Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 9
Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn – Samband iðnfélaga, Félag iðn- og
tæknigreina, Byggiðn – Félag byggingamanna, MATVÍS og GRAFÍA stéttar-
félag hafa ákveðið að vinna náið saman að baráttumálum iðnaðarmanna.
Því eru þessi félög að flytja í eitt hús á Stórhöfða 31. Markmiðið með því
að vera saman í húsnæði er að samþætta starfsemi félaganna með bættri
þjónustu til hagsbóta fyrir félagsmenn sína.
Okkur vantar heiti á húsið eða „samstarfið“. Því leitum við til félagsmanna
þessara félaga um hugmyndir.
Heitið þarf að vera lýsandi, félögin eiga að geta notað það á sameiginlega
viðburði og geta kennt sig við að vera eitt af þessum félögum.
Frestur til að skila inn tillögum er til 14. júní 2019. Tillögum skal skilað til RSÍ
merkt „nafn“ í umslagi þar sem nafn höfundar er í lokuðu umslagi með tillög-
unni. Einnig er hægt að senda tillögur í tölvupósti á sigrun@rafis.is. Nafni
höfundar verður haldið leyndu fyrir dómnefnd.
Verðlaun að upphæð kr. 100.000,- verða veitt fyrir tillöguna sem verður valin.
Dómnefnd mun fara yfir tillögur og velja eina úr. Dómnefnd áskilur sér rétt að
hafna öllum tillögum.
Rafiðnaðarsamband Íslands, b.t. Sigrún Sigurðardóttir,
Stórhöfða 31, 110 Reykjavík
Merkt: Nafn
HVAÐ Á HÚSIÐ AÐ HEITA?
Meðal margra Íslendinga gætir um þessar mundir tortryggni, efa og and-
stöðu gegn þeirri fjölþjóðlegu sam-
félags- og viðskiptaþróun sem orðin
er. Þessa sama gætir víðar, eins og
fregnir sýna t.d. frá Bandaríkjunum,
Bretlandi, Póllandi, Ungverjalandi
og Norðurlöndum.
Sá sem þetta ritar fylgir opnunar-
stefnu, aukinni fjölþjóðasamvinnu
og viðskiptum í anda samþættingar,
sjálf bærni og samkeppnishæfni.
Áfangi í þeirri viðleitni var þátttaka í
samþykkt flokksþings Framsóknar-
manna 2009 um aðildarviðræður
að Evrópusambandinu. Þá voru sett
níu umfangsmikil aðalskilyrði til að
tryggja réttindi, hagsmuni og sér-
stöðu Íslendinga. Nauðsynlegt er að
setja málefnaleg skilyrði og tryggja
þjóðarhag, sérstöðu og þjóðerni.
En við eigum að virða tortryggni
og efasemdir manna og mæta þeim.
Mikilvægt er að sem mest samstaða
sé í afstöðu til fjölþjóðasamskipta og
utanríkismála. Slíkt er hagsmuna-
mál þjóðarinnar allrar. Öðrum kosti
aukast illdeilur og efi verður andúð,
en sundrung getur vegið að sjálf-
stæði þjóðarinnar.
Hér skulu nokkur úrræði nefnd:
lAð fyrirvarar við 3. orkupakka
Evrópusambandsins fari, eftir sam-
þykkt Alþingis, fyrir sameiginlegu
EES-nefndina til staðfestingar, og
taki 3. pakkinn fyrst gildi fyrir
Ísland eftir að slík staðfesting liggur
fyrir. Þetta er rökstutt með vægi
orkulinda og orkunýtingar sem
grunnforsendu byggðar í landinu.
Orð sérfræðinga hníga að því að
ekki sé varanlegt hald í öðrum stað-
festingum.
lAð innflutningur á ófrystu kjöti,
eggjum o.fl. verði því aðeins heimil-
aður að fullkomnar vottanir með
jákvæðri niðurstöðu liggi fyrir um
allan framleiðsluferilinn ásamt
viðurkenningu framleiðenda og
úrvinnslu, og sérstaklega verði
heimilt að taka vörusendingar til
skoðunar til að framfylgja þessu.
