Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 2

Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 2
Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri. Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur Veður N- átt, víða 8-13 m/s í dag. Dálítil rigning /slydda norðan og austan til, bjart veður á S- og SV-landi. Hiti 2 til 14 stig, hlýjast sunnan til á landinu. SJÁ SÍÐU 14 Stíft fundað á Alþingi Garðsláttuvélar sem slá á þínum gönguhraða Það er leikur einn að slá með nýju garðsláttuvélunum frá CubCadet. Þær eru með MySpeed hraðastilli sem aðlagar keyrsluhraða vélanna að þínum gönguhraða. Gerir sláttinn auðveldari ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is MANNLÍF „Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðar- háskóla Íslands síðastliðinn laug- ardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitt- hvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“ birnadrofn@frettabladid.is Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt Elíza Lífdís Óskarsdóttir, nýútskrifaður búfræðingur. MYND/ELÍZA LÍFDÍS Elíza Lífdís útskrifaðist sem búfræðingur og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu í fjórum greinum. Hana dreymir um að verða bóndi og leitar sér að búi til að taka við. SAMFÉLAG Dagur B. Eggertsson borgarstjóri óskar eftir ábending- um frá borgarbúum um hver eigi skilið að vera Reykvíkingur ársins 2019. Er þetta í níunda sinn sem staðið er fyrir þessu vali. Í tilkynningu segir að til greina komi aðeins einstaklingar sem verið hafi til fyrirmyndar eða sýnt af sér háttsemi eða atferli sem komi borginni til góða. „Það eru svo ótal margir Reyk- víkingar sem eru að vinna óeigin- gjarnt starf í þágu borgarinnar á hverjum degi og þessu fólki ber að þakka. Ég hvet alla þá sem vita af slíkum einstaklingum að senda inn tilnefningu um Reykvíking ársins 2019,“ segir Dagur. Hægt verður að skila inn til- nefningum á netfangið hugmynd@ reykjavik.is eða bréflega til borgar- stjóra fyrir fimmtudaginn 13. júní næstkomandi. - sar Leitað að Reykvíkingi ársins 2019 Bergþór Grétar Böðvarsson, Reyk- víkingur síðasta árs, ásamt borgar- stjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það eru svo ótal margir Reykvík- ingar sem eru að vinna óeigingjarnt starf í þágu borgarinnar á hverjum degi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri STJÓRNMÁL Fylgi f lokkanna breyt- ist lítið milli mánaða samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Voru breytingarnar á bilinu 0,1 til 1,1 pró- sentustig og teljast ekki tölfræðilega marktækar. Sjálfstæðisf lokkur mælist sem fyrr stærstur með 23,4 prósenta fylgi, næst kemur Samfylking með 16,6 prósent og því næst Vinstri græn með 12,4 prósent. Þá styðja 11,2 prósent Pírata, 10,9 prósent Viðreisn, 10 prósent Miðflokkinn og 8,5 prósent Fram- sóknarflokkinn. Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 3,7 prósenta fylgi og Flokkur fólksins með 3,2 prósent. Þá segjast 49,6 prósent styðja ríkisstjórnina. Könnun Gallup var gerð 3. til 30. maí. Heildarúrtakið var rúmlega sex þúsund manns og var þátttakan 53,5 prósent. - sar Litlar sem engar breytingar á fylgi flokkanna Þingmenn standa í ströngu þessa dagana en mörg mál á enn eftir að afgreiða áður en þingi verður frestað. Eitthvað gætu þeir þurft að bíða lengur eftir því að komast í sumarfrí og afdrif þriðja orkupakkans eru meðal annars óráðin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fleiri myndir frá Alþingi í gær er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 7 -D 0 4 C 2 3 2 7 -C F 1 0 2 3 2 7 -C D D 4 2 3 2 7 -C C 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.