Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2019 LÍFSSTÍLL Herskipið Vasa sem átti aðvera flaggskip sænska flot-ans lagði upp í jómfrúferð sína síðdegis á fögrum sunnudegi, 10. ágúst 1628. Eftir 1300 metra siglingu sökk skipið á örfáum mínútum um 120 metra frá landi, rétt suður af Djurgården. Flestir björguðust, en um 30-40 manns fórust. Skipasmíðar á Blasieholmen Í janúar 1625 gerði Gustav Adolf II. Svíakonungur samkomulag við Hen- rik Hybertsson, skipasmið frá Hol- landi, um smíði fjögurra herskipa. Á þeim tíma tíðkaðist ekki að gera teikningar að skipum áður en smíði hófst, heldur var treyst á reynslu og þekkingu skipasmíðameistarans. Fyrsta skipið átti að heita Vasa til heiðurs Gustav Vasa konungi sem ríkti yfir Svíþjóð 1523-1560. Vasa átti að verða flaggskip sænska flotans. Hafist var handa að fella eikartré í nágrenni Stokkhólms. Ekki dugði minna en rúmlega eitt þúsund eikur fyrir glæsiskipið. Skógarhöggið þurfti helst að fara fram að vetri svo hægt væri að flytja trén á sleðum til skipasmíðastöðvarinnar sem var á Blasieholmen, skammt frá þar sem hið fræga Grand Hotel stendur nú. Um 400 manns af ýmsum þjóðernum störfuðu þar, margir smiðanna hol- lenskir. Þegar smíði Vasa var hálfnuð lést yfirsmiðurinn Henrik Hyberts- son og kom það í hlut Margrétar ekkju hans að hafa umsjón með að ljúka verkinu. Eftir að Vasa var sjó- sett var sjóhæfnin prófuð með því að láta 30 manns hlaupa samtímis á þil- farinu milli borðstokka. Eftir að mennirnir höfðu hlaupið þrjár ferðir í hvora átt var tilraunin stöðvuð. Vaggaði skipið svo að viðstöddum leist ekki á blikuna. Augljóst var að stöðugleikanum var verulega ábóta- vant. Enginn þorði þó að nefna þetta við konung né hans nánustu hirð- menn. Flaggskip sænska flotans Á þessum tíma var Svíþjóð orðin helsta stórveldið við Eystrasalt. Gústav Adolf II. konungi þótti við hæfi að sýna veldi sitt með hinu glæsilega og ógnvekjandi nýja flagg- skipi Vasa. Það var með stærstu her- skipum á sinni tíð, tæpir 70 metrar að lengd, þriggja mastra. Tvö fall- byssuþilför voru á skipinu. Vopna- búnaður samtals 64 fallbyssur og vógu flestar þeirra um hálft annað tonn. Fengnir voru margir af færustu tréskurðarmeisturum frá Þýskalandi til að skreyta skipið. Á skipinu voru um sjö hundruð styttur af listilega máluðum ljónum, hafmeyjum, engl- um og þekktum einstaklingum úr grísku goðafræðinni. Hinu nýja flaggskipi flotans var ætlað að leika stórt hlutverk í styrjöldinni við Pól- verja, en einnig hugði konungur á þátttöku í þrjátíu ára stríðinu. Í þeim hildarleik mætti hann örlögum sínum í orrustunni við Lützen árið 1632. Slysið Eftir guðsþjónustu sunnudaginn 10. ágúst þustu allir sem vettlingi gátu valdið niður á hafnarsvæðið til að fylgjast með stolti sænska flotans leggja úr höfn í jómfrúferðina. Nokkrir fengu að taka með eigin- konur og börn í tilefni dagsins. Veður var svo stillt að skipverjar urðu að draga skipið á akkerunum út í sundin þar sem von var á gjólu. Fallbyssu- hlerarnir voru opnir og skotið nokkr- um heiðursskotum. Upp voru dregin fjögur segl af tíu þegar smá gustur kom af suðri. Skipið vaggaði í gol- unni. Þegar annar heldur hraustlegri gustur kom skipti engum togum að Vasa hallaði svo mjög að sjór fossaði inn um fallbyssulúgurnar á bak- borðshliðinni. Skipun var gefin um að Aftur á voru káetur skipstjóra og næstu yfirmanna hans. Hermönnum og al- mennum skipverjum var ætlað að sofa og hafast við á fallbyssuþilförunum. Morgunblaðið/Ómar Vasa-safnið í Stokkhólmi er með stórfenglegri söfnum Evrópu. Það hefur að geyma eina stóra sautjándu aldar herskipið sem varðveist hefur. Texti og myndir: Ómar Óskarsson omarscz@simnet.is Líkanið af Vasa, 1:10, sýnir vel liti og skreytingar á degi jómfrúarferðarinnar. Líkan af Vasa-skjaldarmerkinu sem var fyrir miðjum skut skipsins. Áhrifaríkt og heillandi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.