Morgunblaðið - 20.03.2019, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Rapp er ekki áberandi í hinum tón-
elsku Færeyjum þó fjölbreytni í
tónlist sé þar annars mikil.
Silvurdrongur, hip hop-sveit leidd af
rapparanum og ljóðskáldinu Trygva
Danielsen og upptökustjórnand-
anum Per I., hefur þó notið mikilla
vinsælda frá árinu 2017 enda einkar
áhugaverð og líkleg til frekari af-
reka.
Silvurdrongur gaf út sína fyrstu
breiðskífu, Silvurpláta (Silfurplata) í
fyrra og hlaut fyrir tilnefningu til
Færeysku tónlistarverðlaunanna,
fyrir bestu plötu í flokki dægur-
tónlistar. Hlaut verðlaunin að vísu
ekki en tilnefningin hlýtur þó að
teljast gæðastimpill. Rapparinn
Trygvi, Silfurdrengurinn, er með
skemmtilega letilegan stíl, hálf-
gerður muldrari og rímur hans eru
allar á færeysku. Og Trygvi er mik-
ill rólyndispiltur eins og blaðamaður
komst að þegar hann hitti hann yfir
kaffibolla í Þórshöfn, degi eftir af-
hendingu verðlaunanna.
Myrkari textar
Trygvi er spurður að því hvernig
hann skilgreini sig sem tónlistar-
mann, hvort hann sé rappari eða
eitthvað annað? „Þú getur alla vega
kallað þetta takt og kveðskap,“
svarar Trygvi kíminn og virðist lítt
gefinn fyrir slíkar skilgreiningar.
Silvurdrongur flutti með tilþrifum
sinn stærsta smell á Færeysku tón-
listarverðlaununum 9. mars, „Rógv
ella ró“ og leikur blaðamanni for-
vitni á að vita um hvað hann er að
rappa í laginu. „Ég hef fengið nóg,
ég er ekki eins og þú,“ svarar
Trygvi og vísar með því í algengustu
setningu lagsins sem hann segir
fjalla um ergilegan mann sem finni
hvergi hugarró. „Lagið fjallar um að
hlusta ekki á raddir þeirra sem vilja
að þú sért eitthvað sem þú vilt ekki
vera,“ bætir hann við. Hefur hann
reynslu af því? „Ja, allir heyra radd-
ir sem segja þeim að vera svona eða
hinsegin,“ svarar Trygvi sposkur.
En um hvað er hann að rappa,
svona almennt séð? „Aðallega
hvernig sé að vera á lífi í Færeyjum
árið 2019,“ svarar Trygvi. Á end-
anum snúist textarnir um að tjá
ólíkar tilfinningar, þeir nýjustu séu
ansi myrkir og finna megi illsku í
þeim.
Eðlilegra að tjá sig á færeysku
Trygvi er ekki aðeins tónlistar-
maður heldur líka ljóðskáld og kvik-
myndagerðarmaður. Hann hefur
gefið út ljóðabækur á færeysku og
segist vilja rappa á móðurmálinu.
Það hafi hins vegar ekki verið með-
vituð ákvörðun heldur gerst af
sjálfu sér. Hann segir sér eðlilegra
að tjá sig á móðurmálinu, honum
þyki einfaldlega skrítið að rappa á
ensku.
En þegar kemur að söng þykir
Trygva hins vegar auðveldara að
syngja á ensku og hann segist van-
ari því. „Nánast öll tónlist sem ég
hlusta á og hef gaman af er á ensku
og því syng ég meira á ensku,“ út-
skýrir hann en segir Færeyinga þó
búa yfir ríkulegri sönghefð og vera
söngelsk þjóð.
Trygvi var eini rapparinn í hópi
þeirra sem tilnefndir voru til Fær-
eysku tónlistarverðlaunanna sem
kemur ekki á óvart því rapp er lítið
áberandi í færeysku tónlistarlífi, öf-
ugt við það íslenska. Trygvi segir
engu að síður nokkra rappara að
finna í eyjunum og hip hop-sveitir,
t.d. Swangah sem orðin er nokkurra
ára og hefur notið vinsælda. „Þetta
er vaxandi tónlistargrein í Fær-
eyjum,“ segir Trygvi um hip hop-ið.
Silvurdrongur hefur ekki farið
víða utan landsteinanna, aðeins leik-
ið í Danmörku en framundan eru
tónleikar á Grænlandi og í Finn-
landi. Og spurður að því hvort hann
vilji ekki koma til Íslands með Silv-
urdrong segist hann gjarnan vilja
það enda eigi tónlist sveitarinnar
líklega best við Íslendinga af öllum
þjóðum öðrum en Færeyingum.
Hún mun eflaust þrífast vel þar,
bæði út af líkindum með tungumál-
unum og eðli tónlistarinnar. „Þannig
að vonandi fáum við einhvern tíma
tækifæri til að leika á Íslandi og
heilla fólk þar,“ segir Trygvi að lok-
um.
Hlusta má á lög Silvurdrongs á
Spotify og YouTube og kynna sér
hann frekar á vef Tutls á slóðinni
tutlrecords.com.
Taktur og kveðskapur
Silvurdrongur nýtur mikilla vinsælda í Færeyjum þó rapp sé heldur lítið áberandi þar í landi
Hlaut tilnefningu til Færeysku tónlistaverðlaunanna fyrir fyrstu breiðskífu sína, Silvurpláta
Ljósmynd/Sigmund V. P. Zachariassen
Silfurplata Silfurdrengurinn Trygvi á kápu plötunnar Silvurpláta. Trygvi
segist hafa verið að leita að jafnvægi karlmennsku og kvenleika.
Morgunblaðið/Helgi Snær
Huggulegt Trygvi á Paname Café í Þórshöfn þar sem hann ræddi við blaða-
mann degi eftir afhendingu Færeysku tónlistarverðlaunanna .
VELDU ÚR MEÐ SÁL
www.gilbert.is
Nýtt listasafn hefur verið opnað í New York og það all-
sérstakt því það er helgað styttum og málverkum af
hundum. Safnið nefnist American Kennel Club Museum
og eru þessi hundaverk frá ólíkum tímabilum í lista- og
mannkynssögunni. Safnið mun þó ekki vera nýtt af nál-
inni heldur var það upphaflega opnað í New York árið
1982 og fjórum árum síðar flutt til St. Louis. Hundarnir
hafa því snúið heim aftur. Fyrir þá sem hafa hug á að
fara í safnið er það við 101 Park Avenue á Manhattan.
Listasafn helgað hundum
Hundurinn Zunky á
gangi í New York