Fréttablaðið - 04.06.2019, Qupperneq 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hingað til
hefur enginn
viljað stíga
það skref af
ótta við
fordæmið.
Fordæma-
lausar
aðstæður
réttlæta hins
vegar for-
dæmalausar
lausnir.
Markmið
aðgerðanna
er meðal
annars að
aðgengi að
námi á öllum
skólastigum
sé tryggt.
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum for-dæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það
stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa
og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á
lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið
úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á
morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að
því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og
aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að
staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of
oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið.
Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og
vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn
hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum
komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með
stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum.
Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér
og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils
meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma
hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér
að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim
tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að ein-
hverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi
varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það
bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða
á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál
hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn
oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum
hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að
beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess
að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi
umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur
enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. For-
dæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæma-
lausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt
til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi
einhvern tímann stoppa eitthvað mál.
Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið
allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikil-
vægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars
að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrum-
varp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sam-
einingu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru
þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu.
Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð
sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok
og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafar-
valdinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að
svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi
hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar.
Dýr
skiptimynt
Nýverið samþykkti ríkisstjórnin að veita 45 milljónum kr. til aðgerðaáætlunar til að efla menntaúrræði á Suðurnesjum. Aðgerðirnar
eru liður í viðbrögðum stjórnvalda við gjaldþroti
Wow air í lok mars. Með menntun stuðlum við að
framþróun og uppbyggingu og þegar mæta þarf
áskorunum af þessu tagi horfum við sérstaklega til
aðgerða sem skapað geta tækifæri til framtíðar.
Í byrjun apríl fundaði ég með fulltrúum fræðslu-
aðila og íbúum Suðurnesja og í kjölfarið var stofn-
aður starfshópur um málið innan ráðuneytisins.
Hlutverk hans var að móta aðgerðaáætlun sem
byggir á sýn heimamanna og stjórnvalda ásamt því
að vakta og miðla upplýsingum um stöðu og þróun
mála, með sérstakri áherslu á greiningu á aðstæðum
þeirra hópa sem verst stæðu. Markmið aðgerðanna
er meðal annars að aðgengi að námi á öllum skóla-
stigum sé tryggt, að þjónusta við fólk með annað
móðurmál en íslensku sé tryggð og að ekki verði fall í
þátttöku barna og ungmenna í frístunda- og íþrótta-
starfi eða tónlistarnámi. Þá er sérstök áhersla á að
fyrirbyggja athafnaleysi yfir sumarmánuðina m.a.
með sumarstarfsemi menntastofnana á svæðinu.
Gott samráð er við fræðsluaðila á svæðinu, svo
sem Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Miðstöð símennt-
unar á Suðurnesjum og Keili, svo og Vinnumála-
stofnun. Teknar hafa verið saman hugmyndir þeirra
sem nýst geta ólíkum hópum á svæðinu. Í fyrri
hluta áætlunarinnar verður meðal annars áhersla á
íþrótta- og æskulýðsstarf , raunfærnimat með náms-
og starfsráðgjöf og styttri námslínur og námskeið.
Það er fjölbreytt námsframboð á Suðurnesjum og
fræðsluaðilar þar vinna frábært starf, við það viljum
við styðja. Þar hefur orðið umtalsverð fólksfjölgun
á síðustu árum og því er mikilvægt að innviðir geti
tekið við þeim sem vilja stunda nám – til þess horf-
um við meðal annars með fyrirhugaðri stækkun á
húsakynnum Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Forsenda
velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt
atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað
fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Það er sam-
vinnuverkefni okkar að skapa slíkar aðstæður.
Samvinnuverkefni
Lilja
Alfreðsdóttir
Mennta- og
menningarmála-
ráðherra
Horft til dómsmála
Þann 13. mars síðastliðinn hætti
Sigríður Á. Andersen sem dóms-
málaráðherra þjóðarinnar.
Sagðist hún á þeim tíma ætla að
stíga til hliðar um stundarsakir
meðan „unnið er úr stöðunni“,
eins og hún orðaði það. Síðan
hefur ekki mikið heyrst af
ráðherrakapli Bjarna Bene-
diktssonar og ekki ljóst hvort
kapallinn er genginn upp eður
ei. Hvort Sigríður komi aftur
sem ráðherra verður að koma
í ljós. Hins vegar hefur heyrst
úr Valhöll að Sigríður vilji ólm
komast aftur í ráðuneytið.
Sigríður sýnir á spilin
Fleiri eru þó innan Sjálfstæðis-
f lokksins sem vilja komast í
stólinn. Á meðan þessi staða
er uppi eru vonbiðlarnir þægir
og stilltir og vilja ekki rugga
bátnum um of innan f lokksins.
Sigríður er hins vegar ekki alveg
á þeim buxunum að margra
mati. Síðan hún hætti sem ráð-
herra hefur hún hins vegar sýnt
á sín spil þó að Bjarni haldi sinni
hönd þétt að sér. Sigríður hefur
nefnilega tekið þátt í þremur
atkvæðagreiðslum síðan hún
hætti. Þar hefur hún sagt nei við
að banna plastpoka og hafnað
auknum réttindum til kvenna
og fatlaðra. Hressandi sýn fyrr-
verandi dómsmálaráðherra það.
sveinn@frettabladid.is
4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
4
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
7
-F
2
D
C
2
3
2
7
-F
1
A
0
2
3
2
7
-F
0
6
4
2
3
2
7
-E
F
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K