekki endilega sú sem ligg-
ur í augum uppi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Í dag væri upplagt að spjalla við
vini, maka og fólk almennt. Hafi maki þinn
ekki þénað mikið á undanförnum árum, mun
það breytast núna.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Notaðu daginn til þess að sinna við-
gerðum á heimilinu og lagaðu það sem er bil-
að. Styddu allt sem þér dettur í hug, líka þær
hugmyndir sem þú skilur ekki alveg.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ræddu framtíðardrauma þína við aðra
og vittu hvað þeim finnst. Valdamiklir ein-
staklingar munu hugsanlega setja sig upp á
móti fyrirætlunum þínum í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það sem þig vantar birtist eins og
skotmark – hringurinn í skífunni er merktur
þér. Léttu af þér áhyggjunum með því að leita
til fagfólks sem getur gefið þér góð ráð.
23. sept. - 22. okt.
Vog Maður þarf ekki alla þessa hluti sem
maður heldur sig þurfa. Hlustaðu því á þá
eldri og dragðu lærdóm af því sem þeir segja.
Forðastu allt baktal í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Með því að taka höndum saman
við aðra geturðu breytt stefnunni í lífi þínu.
Gakktu í þau verk sem mestu skipta og klár-
aðu þau, en leyfðu smáhlutunum að dragast.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það geta komið upp alls konar
eftirmál þegar fólki finnst það ekki ná fram
vilja sínum. Betri vinnuaðstaða gæti verið á
næsta leiti.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Vertu stoltur af starfi þínu þótt
einhverjum finnist ekki mikið til þess koma.
Hugsaðu um aðstæður, fólk og hluti sem
gleðja þig, og leyfðu tilfinningunni að lýsa
þinn veg.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Samvinna skilar oft betri árangri
en einstaklingsframtakið. Og þótt málavextir
virðist allir ljósir þá er skynsamlegt að
skyggnast undir yfirborðið.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ágreiningur er partur af lífinu – hag-
aðu seglum eftir vindi. Mundu að engir tveir
einstaklingar eyða peningum á sama hátt.
Sumar vísur eru svo einfaldar ogvel kveðnar að manni finnst
maður kunna þær eftir að hafa
heyrt þær einu sinni, þótt maður
kunni þær ekki endilega! Þetta er
ein af þeim. - Sigurður J. Gíslason
(f. 1893) verkamaður á Akureyri
orti:
Þótt ég geri stöku stöku stöku sinni,
lítt ég því að sinni sinni,
sinni bara vinnu minni.
Magnús Halldórsson yrkir á
Boðnarmiði og ásannast á honum
að við erum allir sveitamenn inn við
beinið!
Gjarnan þetta gleður mig,
ef gæfustund á slíka.
Að heyra maula hey í sig,
hesta’og kindur líka.
Sigurlín Hermannsdóttir skrapp
í bústað um helgina að leita að vor-
inu. Það sést ekki mikið til þess
ennþá:
Mars er núna næstum liðinn,
næturfrost en þurrt að kalla.
Snjórinn on’í skurð er skriðinn,
skrýðir sinan brekku og hjalla.
Í vetrarkulda og þræsing þekki
að þrá svo vor með daga kyrra
og vona að sumar verði ekki
vott og kalt rétt sem í fyrra.
Pétur Stefánsson yrkir um
hvunndaginn:
Eftir svefn ég upp á fætur aftur rís.
Eiginkonan áfram sefur,
er því fátt sem skáldið tefur.
Árla dags til iðju sinnar arkar þjóð.
Sæll og glaður sit ég heima
með sólskinsbros og læt mig dreyma.
Keikur mjög og kátur sýp ég kaffitár.
Þannig drykkur þankann kætir,
þelið mýkir, skapið bætir.
Hér kemur aldarháttur eftir
Magnús Geir Guðmundsson í tilefni
af útvarpsþættinum „hvað höfum
við gert?“:
Lífið áfram líður hratt,
ljúfum stundum fækkar.
Græðginnar við greiðum skatt,
gjaldið stöðugt hækkar.
Bráðum munum fara flatt,
Forði jarðar smækkar.
