Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.04.2019, Blaðsíða 29
búðar, aukið veg hennar og virðingu. Í viðtali við Cinefastique sagði Rid- ley Scott frá því hvernig hann sjálfur var alinn upp við að það væri hrein- lega ekki í lagi að horfa hryllings- myndir, þær voru settar í sama flokk og klám þar sem foreldrar hans og umhverfið innrættu honum að það væri svipuð skömm fólgin í slíku áhorfi. Blaðamaður Entertainment bendir á að þar til Alien hafi litið dagsins ljós hafi hryllingsmyndir ver- ið fyrirsjáanlegar og niðurnjörvaðar þar sem þær voru annaðhvort myndir um draugahús, yfirnáttúrulega hluti og þjóðsagnahrylling eða blóðugar myndir með tilgangslausum drápum. Hingað til hafði heldur enginn reynt að blanda tveimur kvikmynda- greinum saman; vísindaskáldskap og hryllingi. Hefur verið endalaust framhald á slíkum myndum eftir Alien. Þá þykir það takast fádæma vel í Alien að gera trúverðuga leikmynd og sögusvið um jafn ótrúverðuga hluti, og tæknibrellurnar framúr- skarandi. Það er þó vissulega útlit geimverunnar sjálfrar sem er engu líkt. Svissneski listamaðurinn HR Giger átti bæði aðalheiðurinn af leik- myndinni og hönnun geimverunnar enda var gjarnan talað um hann sem undrabarn í listsköpun. Hlutverkaskipan myndarinnar var óvenjuleg að því leyti að leikararnir voru síður en svo á sínum sokka- bandsárum. Sú yngsta í leikara- hópnum, og ekkert sérstaklega ung fyrir kvenmannshlutverk á þeim tíma, var Sigourney Weaver, 29 ára. Aðrir aðalleikarar voru allir um og yfir fertugt. John Hurt var 39 ára, Tom Skerrit var 45 ára, Ian Holm 48 ára og Harry Dean Stanton var 53 ára. Aldurinn er merkilegur í ljósi þess að það var hefð fyrir því að hryll- ingsmyndaleikarar væru ungir og karakterar myndanna hér um bil unglingar. Þetta stef í Alien var nýtt þar sem persónur voru venjulegt full- orðið fólk að vinna vinnuna sína og lenti í hræðilegu ofbeldi. Kvenhetja varð til Hlutverk Sigourney Weaver var ný- stárlegt að því leyti að í staðinn fyrir að vera hið dæmigerða fórnarlamb hryllingsmynda, sem stendur eitt uppi að lokum eftir að hafa sloppið naumlega undan óðum morðingja, verður Weaver að ofurhetju sem í lok myndar hefur sigrað andstæðinginn. Á þetta bendir blaðamaður New York Times og segir hlutverk hennar sem Riley hafa rutt brautina fyrir kvenhetjur í geimnum, svo sem Jodie Foster í Contact, Söndru Bullock í Gravity og Noomi Rapace í Prometh- eus. Alien byggist á sögu Dan O’Bannon en handritið að myndinni skrifaði hann í samstarfi við Ronald Shusett. Fljótlega eftir að heiminum var ljóst hve vinsæl myndin var fóru að birtast handritshöfundar sem vildu meina að O’Bannon hefði stolið sögu þeirra. Einn þeirra, Jack Hammer, sagði að Alien væri greini- lega ritstuldur á hans eigin handriti; Black Space. O’Bannon tókst að sanna að Alien-handritið hefði orðið til fyrr. Sjálfur sagði O’Bannon að hann hefði verið undir áhrifum margra mynda og bókmennta, ef hann hefði stolið einhverju, þá væri það stuldur frá öllum! Sjálfstæðar framhaldsmyndir Alien urðu nokkrar, svo sem Aliens, Alien 3 og Alien: Resurrection, en einnig komu fjölmargar myndir fram á sjónarsviðið næstu ár og áratugi þar sem hinir og þessir kvikmynda- framleiðendur reyndu að koma orð- inu „Alien“ á einn eða annan hátt fyr- ir í titli til að hala inn peninga. 28.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 FRÆGÐ Georgia May Jagger er for- síðufyrirsæta nýjasta heftis tímarits- ins Carnaby en það hefti er sérstak- lega tileinkað umhverfisvernd. Hin 27 ára gamla fyrirsæta og dóttir Jerry Hall og Micks Jaggers er mik- ill umhverfisverndarsinni og í yfir- lýsingu segir Georgia Jagger að hún sé stolt af því að vera andlit tíma- ritsins þar sem þemað sé nú verndun hafsins. Sjálf reyni hún alltaf að hafa verndun umhverfisins bak við eyrað og koma henni inn í sínar dag- legu venjur. Vekur athygli á umhverfisvernd Forsíða nýjasta heftis Carnaby. BÓKSALA 17.