Þetta er rökstutt með smithættu
og sem forsenda fyrir heilsuvernd
búfjárstofna og fjölbreytni í lífríki.
lAð lögfestar verði beinar hömlur
við fjöldauppkaupum sama einka-
aðila eða tengdra aðila, hvort sem
eru Íslendingar eða útlendir, á jarð-
eignum, lóðum og fasteignum. Sams
konar ákvæði verði síðan lögfest um
vatnsréttindi, veiðiár, hitaréttindi og
önnur hlunnindi. Þetta er rökstutt
með tilvísun til fámennis í landinu,
samheldni og byggðarfestu og mikil-
vægis auðlindanna.
lAð lögfest verði skylda atvinnurek-
enda til að veita útlendu starfsfólki
við afgreiðslustörf námsaðstöðu til
að það geti annast nauðsynleg tjá-
skipti á íslensku. Síðan verði gert
átak til að styrkja aðstöðu og tæki-
færi innflytjenda og erlendra starfs-
manna til að ná tökum á íslensku
máli og ná rétti sínum hér á landi.
lAð stjórnvöld menningarmála
komi því til leiðar að vandaður og
skýr framburður íslenskrar tungu,
hófsamleg málvöndun og virðing
fyrir málhefðum íslenskunnar verði
virk stefnumið í fjölmiðlum og þá
einkum Ríkisútvarpinu, sjónvarpi
og hljóðvarpi. Þessu verði framfylgt
af hyggindum og festu.
lAð stjórnmálaf lokkar og hags-
munasamtök taki reynsluna af
öllum þessum fjölþjóðlegu sam-
skiptum til víðtækrar umræðu,
upplýsingaöf lunar og miðlunar.
Það er mikilvægt fyrir þjóðina að
taka stöðu, kanna hagsmuni og rök
og rýna fram á veginn.
Tillögur um
úrræði
Jón Sigurðsson
Alþingi hefur nú tekið sögulegt skref um að samning Sam-einuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks beri að lögfesta. Með
lögfestingunni verður Ísland eitt
fyrsta landið í heimi til að lögfesta
samninginn og mun það stórbæta
réttindi fatlaðs fólks og öryrkja á
Íslandi.
Í íslenskri lagatúlkun þarf að lög-
festa alþjóðlega samninga ef þeir eiga
að hafa bein réttaráhrif. Þess vegna
skiptir miklu máli að átta sig á mun-
inum á lögfestingu alþjóðasamn-
ings og fullgildingu. Samkvæmt
íslenskri réttarskipan er ekki hægt
að beita samningnum með beinum
hætti fyrir íslenskum dómstólum,
eins og hægt er að gera með almenn
lög, nema samningurinn hafi verið
lögfestur. Stangist ákvæði alþjóða-
samnings, sem hefur einungis verið
fullgiltur eins og hér hefur verið
gert, við íslensk lög víkja ákvæði
samningsins.
Í nýlegum Hæstaréttardómi er
sérstaklega nefnt að þar sem Ísland
hafi einungis „fullgilt“ samning SÞ
um réttindi fatlaðs fólks en ekki „lög-
leitt“ samninginn gætu dómkröfur
í málinu ekki náð fram að ganga á
grundvelli ákvæða þess samnings.
Að sjálfsögðu hafa mannréttinda-
sáttmálar sem Ísland hefur fullgilt
áhrif á lagatúlkun.
Fyrsta þingmálið mitt sem ég lagði
fram á Alþingi eftir að ég settist aftur
á Alþingi fyrir tveimur árum var að
samning Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks ætti að lögfesta.
Það vill svo til að síðasta þingmál
sem ég lagði fram áður en ég hætti
á þingi 2009 og fékk samþykkt á
Alþingi var að Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna bæri að lögfesta.
Ísland var einnig eitt fyrsta landið í
heimi til að lögfesta hann.
Við höfum í raun einungis lög-
fest þrjá meginalþjóðasamninga og
eru það Barnasáttmáli Sameinuðu
þjóðanna, Mannréttindasáttmáli
Evrópu og EES-samningurinn.
Nú verður samningur Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks
settur á þennan stall.
Eitt fyrsta landið í heimi
Ágúst Ólafur
Ágústsson,
þingmaður
Samfylkingar-
innar.
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 4 . J Ú N Í 2 0 1 9
0
4
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
2
7
-E
4
0
C
2
3
2
7
-E
2
D
0
2
3
2
7
-E
1
9
4
2
3
2
7
-E
0
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K