Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 70

Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Nýjar fermingarmöppur Mappan geymir myndir, gestabók og kort Varðveittu minningarnar um fermingardaginn á einum stað 9 litir Múlalundur Vinnustofa SÍBS Reykjalundur | 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 | www.mulalundur.is E f það er eitthvað sem ungt fólk hefur gaman af þá eru það nýjustu raftækin. Til að komast í gegnum unglingsárin þarf jú að vera hægt að hlusta á uppá- haldstónlistina, spila uppáhaldsleikina, og vera með nefið límt við snjallsímann frá morgni til kvölds. Þeir sem eldri eru eiga oft fullt í fangi með að átta sig á hvaða græjur unglingana dreymir um – og ekki að furða því tæknin breytist hratt og dell- urnar koma og fara eins og hendi sé veifað. Til að auðvelda gjafavalið eru hér nokkur skot- held raftæki sem munu ekki valda vonbriðgum á fermingardaginn: 1 PlayStation 4 Pro-leikjatölva Leikjatölvan frá Sony gerir fleira en að spila vinsælustu leikina. Henni er best lýst sem einni allsherjar afþreyingarmiðstöð fyrir bæði sjón- varpsþátta- og kvikmyndagláp, ráp á netinu, tón- listarhlustun og svo vitaskuld tölvuleikjaspilun. Með öflugustu gerðinni, PS4 Pro, má leysa krafta sýndarveruleikans úr læðingi og hverfa inn í leikjaheiminn. Hjá Elko kostar PS4 Pro 59.995 kr. 2 SamsungGalazy S10 Við fermingu er kannski loksins orðið óhætt að leyfa unglingnum að eignast snjallsíma í hæsta gæðaflokki. Nýjasta flaggskipið í símaframboði Samsung, Galaxy S10, er ekki ódýrasti síminn á markaðinum, en á móti kemur að það er alveg öruggt að hann verður mikið notaður. Meðal þess sem Galaxy S10 skartar er ákaflega vel heppnuð myndavél svo að unglingurinn á eftir að geta látið ljós sitt skína sem áhugaljósmyndari og fest dýrmætar minningar unglingsáranna á filmu. Samsung Galaxy S10 fæst m.a. hjá Elko á 144.995 kr. 3 Þráðlaus heyrnartól frá Bose Fyrir unglinginn eru heyrnartól ekki bara til þess gerð að hlusta á tónlist, heldur eru þau líka partur af fataskápnum. Er útlitið ekki fullkomnað fyrr en stór og fín heyrnartólin eru komin á eyrun. Bose Quiet Comfort 35 eru heyrnartól af bestu sort, og nota nýjustu tækni til að deyfa um- hverfishljóð. Þau tengjast snjallsímanum eða tölvunni þráðlaust og á hleðslan að duga í 20 klukkustunda notkun. Hjá Elko kosta heyrnatólin 46.995 kr. 4 Rafmagns-hlaupahjól Úti í heimi hefur fólk tekið rafmagnshlaupa- hjólum opnum örmum enda afskaplega sniðug samgöngutæki. Hlaupahjólin taka sáralítið pláss, þau má brjóta saman, og ná allt að 25 km/klst hraða sem er rösklega tvöfaldur skokkhraði. Henta þau vel til að komast með skjótum, örugg- um og umhverfisvænum hætti á milli staða. Kaupa má Mi rafmagnshlaupahjólið hjá Mii.is á 79.990 kr. og fæst bæði í svörtum lit og hvítum. 5 Þráðlausir hátalarar frá JBL Mikið líður tíminn hratt. Þeir sem eru núna að undirbúa fermingarveislu frumburðarins muna ef- laust eftir því að hafa langað mest af öllu að fá í fermingargjöf risastórar græjur með geislaspil- ara. Í dag er ekki lengur aðalatriðið að græjurnar séu stórar, og geisladiskarnir eru útdauðir rétt eins og risaeðlurnar: það sem unglingarnir vilja í staðinn eru litlir og meðfærilegir blátannar- hátalarar sem streyma tónlistinni beint úr síman- um. JBL Charge4 hátalararnir hitta í mark, enda veðurvarðir, fást í ýmsum litum, hafa kröftugan hljóm og koma með innbyggðri rafhlöðu sem dug- ar í allt að 20 stunda spilun. JBL Charge4 kostar 24.995 kr. hjá Heimilis- tækjum. 6 Acer fartölva Árin í kringum fermingaraldurinn eru góður tími fyrir unglinginn til að eignast sína fyrstu al- mennilegu fartölvu. Námið er farið að verða krefjandi, og þörf á góðu vinnutæki til að skrifa ritgerðir, gera heimildaleit og æfa fingrasetn- inguna. Acer Swift 1 er fín fartölva fyrir byrjendur, með 14 tommu skjá og prýðileg græja til að leysa skólaverkefnin vel af hendi, spjalla á samfélags- miðlum og streyma uppáhaldssjónvarpsþáttunum. Tölvulistinn selur Acer Swift 1 á 89.995 kr. Fyrir græjuóða unglinginn 1 3 4 6 5 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.