Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Side 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.4. 2019 LÍFSSTÍLL Orkudrykkir sem innihaldamikið magn koffíns njótasífellt vaxandi vinsælda, sérstaklega meðal yngra fólks, en of- neysla koffíns getur valdið eitrunar- einkennum, haft áhrif á hjartslátt og nætursvefn sem um sinn getur haft alvarlegar heilsu- farslegar afleið- ingar. Samhliða aukinni neyslu hef- ur styrkleiki drykkjanna vaxið gríðarlega og inni- halda sterkustu drykkirnir allt að 550 milligrömmum af koffíni á lítra, en fyrir um fimmtán árum voru sterkustu koffíndrykkirnir með um 161-176 milligrömm af koffíni. Magn- ið er svo mikið að talið hefur verið nauðsynlegt að banna suma drykki fyrir einstaklinga yngri en 18 ára. „Þetta eru örvandi drykkir og margir innihalda mikið magn af koff- íni. Koffín er örvandi og er mjög lengi í líkamanum, helmingunartími koffíns er sex klukkustundir, þannig að það er alveg ljóst að efnið hefur áhrif á svefn og svefngæði. Öll koffínneysla eftir hádegi hefur ennþá áhrif þegar við erum að fara að sofa seint á kvöldin,“ segir Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og ný- doktor. Hún útskýrir að örvandi efni af þessum toga valdi því að fólk sé lengur að sofna og stytti þau þannig svefntímann. Jafnframt örvar koffín líkamsstarfsemina sem er andstætt því sem þarf til að tryggja góðan svefn, sérstaklega djúpsvefn. „Þetta er eitt mikilvægasta svefnstigið, kannski sérstaklega fyrir börn og unglinga. Það er mikið sem er að gerast í líkamanum, mikill þroski sem er að eiga sér stað, heilinn er að þroskast í djúpsvefni, vaxtarhormón eru að myndast, þetta er mikilvægt fyrir minnið, við erum að endurnýja frumur, losa út eiturefni og margt fleira.“ Mikil neysla Fram kemur í áhættumati norsku vísindanefndarinnar (Viteskaps- komiteen for mat og miljø), sem birt var í byrjun þessa árs, að börn og unglingar sem neyta orkudrykkja daglega eru líklegri til þess að þjást af svefntruflunum, kvíða, óróa og hjartsláttartruflunum. Þó að fram komi að smærri skammtar sem hluti af neyslu af og til séu ekki líklegir til þess að hafa neikvæð heilsufarsleg áhrif, getur dagleg neysla koffíns yf- ir 1,4 milligrömm á hvert kíló neyt- enda valdið svefntruflunum. Vísindanefndin segir barn sem vegur 30 kíló aðeins þola neyslu hálfrar 250 ml dósar (125 ml) inni- haldi hún 80 milligrömm af koffíni. Unglingur sem hefur tvöfalda vigt barnsins, eða 60 kíló, mun geta drukkið dósina alla án þess að það hafi nokkur áhrif. Í Noregi mældist meðalneysla orkudrykkja meðal þeirra sem neyta mesta magnsins í aldurshópnum átta til átján ára á bilinu 114 til 418 ml á dag. Hæsta gildið sem fannst í aldurshópnum átta til níu ára var 400 ml á dag og tíu lítrar fyrir aldurshópinn sextán til átján ára. Rannsóknir og greining kynntu fyrr í þessum mánuði niðurstöðu rannsóknar á svefnvenjum íslenskra framhaldsskólanema, sem fram- kvæmd var í fyrra. Fram kom að 70% framhaldsskólanema svæfu of lítið og margir nemar nýttu orku- drykki til þess að halda virkni yfir daginn. Þá er staðan sú að 78% þeirra nema sem sofa sjö klukku- stundir eða minna drekka fjóra orkudrykki eða meira á dag. Kvíði og þunglyndi Í sömu rannsókn var einnig skoðað samband svefnvenja og heilsu. Með- al þeirra sem sögðust sofa sjö klukkustundir eða minna sögðu 66% líkamlega heilsu sína sæmilega, en 17% sögðu hana slæma. Hvað varðar andlega heilsu var marktæk fylgni sem sýndi að eftir því sem nemarnir svæfu minna því stærra hlutfall mæti andlega heilsu sína slæma. „Börn og ungmenni eru mun við- kvæmari fyrir koffíni heldur en þeir sem eru