-23. APRÍL Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Barist í BarcelonaGunnar Helgason 2 GullbúriðCamilla Läckberg 3 Ísköld augnablikViveca Sten 4 KastaníumaðurinnSören Sveistrup 5 BíóráðgátanMartin Wildmark 6 Húðflúrarinn í AuschwitzHeather Morris 7 LasarusLars Kepler 8 Hin ósýnileguRoy Jacobsen 9 Glæpur við fæðinguTrevor Noah 10 BláMaja Lunde 1 Lífið er ljóðasafnSigurbjörn Þorkelsson 2 Steinn Steinarr – Ljóðasafn Steinn Steinarr 3 Tveir dropar – ÆvikvæðiRagnar Halldór Blöndal 4 Sofðu mín SigrúnHlíf Anna Dagfinnsdóttir 5 Íslensk úrvalsljóð Guðmundur Andri Thorsson valdi 6 Ljóð og kaffihúsJónas Gunnar Einarsson 7 Regntímabilið – Ljóðabókin Kristinn Árnason 8 Svartar fjaðrirDavíð Stefánsson 9 Limrur fyrir land og þjóðBragi V. Bergmann 10 BernskumyndirFinnur Torfi Hjörleifsson Allar bækur Ljóðabækur Barn náttúrunnar er fáanleg í nýrri útgáfu í tilefni 100 ára útgáfuaf- mælis bókarinnar. Bókin var fyrsta skáldsaga Halldórs Laxness, en hann var 17 ára þegar hún kom út árið 1919. Í afmæl- isútgáfunni fylgir formáli höfundarins að annarri út- gáfu sögunnar, ritaður 1964. Þá er nýr eftirmáli, rit- aður af Halldóri Guðmundssyni. Þakkarskuld eftir Golnaz Hashemzadeh Bonde er nú komin út í íslenskri þýðingu Páls Valssonar, Bjartur gefur út. Bonde er fædd í Íran, uppalin í Svíþjóð og er gestur Bókmenntahátíðar í ár. Sagan er nokkur vísan í hennar eigin lífsreynslu en hún segir frá ungu ást- föngnu og byltingarsinnuðu pari í Íran sem þrá lýð- ræði í landinu. Eftir að reynt að hafa þar áhrif á neyð- ast þau til að flýja til Svíþjóðar til að tryggja öryggi sitt en þau eiga von á barni. Sjálf þurfti Bonde að flýja frá Íran barn að aldri þar sem foreldrar hennar töldu öryggi sínu ógnað. ÁHUGAVERÐAR BÆKUR Ég held að elsta og stabílasta bók- menntaástin sé „dýrk“ mitt í garð japanska rithöfundarins Haruki Murakami. Á síðasta ári sendi hann frá sér Killing Commenda- tore. Hún er bæði furðuleg og dáleið- andi, sem er klárlega hans aðalsmerki. Í þetta skipti dansa nútíð og fortíð háskadans gegnum dularfullt málverk á fjallshæð nokkurri. Ég reyndi að vera lengi að lesa hana af því ég tímdi ekki að klára. Kvika er nýkomin út og meira að segja fyrsta skáld- saga Þóru Hjörleifs- dóttur rithöfundar, sem á án efa fram- tíðina fyrir sér. Ég ætlaði rétt að kíkja á bókina eitt kvöldið en endaði á því að gleypa hana í mig í einum rykk. Virkilega óþægileg bók sem ég gat þó ekki slitið mig frá. Ótrúlega vel skrifuð og ég ímynda mér að sagan geti útskýrt fyrir mörgum lúmskar hliðar ofbeldis í nánum sam- böndum. Svo er það Húðflúrarinn í Ausch- witz eftir Heather Morris. Gjörsam- lega mögnuð saga slóvakíska gyðings- ins Lales sem lifði af útrýmingarbúðir nasista. Mér finnst bækur frá þessu tímabili mjög áhugaverðar en það sem var nýtt fyrir mér í þessari er að þetta er ástarsaga! Lale verður nefnilega yfir sig ástfanginn af Gitu en hún var líka í útrýmingarbúð- unum. Fyrir mörg furðuleg og fá- ránleg kraftaverk lifðu þau hörm- ungarnar af, settust að í Ástralíu og eignuðust saman son. BJÖRG ER AÐ LESA Dáleiðandi og furðuleg Björg Magnús- dóttir er rithöf- undur og dag- skrárgerðarkona í sjónvarpi og útvarpi.  Blá leysiljós geimskipsins voru fengin að láni frá The Who. Hljómsveitin hafði þá verið að prófa að nota ljósin á tónleikum sínum.  Ridley Scott bað Yaphet Kotto, sem fer með hlutverk Parker í mynd- inni, að reyna að angra og fara í taugarnar á Sigourney Weaver utan senunnar. Milli persóna þeirra á að vera mikil spenna og Scott vildi hafa hana sem raunveruleg- asta. Kotto fannst það erfitt því hann kunni svo vel við Weaver.  Upphaflega átti geimveran að vera með augu en lista- maðurinn H.R. Giger krafðist þess að hætt yrði við það þar sem hann vildi skapa tilfinningakalda veru sem nýtti sér fyrst og fremst lyktarskynið til að finna fórnarlömb sín.  Það var hugmynd Sigourney Weaver að syngja „You Are My Lucky Star“ meðan hún undir- bjó árás sína á geim- veruna. Ridley Scott fékk skammir fyrir hjá yfir- mönnum sínum þar sem það var afar dýrt vegna höfundar- réttar að fá að flytja lagið. Vissir þú að… Ridley Scott Sigourney Weaver Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* * Litur á palli EJLINGE

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.