Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 19
28.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 draga inn bakborðbyssurnar og loka hlerunum, en ráðrúm gafst ekki til þess. Skipið sökk á nokkrum mín- útum á 32 metra dýpi. Af þeim 130- 150 manns sem talið er að hafi verið um borð fórust um 30-40, flestir þeirra lokuðust inni neðan þilja. Björgun eftir 333 ár Fáeinum áratugum eftir slysið tókst að bjarga flestum fallbyssunum á land. Eftir að möstrin voru fjarlægð féll skipið flestum í gleymsku uns fornleifafræðingurinn Anders Fran- sén fann það árið 1956. Björgunar- aðgerðir hófust fljótlega og reyndust afar erfiðar og hættulegar. Skipið lá í fimm metra þykkri botnleðju. Grafa þurfti fern 20 metra göng undir skip- ið til að koma fyrir stálköplum svo hægt væri að lyfta skrokknum frá sjávarbotni. Það var hættulegt verk, en engin slys urðu við framkvæmd- ina. Um 8000 skrúfboltar höfðu hald- ið skipinu saman, en allir höfðu þeir ryðgað burt eftir 333 ár í sjó. Þurfti því að festa skipsflakið rækilega sam- an svo óhætt væri að lyfta því upp. Eftir vandlegan undirbúning var Vasa loks lyft upp á yfirborðið 24. apríl 1961. Var þá mikið verk óunnið við hreinsun og söfnun muna skip- verja og skipshluta sem lágu á víð og dreif kringum flakið. Margra ára verk var síðan að setja allt saman og verja fyrir skemmdum. Höfðu menn á orði að hér væri stærsta púsluspil allra tíma. Skipið reyndist þó furðu heillegt eftir allan þennan tíma, en helsta ástæða þess að það varðveitt- ist svo vel var að engir trjámaðkar eru í nánast ósöltum sjónum við Stokkhólm, en þeir þrífast einungis í söltum sjó. Vasa-safnið Vasa-safnið var opnað í Djurgården við hátíðlega athöfn 15. júní 1990. Yfir milljón manns heimsækja nú safnið árlega, flestir þeirra erlendir ferðamenn. Áhrifaríkt og heillandi er að virða fyrir sér ekta herskip frá sautjándu öld sem hvergi á sinn líka. Um 95% timbursins eru úr upphaf- legri smíði skipsins. Hægt er að virða fyrir sér skipið frá fimm hæðum og pöllum. Eftirmynd er af skipstjórn- arklefa og fallbyssuþilfari. Fall- byssur og ýmsir einkamunir skip- verja eru til sýnis. Einar sautján beinagrindur fundust í skipinu og eru nokkrar þeirra í hvíldarstellingum í glerkössum á neðstu hæðinni. Auk þess hafa verið gerðar vaxmyndir af nokkrum skipverjanna. Við hliðina á Vasa er nákvæmt líkan í hlutfallinu 1:10 sem sýnir vel hvernig skipið var málað í gylltum og skrautlegum lit- um þegar það lagði í jómfrúferðina. Í bíósalnum er rakin öll saga skipsins frá smíðum til björgunar og varð- veislu. Kaffitería er í safninu þar sem hægt er að fá sér hvíld og hressingu. Óhætt er að mæla með að fólk taki frá 4-5 klukkutíma í heimsóknina. Sporvagn S7 Þegar hægri umferð var tekin upp í Svíþjóð árið 1967 var rekstri spor- vagna hætt í Stokkhólmi. En um svipað leyti og Vasa-safnið opnaði var enduropnuð sporvagnaleiðin S7 milli miðborgar og Djurgården og nýtur leiðin mikilla vinsælda ferðamanna. S7 leggur af stað framan við stór- verslunina Åhlens City við Klara- bergsgatan 50. Hentugust fyrir Vasa-heimsókn er stoppistöðin fram- an við Norræna safnið. Djurgården var fyrr á öldum helsta veiðisvæði konungs. Nú er þar vinsælt útivistar- svæði Stokkhólmsbúa. Auk Vasa- safnsins má þar finna ABBA-safnið, tívolískemmtigarðinn Gröna Lund og Skansen sem er hliðstætt Árbæjar- safni, en þó öllu stærra í sniðum. 64 fallbyssur voru um borð í Vasa. Þær þyngstu, sem vógu um hálft annað tonn, voru gerðar til að skjóta 10-11 kg járnkúlum. Skuturinn á Vasa ber vott um listrænt handbragð þýskra tréskurðarmeistara á barokktímanum. Neðst fyrir miðju eru englarnir við skjaldarmerkið. Nokkrar heillegar beinagrindur af skipverjum eru til sýnis á neðstu hæðinni. Líkan sem sýnir vel björgun skipsflaksins af hafsbotni á árunum 1956-61. Vaxmynd af Hans Jonsson sem var hátt settur skipverji. Hægt var að þekkja hann af dýrum fatnaðinum utan á beina- grindinni. Vitað var að hann hafði misst stórutá hægri fótar. Skipverjar saumuðu sjálfir föt sín. Hér má sjá dæmigerðan klæðnað undirmanna. Málverk af hinu volduga Vasa-herskipi sem aldrei komst út á opið haf. Ógnvekjandi ljónið í stefninu er þriggja metra langt. ’ Eftir aðVasa varsjósett var sjó-hæfnin prófuð með því að láta 30 manns hlaupa sam- tímis á þil- farinu milli borðstokka. Borð 60x45cm 29.900 kr. Skenkur 119.000 kr. Sófaeiningar 105.000-115.000 kr. Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.