Vitund nýja vonir batt,
en vandinn ennþá stækkar!
Jón Atli Játvarðarson svaraði:
Öll nú fötin ull og flís,
enginn betri, ríkur.
Dansa á fleka drukknar mýs,
drambið lítt frá víkur.
Dúnalogn er dagur rís,
dável slitnar flíkur.
Eta það sem úti frýs
afturbatapíkur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Stöku staka og vor í nánd
„ÉG ER BÚINN AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR.
GETUM VIÐ NÚ FARIÐ – EÐA VERÐ ÉG AÐ
KAUPA HANDA ÞÉR BLÓM?”
„ÉG HÉLT AÐ ÞÚ VÆRIR BÚINN!”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... full krús af súkkulaði-
bitakökum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
BLA-BLA-BLA-
BLA-BLA-BLA-
BLA-BLA-BLA …
BLA-BLA-BLA-
BLA-BLA-BLA-
BLA-BLA-BLA …
BLA-BLA-BLA-
BLA-BLA-BLA-
BLA-BLA-BLA …
JÓN ER AÐ
SEGJA MÉR HVAÐ
GERÐIST Í DAG
DREPLEIÐINLEGA
DAGINN HANS
ÞETTA VARÐ
ALDEILIS
SPENNANDI
HELGA, ÉG ER
KOMINN HEIM!
ÉG KOM MEÐ
HITABELTISPLÖNTU
HANDA ÞÉR!
ÞÚ MEINAR FRAMANDI
KÚSTSKAFT!
SEGÐU ÞAÐ MEÐ
BLÓMUM
Síðasta sýning á leikritinu Fólk,staðir, hlutir var leikin í Borgar-
leikhúsinu fyrir fullu húsi á sunnu-
dagskvöld. Sýningin fjallar um fíkn
og baráttuna við hana. Aðalpersónan
er leikkona, sem fer í afvötnun eftir
að hafa farið gersamlega út af spor-
inu í miðri leiksýningu.
x x x
Nína Dögg Filippusdóttir leikurleikkonuna og á sviðið með stór-
brotnum tilþrifum sínum. Björn
Thors er einnig í veigamiklu hlut-
verki og fer á kostum. Þá verður að
hrósa Sigrúnu Eddu Björnsdóttur,
sem leikur þrjár persónur í leikrit-
inu og tekst að gæða hverja þeirra
sínum persónuleikara.
x x x
Leikritið er átakanlegt, en um leiðfyndið. Höfundur þess, Duncan
Macmillan, virðist sækja í erfið við-
fangsefni. Um þessar mundir geng-
ur annað verk eftir hann í Borgar-
leikhúsinu, einleikurinn Allt sem er
frábært, og þar eru sjálfsvíg til um-
fjöllunar.
x x x
Leikritið Fólk, staðir, hlutir ermargslungið og áhorfandinn veit
ekki alltaf hvað er marktækt - hvað
er satt og hvað er logið, hvað blekk-
ing og hvað sannleikur. Víkverji sá
ekki betur en að sýningin hefði náð
til áhorfenda, enda þekkja flestir til
fíknar og skelfilegra afleiðinga
hennar með einhverjum hætti.
x x x
Þegar kom að hléi á sýningunnivar áhorfendum bent á að
frammi væri opinn bar og það ítrek-
að þegar undirtekir voru engar. Vík-
verji var ekki í skapi til að fara á
barinn í miðri meðferðarmessu og sá
ekki betur en að það sama ætti við
um aðra áhorfendur. Einhverjir
fengu sér kaffi, hinir fóru í blávatnið.
x x x
Víkverji hefur heyrt utan að sér aðmikið hafi verið spurt um miða á
sýninguna og hægt hefði verið að
selja á fleiri sýningar. Ekki sé því
útilokað að Borgarleikhúsið taki
þetta verk aftur til sýninga þótt síð-
ar verði. vikverji@mbl.is
Víkverji
Jesús sagði: „Hver sem ber ekki sinn
kross og fylgir mér getur ekki verið
lærisveinn minn.“
(Lúk: 14.27)