Morgunblaðið - 20.03.2019, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 2019
1960
SVEINN KJARVAL
Sindrastóllinn (H-2) eftir Svein Kjarval
(1919-1981) er með þekktari stólum sem
framleiddir voru af Sindrasmiðjunni hf.
á sjötta og sjöunda áratugnum og var
mjög algengur á íslenskum heimilum.
Hann var til með og án arma og voru
pípurnar sem sveigjast frá baki yfir í
arma til mismunandi formaðar og
setja sterkan svip á stólinn. Fæturnir
eru úr mjóum rörum en efri hlutinn
frá setu upp í bak og yfir í arma er
úr stálteinum og armar úr tekki
hvíla á teinunum. Öll grindin er
svört. Seta og bak eru úr form-
spenntum krossviði og ýmist klædd
ullaráklæði eða gallondúk. Stóllinn er með óvenju-
lega breitt bak og setu og gerðarlegri en margir
fjölnotastólar sem framleiddir voru á þessum tíma.
Sams konar stóll var fyrst sýndur á sýningunni
Formes Scandinaves í París árið 1958-1959. Stóllinn
var í framleiðslu til ársins 1970.
Fyrirlestur á 100 ára afmæli
Í tilefni af því að í dag eru eitt hundrað ár liðin frá
fæðingu Sveins Kjarvals, innanhúss- og húsgagna-
arkitekts, flytur dr. Arndís S. Árnadóttir fyrirlestur
um verk hans og störf. Fyrirlesturinn fer fram kl. 20
í kvöld í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56,
en Sveinn hannaði meðal annars bekkina í kirkjunni.
Sveinn var frumkvöðull í húsgagna- og innanhúss-
hönnun á Íslandi. Hann fæddist í Danmörku og voru
foreldrar hans Jóhannes Sveinsson Kjarval listmál-
ari og kona hans Tove Kjarval, f. Merrild, rithöf-
undur.
Eiginkona Sveins var Guðrún, elsta barn Helga
Hjörvars, útvarpsmanns, og Rósu Daðadóttur.
Sem lítill drengur bjó Sveinn skamma hríð með
foreldrum sínum á Íslandi, en fluttist síðan með
móður sinni aftur til Danmerkur, ólst þar upp og
lauk prófum í húsgagnasmíði 1938. Ári síðar kom
hann til Íslands, vann við smíðar og var verkstjóri,
en fór aftur utan 1946, stundaði nám í
Kunsthandværkskolen í Kaupmannahöfn og braut-
skráðist sem innanhússarkitekt 1949. Sama ár kom
hann til Íslands og vann að húsgagna- og innanhúss-
hönnun á þeim tíma sem nokkur einhæfni ríkti á því
sviði.
Hann hannaði innréttingar fyrir Þjóðminjasafnið,
bókasafnið á Bessastöðum, veitingahúsið Naustið og
kaffistofuna Tröð, svo eitthvað sé nefnt, auk fjölda
vandaðra húsgagna sem enn í dag eru eftirsótt.
Hönnunarsafn Íslands á um fimmtíu muni eftir
Svein og mun standa fyrir sýningu á ævistarfi hans
seinna á árinu. Sveinn lést árið 1981.
Fyrirlesturinn er í boði Hönnunarsafns Íslands.
Íslensk hönnun - Hönnunarsafn Íslands
Stóll sem hefur breitt bak
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varð-
veita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að
hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans.
Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni,
sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu.
Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir
sem hasla sér völl og koma fram með
vandaða gripi sem standast alþjóðlegan
samanburð og eru líka nytjamunir
og/eða skrautmunir.
Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp
sýninguna 100ár100hlutir á Instagram þar sem 100
færslur eru birtar á jafnmörgum dögum um
hönnunargripi í eigu safnsins frá ár-
unum 1918 til 2018.
Áhrifavaldur Sveinn Kjarval hafði mikil áhrif á
íslenska húsgagnasmíð og hönnun hans sést víða.
Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Elísabet
V. Ingvarsdóttir skráði lýsingu á stól.
Kristinn Sigmundsson bassasöngvari leikstýrir upp-
færslu óperudeildar Söngskóla Sigurðar Demetz á
óperunni Suor Angelica eftir G. Puccini og senum úr
óperum Mozarts, Töfraflautunni og Brottnáminu úr
Kvennabúrinu, sem sýnd verður í Tjarnarbíói þriðju-
daginn 26. mars kl. 18 og 21. Nemendur í óperudeild 2,
sem eru á mið-, framhalds- og háskólastigi, koma fram
í sýningunni og Antonía Hevesi leikur á píanó en hún er
jafnframt æfingastjóri óperudeildar skólans. Í óper-
unni Suor Angelica eru eingöngu kvenhlutverk og
fjallar hún um örlög systur Angelicu sem eignaðist
barn utan hjónabands og kallaði þar með skömm yfir
fjölskyldu sína. Örlög hennar eru klausturvist og að
þurfa að gefa barnið frá sér.
Kristinn leikstýrir óperu
Leikstýrir Kristinn Sigmundsson reynir fyrir sér í leikstjórn.
Kevin Tsujihara,
forstjóri banda-
ríska stórfyrir-
tækisins Warner
Bros., hefur sagt
starfi sínu lausu í
kjölfar ásakana
um að hafa reynt
að útvega hjá-
konu sinni hlut-
verk, að því er
fram kemur á vef BBC. John Stankey, forstjóri systur-
félags Warner Bros., WarnerMedia, segir það í þágu
fyrirtækisins að Tsujihara láti af störfum og viður-
kenni mistök sín. Fyrr í þessum mánuði greindi vefsíð-
an Hollywood Reporter frá því að leikkonan Charlotte
Kirk hefði leitað aðstoðar forstjórans við að fá hlutverk
eftir að hafa sofið hjá honum. Munu smáskilaboð milli
þeirra vera því til sönnunar. Lögmaður Tsujihara hélt
því þá fram að skjólstæðingur hans hefði ekki komið að
ráðningu leikkonunnar í nein kvikmyndahlutverk.
Reuters fréttastofan greindi svo frá bréfi sem Tsujih-
ara sendi starfsmönnum á mánudag en í því voru þess-
ar ásakanir hvergi nefndar heldur sagðist hann gera
sér grein fyrir að áframhaldandi seta sín í stóli for-
stjóra myndi koma niður á fyrirtækinu.
Forstjóri Warner segir af sér
Kevin Tsujihara Charlotte Kirk
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 24/3 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas.
Sun 24/3 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas.
Sun 31/3 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00
Sun 31/3 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00
Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00
Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 13:00
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 23/3 kl. 19:39 Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30
Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fös 3/5 kl. 19:30 9.sýn
Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Lau 23/3 kl. 15:00 Lau 30/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 15:00
Lau 23/3 kl. 17:00 Sun 31/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas.
Sun 24/3 kl. 15:00 Sun 31/3 kl. 17:00 Lau 13/4 kl. 17:00
Sun 24/3 kl. 17:00 Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 17:00
Fös 29/3 kl. 18:00 Aukas. Lau 6/4 kl. 15:00
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas.
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas.
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Loddarinn (Stóra Sviðið)
Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn
Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn
Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00
Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið)
Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn
Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn
Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 21/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 19:30 Fös 29/3 kl. 19:30
Fös 22/3 kl. 19:30 Lau 23/3 kl. 22:00 Fös 29/3 kl. 22:00
Fös 22/3 kl. 22:00 Fim 28/3 kl. 21:00
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 14:00
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s
Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s
Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s
Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s
Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s
Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Lau 23/3 kl. 20:00 44. s Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Lau 6/4 kl. 20:00 46. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fös 22/3 kl. 20:00 6. s Fim 28/3 kl. 20:00 7. s Fös 5/4 kl. 20:00 8. s
Hvað varð um konuna?
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Bæng! (Nýja sviðið)
Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s
Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s
Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s
Alltof mikið testósterón
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!