Fréttablaðið - 04.06.2019, Side 6

Fréttablaðið - 04.06.2019, Side 6
Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu. Gunnar Gunn- arsson, forstjóri Perlu Norðursins Til leigu Gistiheimili Staðsett miðsvæðis í Reykjavík, næg bílastæði . Um er að ræða 18 mjög stór herb. tvö eldhús, sex sturtur, sex salerni og tvö þvottaherb. Er á tveimur hæðum og lyfta er í húsinu. Allt nýtt og til afhendingar strax. Upplýsingar veitir Jóhannes í s. 897-2025 og á js@atak.is NEYTENDUR Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins leigu- taka Perlunnar, hafnar því að verið sé að gera upp á milli Íslendinga og erlendra ferðamanna með vildar- vinaklúbbi Perlunnar. Íslenska kennitölu þarf til að skrá sig í klúbbinn og fá þannig meðal ann- ars ókeypis aðgang að útsýnispalli Perlunnar. Aðgangsgjaldið þar hækkaði nýverið um rúm 80 prósent og hefur sætt gagnrýni. Gunnar segir klúbbakjör sem þessi tíðkast víða og ekkert standi í vegi fyrir því að erlendir ferðamenn verði sér úti um íslenska kennitölu. Ríkisútvarpið fjallaði í gær um gagnrýni á hækkunina, úr 490 í 890 krónur, sem kom fram í Facebook- hópnum Bakland ferðaþjónust- unnar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir hækkunina  í samtali við Frétta- blaðið. „Svona hækkanir eru annars algjörlega úr takti og maður geldur varhuga við þeim.“ Gunnar segir hins vegar að alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið, enda leigutakinn í fullum rétti til þess. Það hafi átt að gera í maí í fyrra en því frestað vegna eldsvoðans í apríl sama ár. Hann segir útsýnispallana órjúf- anlegan þátt í sýningunni „Undur íslenskrar náttúru“ þar sem sett hefur verið upp steinasafn úr fjalla- hringnum sem gestir geti snert. Þá hafi upplýsingaskilti verið sett upp sem segja frá því hvað fyrir augum ber. Útsýnisverð Perlunnar  sé sömuleiðis ekki hátt í samanburði við útsýnisstaði annarra borga. Þús- und krónur kosti í Hallgrímskirkju- turn. Í Holmenkollen í Ósló kosti 1.970 krónur, í Eiffel-turninn kosti 3.500 krónur og Empire State-turn- inn í New York 4.500 krónur svo fátt eitt sé nefnt. Reglulega hefur komið upp umræðan um sérstök „Íslendinga- verð“ í ferðaþjónustu þar sem Íslendingar fá afslátt á meðan erlendir ferðamenn greiði hærra verð. Var  Bláa lónið meðal ann- ars gagnrýnt fyrir slíkt fyrir nokkr- um árum en mismunun eftir þjóð- erni er brot á reglum EES. Í Perlunni mun meðlimum vildarvinaklúbbs Perlunnar standa til boða að fá ókeypis aðgang að útsýnispallinum. Aðspurður hafnar Gunnar því að um sé að ræða mismunun. „Vildarvinakort Perlunnar er fríðindaklúbbur eins og aðrir fríð- indaklúbbar á Íslandi. Allir geta sótt um að verða vildarvinir Perlunnar, útlendingar sem Íslendingar. Til að virkja kortið þarf að vera með íslenska kennitölu.“  mikael@frettabladid.is Túristar fái sér kennitölu fyrir ókeypis útsýni úr Perlunni Aðgangsgjald að útsýnispalli Perlunnar hækkað um rúm 80 prósent. Meðlimir í vildarklúbbi Perlunnar fá frítt. Þarf íslenska kennitölu til að skrá sig. Forstjórinn hafnar því að verið sé að mismuna erlendum ferðamönnum. Gjaldið sé lágt miðað við aðra útsýnisstaði en alltaf hafi staðið til að hækka gjaldið. Perlan hefur gengist undir endurnýjun lífdaga og fær hátt í milljón gesti á ári. Útsýnispallurinn er vinsæll viðkomu- staður en verðhækkun nýverið fór illa í einhverja. Aðgangsgjaldið hækkaði um rúm 80 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Færri umsóknir en í fyrra MENNTAMÁL Umsóknir í háskóla- nám við Háskólann á Akureyri eru eilítið færri en árið á undan. Umsóknarfrestur í f lesta háskóla landsins rennur út á morgun. Fyrstu þriggja ára árgangar framhalds- skóla útskrifuðust í fyrra, nú í vor útskrifast síðustu tveir fjögurra ára árgangarnir. „Sprengingin kom í fyrra, þá fengum við inn stærsta umsókn- arárgang sem við höfum séð,“ segir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála við Háskólann á Akureyri. „Nú í ár erum við á svipuðu róli og á sama tíma í fyrra. Aðeins færri, en þó mun fleiri en árið 2017.