Morgunblaðið - 15.03.2019, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 15.03.2019, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Nýjar fermingarmöppur Mappan geymir myndir, gestabók og kort Varðveittu minningarnar um fermingardaginn á einum stað 9 litir Múlalundur Vinnustofa SÍBS Reykjalundur | 270 Mosfellsbær Sími 562 8500 | www.mulalundur.is E f það er eitthvað sem ungt fólk hefur gaman af þá eru það nýjustu raftækin. Til að komast í gegnum unglingsárin þarf jú að vera hægt að hlusta á uppá- haldstónlistina, spila uppáhaldsleikina, og vera með nefið límt við snjallsímann frá morgni til kvölds. Þeir sem eldri eru eiga oft fullt í fangi með að átta sig á hvaða græjur unglingana dreymir um – og ekki að furða því tæknin breytist hratt og dell- urnar koma og fara eins og hendi sé veifað. Til að auðvelda gjafavalið eru hér nokkur skot- held raftæki sem munu ekki valda vonbriðgum á fermingardaginn: 1 PlayStation 4 Pro-leikjatölva Leikjatölvan frá Sony gerir fleira en að spila vinsælustu leikina. Henni er best lýst sem einni allsherjar afþreyingarmiðstöð fyrir bæði sjón- varpsþátta- og kvikmyndagláp, ráp á netinu, tón- listarhlustun og svo vitaskuld tölvuleikjaspilun. Með öflugustu gerðinni, PS4 Pro, má leysa krafta sýndarveruleikans úr læðingi og hverfa inn í leikjaheiminn. Hjá Elko kostar PS4 Pro 59.995 kr. 2 SamsungGalazy S10 Við fermingu er kannski loksins orðið óhætt að leyfa unglingnum að eignast snjallsíma í hæsta gæðaflokki. Nýjasta flaggskipið í símaframboði Samsung, Galaxy S10, er ekki ódýrasti síminn á markaðinum, en á móti kemur að það er alveg öruggt að hann verður mikið notaður. Meðal þess sem Galaxy S10 skartar er ákaflega vel heppnuð myndavél svo að unglingurinn á eftir að geta látið ljós sitt skína sem áhugaljósmyndari og fest dýrmætar minningar unglingsáranna á filmu. Samsung Galaxy S10 fæst m.a. hjá Elko á 144.995 kr. 3 Þráðlaus heyrnartól frá Bose Fyrir unglinginn eru heyrnartól ekki bara til þess gerð að hlusta á tónlist, heldur eru þau líka partur af fataskápnum. Er útlitið ekki fullkomnað fyrr en stór og fín heyrnartólin eru komin á eyrun. Bose Quiet Comfort 35 eru heyrnartól af bestu sort, og nota nýjustu tækni til að deyfa um- hverfishljóð. Þau tengjast snjallsímanum eða tölvunni þráðlaust og á hleðslan að duga í 20 klukkustunda notkun. Hjá Elko kosta heyrnatólin 46.995 kr. 4 Rafmagns-hlaupahjól Úti í heimi hefur fólk tekið rafmagnshlaupa- hjólum opnum örmum enda afskaplega sniðug samgöngutæki. Hlaupahjólin taka sáralítið pláss, þau má brjóta saman, og ná allt að 25 km/klst hraða sem er rösklega tvöfaldur skokkhraði. Henta þau vel til að komast með skjótum, örugg- um og umhverfisvænum hætti á milli staða. Kaupa má Mi rafmagnshlaupahjólið hjá Mii.is á 79.990 kr. og fæst bæði í svörtum lit og hvítum. 5 Þráðlausir hátalarar frá JBL Mikið líður tíminn hratt. Þeir sem eru núna að undirbúa fermingarveislu frumburðarins muna ef- laust eftir því að hafa langað mest af öllu að fá í fermingargjöf risastórar græjur með geislaspil- ara. Í dag er ekki lengur aðalatriðið að græjurnar séu stórar, og geisladiskarnir eru útdauðir rétt eins og risaeðlurnar: það sem unglingarnir vilja í staðinn eru litlir og meðfærilegir blátannar- hátalarar sem streyma tónlistinni beint úr síman- um. JBL Charge4 hátalararnir hitta í mark, enda veðurvarðir, fást í ýmsum litum, hafa kröftugan hljóm og koma með innbyggðri rafhlöðu sem dug- ar í allt að 20 stunda spilun. JBL Charge4 kostar 24.995 kr. hjá Heimilis- tækjum. 6 Acer fartölva Árin í kringum fermingaraldurinn eru góður tími fyrir unglinginn til að eignast sína fyrstu al- mennilegu fartölvu. Námið er farið að verða krefjandi, og þörf á góðu vinnutæki til að skrifa ritgerðir, gera heimildaleit og æfa fingrasetn- inguna. Acer Swift 1 er fín fartölva fyrir byrjendur, með 14 tommu skjá og prýðileg græja til að leysa skólaverkefnin vel af hendi, spjalla á samfélags- miðlum og streyma uppáhaldssjónvarpsþáttunum. Tölvulistinn selur Acer Swift 1 á 89.995 kr. Fyrir græjuóða unglinginn 1 3 4 6 5 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.