Fréttablaðið - 04.06.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 04.06.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 2 8 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 ... til að slá í gegn Afgreiðslutímar á www.kronan.is GRILLJÓN ástæður til að grilla FÓTBOLTI Gunnleifur Vignir Gunn- leifsson varð um síðustu helgi leikja- hæsti leikmaður í sögu Íslandsmóts- ins í knattspyrnu karla. Gunnleifur hefur spilað knatt- spyrnu í hæsta gæðaf lokki hér heima í 25 keppnis- tímabil. Um nýliðna helg i lék h a n n deildarleik númer 424 og skákaði þar Gunnari Inga Val- geirssyni. A l lt l í f Gu n n- leifs snýst u m k n a t t s p y r n u og  á st r íða n f y r ir henni leynir sér ekki þegar rætt er við hann. - hó  Gunnleifur sló Íslandsmet  ALÞINGI Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júní- mánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjón- máli milli stjórnar og stjórnarand- stöðu og á sama tíma velta stjórnar- flokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjár- málastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnar- innar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndar- fundum þingsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru þetta mál sem stjórn- arandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðu- lausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og f lýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármála- áætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Bene- diktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Fram- sóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknar- f lokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni. -sa Langt þar til þingmenn komast í frí Þingmenn og starfsfólk þingsins hefur margt fengið veður af því að þingstörf gætu þess vegna varað út mánuðinn. Risastór mál bíða afgreiðslu og í gær voru 46 mál á dagskrá. Stjórnarandstaðan veigrar sér við að beita málþófi vegna aðferða Miðflokksmanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti hóf þriggja daga opinbera heimsókn sína til Bretlands í gær. Hér sést hann með Elísabetu drottningu en varðmenn standa heiðursvörð. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA U M H V E R F I S M Á L L a ndeig a nd i Reykjahlíðar vill breytt lagaum- hverfi í kringum utanvegaakstur. Rússnesk samfélagsmiðlastjarna varð í fyrradag uppvís að utan- vegaakstri á jarðhitasvæði og fékk 450 þúsund króna sekt. Umhverfisráðherra segir þetta illvirki gegn náttúrunni og for- dæmir athæfið. Ísland þurfi ekki á svona ferðamönnum að halda til að kynna landið. Hann telur þó að forvarnarstarf landvarða sé að skila sér en alltaf séu svartir sauðir innan um. Upplýsingafulltrúi Umhverfis- stofnunar segir viðvörunarbjöllur hringja vegna málsins. Flestir ferðamenn umgangist náttúruna hins vegar af virðingu. Þá sé utan- vegaasktur ekki bundinn við erlenda ferðamenn. - ab / sjá síðu 4 Illvirki gegn náttúrunni 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 2 7 -C B 5 C 2 3 2 7 -C A 2 0 2 3 2 7 -C 8 E 4 2 3 2 7 -C 7 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.