“ Í ár greip HA til þess ráðs að vera með aðgangstakmarkanir. „Við getum ekki tekið við alveg enda- laust af fólki. Í viðskiptafræðideild breyttum við æskilegum undanför- um í nauðsynlega. En stúdentspróf hafa algeran forgang,“ segir Katrín. Allir sem uppfylla inntökuskilyrði í nám í hjúkrunar-, sál- og lögreglu- fræði geta hafið nám en aðeins þeir sem komast í gegnum samkeppnis- próf (klásus) geta haldið áfram á vormisseri. - ab Nú í ár erum við á svipuðu róli og á sama tíma í fyrra. Katrín Árnadóttir BRETLAND Donald Trump Banda- ríkjaforseti kom í gær í opinbera heimsókn til Bretlands ásamt Mel- aniu eiginkonu sinni. Þau heim- sóttu meðal annars Buckingham höll þar sem þau hittu meðal annars Elísabetu drottningu. Trump sagði á Twitter frá því að konungsfjölskyldan væri frábær og sagði samband ríkjanna tveggja mjög gott. Þá sagði hann að stór við- skiptasamningur væri mögulegur þegar Bretland hefði kastað af sér hlekkjunum, og átti þar við útgöngu Breta úr ESB. Mótmæli hafa verið boðuð víða í Bretlandi í tilefni þriggja daga heimsóknar Bandaríkjaforseta. Þannig hafa meðal annars verið boðuð mótmæli í Lundúnum, Manchester, Belfast og Birming- ham. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verka- mannaf lokksins, ákvað að snið- ganga opinberan kvöldverð með Trump. Þess í stað verður Corbyn meðal ræðumanna á mótmæla- fundi í Lundúnum. Corbyn sagði að þátttaka í mót- mælafundinum væri tækifæri til að sýna samstöðu með öllum þeim sem Trump hefði ráðist á í Banda- ríkjunum og öllum heiminum. Vís- aði hann sérstaklega til ummæla Trumps um Sadiq Khan, borgar- stjóra Lundúna. Khan hafði sagt að Bretar ættu ekki að rúlla út rauða dreglinum fyrir Trump. Forsetinn brást við með því að segja að Khan hefði staðið sig hræðilega í embætti og ætti frekar að einbeita sér að því að uppræta glæpi í borginni en að tala illa um mikilvægasta bandamann Breta. Í dag hittir Trump Theresu May forsætisráðherra í Downingstræti en búist er við því að þau ræði meðal annars loftslagsbreytingar og málefni kínverska tæknirisans Huawei. - sar Komu Trump til Bretlands mótmælt í stærstu borgum landsins Trump hjónin hittu Karl Bretaprins og Camillu Parker. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Háskólinn á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÍTALÍA Giuseppe Conte, forsætis- ráðherra Ítalíu, hótaði afsögn sinni í gær ef samstarfsflokkar hans tveir, Norðurbandalagið og Fimm stjörnu hreyfingin, hættu ekki endalausum deilum sín í milli. Ef f lokkarnir létu ekki af þessari hegðun yrði boðað til nýrra kosninga. Conte boðaði til fréttamanna- fundar þar sem hann setti sam- starfsflokknum þessa úrslitakosti. Matteo Salvini, leiðtogi Norður- bandalagsins, og Luigi Di Maio, leið- togi Fimm stjörnu hreyfingarinnar, brugðust hratt við og lýstu yfir fullum stuðningi við ríkisstjórnina. Báðir neituðu þeir þó að taka á sig sökina á ástandinu. Flokkarnir tveir hafa meðal ann- ars deilt um innviðauppbyggingu, innflytjendamál og jafnvel hverjum ætti að kenna um nýlegt slys í Fen- eyjahöfn þegar skemmtiferðaskipi hlekktist þar á. Deilurnar mögnuð- ust ef t ir Ev rópu- þingskosningarnar í síðasta mánuði. Þar fékk Norður- ba nd a lag ið 34 prósent atkvæða og tók fram úr Fimm stjörnu bandalaginu. Ríkisstjórnin glímir við efna- hagserf iðleika og gæti átt yfir höfði sér viðurlög frá ESB vegna brota á fjármálareglum sambands- ins. Forsætisráðherrann segir að slíkt yrði mjög skaðlegt en hann telur að breyta þurfi reglum ESB. - sar Forsætisráðherra Ítalíu hótar afsögn Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 7 -F 7 C C 2 3 2 7 -F 6 9 0 2 3 2 7 -F 5 5 4 2 3 2 7 -F 4 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.