Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 4

Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 4
Það veldur okkur sérstökum áhyggj- um þegar menn segja frá svona löguðu inni á sam- félagsmiðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín. Björn Þorláksson, upplýsingafull- trúi Umhverfis- stofnunar mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU AFMÆLISKRINGLUNNI - fyrir 25-30 manns Verðlækkun! Öll rúnstykki á 99 kr. KJARAMÁL „Við teljum það ánægju- legt að Samtök atvinnulífsins séu að senda þessi skilaboð til sinna aðildarfélaga. Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið við höfum uppi í þessu máli og almennt,“ segir Viðar Þor- steinsson, f ramk væmdast jór i Ef lingar, um póst sem SA sendu aðildarfyrirtækjum sínum í gær. Í póstinum, sem er undirritaður af formanni og framkvæmdastjóra SA, segir að með lífskjarasamn- ingnum hafi sérstök áhersla verið lögð á kjarabætur til tekjulágra. Því sé mikilvægt að umsamdar hækk- anir skili sér óskertar. „Örfá dæmi eru um að launa- greiðslur umfram lágmarkskjör kjarasamninga hafi verið skertar með beinni vísan til Lífskjara- samningsins. Það er mjög óheppi- leg tilvísun enda gengið út frá því að launaliðir samningsins kæmu óbreyttir til framk væmda frá gildistöku samkvæmt efni þeirra,“ segir enn fremur í póstinum. Viðar segir að skilaboðin séu þau að heiðra eigi samkomulagið í einu og öllu. Þar með talið það sem snýr að svokölluðum yf irborgunum eins og mál Capital Hotel snúist um. Ákveðnar lagahliðar þess máls séu enn í skoðun hjá lögmanni Ef lingar. „Við áttum okkur auðvitað á því að SA geta auðvitað ekki ábyrgst launagreiðslur umfram taxta á einstaka vinnustöðum. Það sem skiptir okkur máli eru hin almennu skilaboð og að það fari ekki að my ndast einhver t ú lk u n hjá atvinnurekendum að það sé sjálf- sagðasti hlutur í heimi að ætla að fjármagna launahækkanir samn- ingsins með því að afnema bara þær yfirborganir sem fyrir voru,“ segir Viðar. - sar Eflingarfólk ánægt með skilaboð SA um lífskjarasamning Þarna er að okkar mati verið að viðurkenna þau sjónarmið sem við höfum uppi í þessu máli og almennt. Viðar Þorsteins- son, fram- kvæmdastjóri Eflingar VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björgólfs- son áréttar í yfirlýsingu sem hann birti í gær að hann hafi aldrei verið hluthafi í f lugfélaginu WOW eins og haldið sé fram í nýútkominni bók Stefáns Einars Stefánssonar um ris og fall félagsins. Björgólfur segir að eina aðkoma sín að WOW hafi verið sú að hann hafi síðastliðið haust keypt skulda- bréf í félaginu fyrir 3 milljónir evra. Um hafi verið að ræða persónulegan greiða við vin sinn Skúla Mogensen. „Hvorki ég né nokkrir á mínum vegum tóku nokkurn tímann þátt í þeim viðræðum sem WOW átti við mögulega nýja fjárfesta,“ segir í yfir- lýsingunni. Þá hafi hvorki hann né nokkur á hans vegum setið í kröfuhafaráði WOW. Hann hafi hins vegar sam- þykkt tillögurnar sem lagðar voru fyrir skuldabréfaeigendur um hugs- anlega breytingu krafna í hlutafé. Sú staðreynd að hann hafi lýst kröfu í þrotabú WOW staðfesti að hann hafi ekki verið hluthafi í félag- inu. Björgólfur segir missi að WOW og leitt að ekki hafi tekist að koma félaginu fyrir vind. „Ég leyfi mér þó að vona að umfjöllun um málefni félagsins verði rétt og sanngjörn og að rang- færslur, á borð við þá að ég hafi verið hluthafi í WOW eða átt ein- hverja aðkomu þar aðra en kaup á skuldabréfum sl. haust, heyri sög- unni til,“ segir í niðurlagi tilkynn- ingarinnar. - sar Segist ekki hafa verið hluthafi í WOW Björgólfur Thor Björgólfsson sendi frá sér yfirlýsingu þar sem var áréttað að hann hafi aldrei verið hluthafi í flugfélaginu WOW. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UMHVERFISMÁL Rússneska sam- félagsmiðlastjarnan Alexander Tikhomirov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot á nátt- úruverndarlögum. Tikhomirov var gripinn við utanvegaakstur í grennd við Jarðböðin í Mývatnssveit í fyrradag og staðgreiddi sektina á lögreglustöðinni á Akureyri í gær. Alls voru fimm manns í jeppanum og þurfti dráttarbíl til að ná honum upp. Sigurður Jónas Þorbergsson, einn landeigenda Reykjahlíðar, ók fram á bílinn sem sat fastur í leir fyrir utan veginn, en um er að ræða jarð- hitasvæði. „Ég vona að þetta verði öðrum víti til varnaðar.