fullorðnir. Sumir þessara drykkja innihalda mikið magn koff- íns og jafnvel einn eða tveir drykkir geta gert það að verkum að maður fer yfir ráðlagðan dagskammt af koffíni,“ segir Erla og bætir við að neysla orkudrykkja hafi aukist mik- ið og að vinsældirnar hafi líklega aldrei verið jafn miklar. Er blaðamaður spyr hvort megi rekja mikla neyslu koffíns meðal ungmenna til aukinnar andlegrar vanlíðanar í ljósi þess að koffínið veldur svefnleysi, segir hún allt hanga saman. „Svefnleysi er mjög stór áhættuþáttur fyrir andlega van- líðan og líkur á þunglyndis- og kvíðaeinkennum margfaldast ef við erum vansvefta. Við sjáum að sjálfs- vígsáhætta eykst og öll áhættu- hegðun. Við erum líklegri til þess að keyra of hratt, prófa áfengi, eiturlyf og fleira ef við erum vansvefta.“ Skammgóður vermir Eins og fyrr segir geta orkudrykkir valdið svefnleysi en jafnframt eru þeir nýttir til þess að gefa líkam- anum orku til þess að draga úr þreytueinkennum. „Með þreytu er líkaminn að segja okkur að hann þurfi svefn og ef við erum farin að fela þessi áhrif og örva okkur upp og hlusta ekki á þessi merki líkamans erum við komin á mjög hættulegan stað. Það að sofa ekki nóg hefur svo margvísleg áhrif á andlega- og líkamlega heilsu og lífsgæðin okkar almennt,“ útskýrir Erla. Spurð hvort það myndist víta- hringur þegar drykkirnir sem valda svefnleysi séu nýttir til þess að bæla niður einkenni þreytu, segir Erla svo vera. „Það er það sem gerist, maður festist í vítahring. Þetta á við svo margt eins og til dæmis með sykurinn, ef maður borðar sykur hefur það slæm áhrif á svefn en svo kallar líkaminn á sykur ef maður er illa sofinn. Líkaminn öskrar á orku og við fáum okkur þessa drykki sem síðan veldur því að við sofum ekki um nóttina. Þetta er svo skamm- góður vermir í raun og veru, við er- um að reyna að redda okkur í gegn- um daginn en þetta hefur slæmar afleiðingar til lengri tíma.“ Neysla óhollrar fæðu Þegar svefnleysi er annars vegar, leitar líkaminn í einfalda orku sem hann getur fengið úr kolvetni. Þá sýna rannsóknir að vísbendingar séu um að það sé fylgni milli svefnleysis og þess að sækja í óholla kolvetnis- ríka næringu eins og sælgæti, snarl og skyndibita. „Þegar við sofum lítið breytist hormónaframleiðslan okkar og það eru sérstaklega hormón sem stýra hungri og svelti, þannig að líkaminn fer að kalla á öðruvísi fæðu þegar við erum illa sofin. Við förum þá að leita í einfalda orku sem er þá sykur og einföld kolvetni. Síðan bætist við að hormónin sem láta okkur vita að við erum södd bælast þannig að við borðum meira,“ segir Erla. Hún telur mikilvægt að skoðuð verði frekar hert löggjöf í kringum orkudrykki, sérstaklega hvað varðar yngri neytendur. Þá segir Erla einn- ig að það þurfi að auka fræðslu um mikilvægi svefns og minnka aðgengi í skólum að óhollustu sem hefur áhrif á svefn. „Ef þetta er fyrir aug- um ungmenna er auðvitað meiri freistni að næla sér í þetta, en ef þetta er ekki til sölu í skólanum þá myndi neysla minnka. Þannig að ég held að við þurfum svolítið að hugsa um þetta líka.“ Afleiðingar orkudrykkja Of mikil neysla koffíns getur haft veruleg áhrif á svefn sem getur haft í för með sér aukna hættu á þunglyndis- og kvíðaeinkennum. Þá getur einnig sækni í óholla fæðu aukist. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Mikil neysla orkudrykkja til þess að vinna á orkuleysi og þreytu hefur til lengri tíma öfug áhrif og getur haft slæm áhrif á heilsu. Neysla ungmenna á þessum drykkjarvörum hefur aukist mikið og koffínmagn þeirra líka. Morgunblaðið/Árni Sæberg Erla Björnsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.