Morgunblaðið - 20.03.2019, Síða 36

Morgunblaðið - 20.03.2019, Síða 36
Með Punktum og peningum getur þú nýtt Vildarpunkta Icelandair upp í hvaða flug sem er. Líttu inn á vefinn okkar og lækkaðu verðið á ferðinni þinni. airicelandconnect.is Settu punktinn yfir ferðalagið Hönnunarhátíðin HönnunarMars hefst formlega 28. mars en nokkrar hönnunarsýningar á dagskrá henn- ar verða hins vegar opnaðar nokkr- um dögum fyrr, þeirra á meðal sýn- ingin Tvennir tímar í Borgarbóka- safninu menningarhúsi í Kringl- unni. Hún verður opnuð á morgun kl. 17 og sýnir Hrafnhildur fatalínu innblásna af gömlu handverki og fatastíl. Tvennir tímar í fata- hönnun Hrafnhildar MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 79. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Selfyssingurinn Teitur Örn Einars- son hefur staðið sig afar vel með sænska meistaraliðinu Kristianstad á sínu fyrsta tímabili í atvinnu- mennsku en hann varð markahæsti leikmaður liðsins í deildarkeppn- inni. Teitur segir að mesti munurinn á milli sænsku úrvalsdeildarinnar og Olís-deildarinnar sé markvarsl- an. »2 Markvarslan mesti munurinn ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Aron Einar Gunnarsson, lands- liðsfyrirliði í knattspyrnu, er á leiðinni til Katar í sumar þar sem hann mun spila undir stjórn Heimis Hallgrímssonar hjá Al- Arabi. Er þetta skynsamlegt skref á ferlinum hjá Aroni sem er á lokasprettinum á sínu ell- efta tíma- bili á Eng- landi? Um þetta er fjallað í íþrótta- blaðinu í dag. »3 Er skynsamlegt hjá Aroni að fara til Katar? Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðal- maður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi var stofnað 12. febrúar 1950. Blikar fagna því 70 ára afmæli félagsins á næsta ári en Guðmundur byrjaði að æfa fótbolta hjá félaginu fyrir um 60 árum. „Sem polli ólst ég upp á Vallagerðisvellinum,“ rifjar hann upp. „Ég átti líka góð ár í 3. og 2. flokki í KR,“ bætir hann við. Ferilskrá Guðmundar í íþróttum og einkum knattspyrnu er glæsileg. Hann lét til sín taka í handbolta, körfubolta og skák og 1967 varð hann meðal annars fyrsti skákmeist- ari Kópavogs. Sama ár var hann fyrsti íþróttafulltrúi bæjarins og snemma árs 1970 lék hann fyrsta A- landsleik sinn, fyrstur Kópavogsbúa. „Þá hafði ég aldrei leikið í efstu deild, sem ég held að sé einsdæmi,“ segir héraðsdómslögmaðurinn. Hann á markametið í meistaraflokki Breiðabliks með 92 mörk í 173 leikj- um. „Það verður aldrei slegið því markahæstu strákarnir hverju sinni eru fljótlega seldir til útlanda.“ Samhliða því að æfa og spila var Guðmundur virkur í félagsmálum knattspyrnudeildar Breiðabliks og gegndi þar öllum stjórnarstörfum. Hann byrjaði snemma að þjálfa, hélt m.a. úti reglubundnum æfingum fyr- ir stúlkur sumarið 1967, þjálfaði fyrstu Íslandsmeistara Breiðabliks í yngri flokkum 1973 og var Íslands- meistari fjögur ár í röð, þjálfaði fyrsta piltalandsliðið 1976 og fyrsta kvennalandsliðið 1981 til 1983, síð- asta árið með Sigurði Hannessyni. Þá varð meistaraflokkur kvenna í Breiðabliki þrisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn. Öll þessi störf voru unnin í sjálfboðavinnu. „Sam- hliða þjálfuninni gekk maður í öll störf, var jafnt sjúkraþjálfari sem vatnsberi, nuddari sem liðsstjóri,“ segir Guðmundur, sem lagði til á ársþingi KSÍ 1979 að kvennalands- liði yrði komið á laggirnar. „Þá voru engir peningar til og menn tóku þessi störf að sér heiðursins vegna.“ Í þessu sambandi rifjar hann upp að leikmenn hafi líka þurft að taka til hendi. „Þegar ég var í meistara- flokki mættum við á laugardags- morgni til þess að raka völlinn og merkja hann og spiluðum svo eftir hádegi. Þá keyptu menn sína skó og borguðu hluta í ferðakostnaði vegna leikja úti á landi.“ Glæsileg aðstaða Breiðablik er með eina glæsileg- ustu íþróttaaðstöðu landsins og ár- angurinn hefur ekki látið á sér standa. Þegar Guðmundur var íþróttafulltrúi fékk hann skriflegt samþykki landeigenda í Smára- hvammi til þess að ræsa út 100x100 m grasflöt. „Það var fyrsti grasvöll- ur Breiðabliks,“ segir hann stoltur. Nokkrir félagar í fjáröflunarnefnd knattspyrnudeildarinnar ákváðu að kaupa af Landsbankanum mjög stórt fokhelt hús á Kársnesinu, þrjár hæðir og kjallara, og þar sem kaupin þóttu ekki tilhlýðileg í nafni deildar- innar stofnuðu þeir einkahlutafélag um verkefnið. Löguðu eignina og seldu síðan í hlutum með mjög góð- um hagnaði. „Í framhaldi gáfum við deildinni 35 milljónir sem nýta átti til að koma upp félagsheimili og æf- ingaaðstöðu. Við sóttum síðan um land hjá bænum undir aðstöðuna sem svo fékkst. Kostnaður við að byggja upp Smárann varð 350 millj- ónir, félagið þurfti að greiða 10% og nægði gjöfin til þess að koma Blik- unum almennilega fyrir.“ Kom Blikum fyrir Morgunblaðið/Árni Sæberg Traustur Guðmundur Þórðarson á glæstan feril og var tekinn inn í Frægðarhöll Breiðabliks fyrir þremur árum.  Fyrsti landsliðsmaður Kópavogs og fyrsti þjálfari kvennalands- liðsins í fótbolta á mikilvægan þátt í íþróttaaðstöðu Breiðabliks

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.