“ Sektin rennur í ríkissjóð, land- eigendurnir settu fram eigin kröfu, Sigurður Jónas vill ekki upplýsa á þessum tímapunkti hversu háa. „Ef sú krafa verður ekki tekin til greina þá erum við ekki sáttir,“ segir Sig- urður Jónas. Hann kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverf- inu. „Landeigendur geta ekki verið hlaupandi um með hrífur og skóflur á eftir einhverjum sem eru að leika sér að þessu. Þessir voru í einhverj- um gjörningi, með GoPro-mynda- vélar og að stilla sér upp. Þetta hefur örugglega ekki átt að fara svona, þeir hafa bara vanmetið aðstæðurnar.“ Alexander Tikhomirov  rekur fatamerkið Born to be ásamt því að vera samfélagsmiðlastjarna. Sam- kvæmt vefsíðu Born to be gengur lífsspeki hans út á að brjóta reglur og lifa án ótta og iðrunar. Tikhomirov gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Í gær sendi rússneska sendiráðið á Íslandi frá sér tilkynn- ingu þar sem Rússar á ferðalagi um landið eru hvattir til að virða íslensk lög og reglur. Sá hluti utanvegaaksturs sem á sér stað inni á friðlýstum svæðum fer inn á borð Umhverfisstofnunar, Verði öðrum vonandi víti til varnaðar Landeigandi Reykjahlíðar kallar eftir því að yfirvöld breyti lagaumhverfi í kringum utanvegaakstur eftir að rússnesk samfélags- miðlastjarna ók út á jarðhitasvæði. Viðvörunarbjöllur hringja hjá Umhverfisstofnun vegna málsins. Ráðherra talar um illvirki. Fimm manns voru um borð í jeppa Alexanders Tikhomirov sem ók út á jarðhitasvæði í nágrenni Mývatns. Tikhom- irov greiddi sekt upp á 450 þúsund krónur fyrir brot sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/LÖGREGLUSTJÓRINN Á NORÐURLANDI EYSTRA en í þessu tilfelli var ekið utan vega inni á eignarlandi. Björn Þorláks- son, upplýsingafulltrúi Umhverfis- stofnunar, segir þetta einstaka dæmi hringja viðvörunarbjöllum hjá stofnuninni. „Það veldur okkur sérstökum áhyggjum þegar menn segja frá svona löguðu inni á samfélags- miðlum án þess að bera það með sér að þeir skammist sín,“ segir Björn. „Þetta býður þeirri hættu heim að fólk api þetta eftir. Við höfum áhyggjur, sérstaklega þegar við sjáum, eins og í þessu tilfelli, fólk sem hefur úr nægum peningum að spila og getur jafnvel f lokkað það sem markaðskostnað að greiða sekt.“ Björn ítrekar að langflestir ferða- menn umgangist náttúruna af virð- ingu. Þar að auki sé utanvegaakstur ekki einskorðaður við erlenda ferða- menn og í sumum tilfellum sé ekki um viljaverk að ræða, til dæmis þegar þunn snjóþekja hylur fjalla- vegi. Nokkur dæmi um utanvega- akstur komu upp í fyrrasumar, þar á meðal var hópur franskra ferða- manna sektaður um 1,4 milljónir króna vegna skemmda eftir nokkra breytta jeppa við Jökulsárlón og á friðlandinu við Grafarlönd á Öskju- leið. Aðspurður hvort skemmdirnar við Mývatn séu varanlegar segir Sigurður Jónas það eiga eftir að koma í ljós. „Þær verða varanlegar lengi ef ekkert verður gert í því. Einhvern tímann kemur kannski ísöld aftur, þá sléttist þetta út.“ arib@frettabladid.is Illvirki gegn náttúrunni gert af ásetningi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það sérstaklega dýrkeypt að hér hafi verið um samfélags- miðlastjörnu að ræða. Ábyrgð þeirra sé mjög mikil varðandi það hvernig þær hegði sér sem gestir í öðru landi. „Fyrir mér er þetta bara ákveð- ið illvirki gegn náttúrunni. Þetta virðist vera algjörlega af ásetningi og maður getur ekkert annað en fordæmt svona hegðun. Það eru ekki svona ferðamenn sem við þurfum á að halda til að auglýsa landið okkar,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að forvarnarstarf sem unnið sé af landvörðum hafi verið að skila árangri. „Svona forvarnarstarf skiptir miklu máli en það eru alltaf þessir svörtu sauðir sem eru að eyðileggja fyrir hinum og valda þessum óásættanlegu skemmd- um á náttúrunni.“ 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 7 -E 4 0 C 2 3 2 7 -E 2 D 0 2 3 2 7 -E 1 9 4 2 3 2 7 -E 0 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.