Fréttablaðið - 04.06.2019, Side 14

Fréttablaðið - 04.06.2019, Side 14
hugsanir komu oft upp hjá mér og þær eru enn til staðar.“ Mikil hræðsla og óvissa Þegar Eydís er spurð hvort hún hafi fengið hjálp á andlega sviðinu, svarar hún því játandi. „Þarna greip Ljósið inn í og hjálpaði mér mjög mikið. Þau héldu þétt utan um mig. Ég fann að ég var ekki ein með svona hugsanir, þær væru partur af þessu ferli og flestir glíma við þær. Mér og fjölskyldu minni var of boðslega vel tekið hjá Ljósinu. Við ákváðum fljótt í ferlinu að fara á kynningarfund og starfsmenn Ljóssins settu strax upp endurhæfingarprógramm fyrir mig sem var frábært. Ég hitti bæði iðju- og sjúkraþjálfara og fékk gott plan sem hjálpaði mér mikið. Það er ekki algengt að svona ungar konur fái brjóstakrabba en það gerist,“ segir Eydís Ása. Dóttir hennar kom í heiminn á annan í jólum, 26. desember síðastliðinn og fékk nafnið Embla Marín. „Það var dásamleg stund þegar ég fékk hana í fangið, heilbrigða og fína.“ Sköllótt með bumbu og eitt brjóst Unnusti Eydísar, Garðar Örn Arnarson, stóð eins og klettur við hlið hennar allan tímann. Hann fékk einnig aðstoð í Ljósinu ásamt foreldrum Eydísar og systkinum. „Það er alveg dásamlegt að ganga inn í Ljósið þar sem allir eru til- búnir að hjálpa manni. Ég vissi ekkert hvað ég væri að ganga í gegnum og það var svo gott að finna að starfsfólkið hélt þétt utan um mann. Ég fann fyrir styrk og fékk góða fræðslu. Það var margt sem ég vissi ekki, til dæmis að ég ætti á hættu að fá sogæðabjúg þar sem eitlarnir voru fjarlægðir. Ég mætti í sérstakan hóp kvenna sem höfðu gengið í gegnum brjóstnám. Það var svolítið sérstakt að mæta þarna með bumbuna út í loftið, eitt brjóst og sköllótt. Mér var ótrúlega vel tekið af öllum og það var passað vel upp á mig. Ég fékk að fara í sogæða- nudd sem gerði mér gott. Það hafði ekki verið rætt við mig um hugsan- legar afleiðingar fyrr en ég kom í Ljósið og því mjög traustvekjandi að hafa allt þetta fagfólk að leita til,“ segir hún. Eydís segist mæla heilshugar með því að allir sem greinist með krabbamein og fjölskyldur þeirra leiti til Ljóssins sem fyrst eftir greiningu. Ég er fegin hversu fljótt ég fór til þeirra. Ég var ekki búin að missa hárið þegar ég fór fyrst. Mér þótti gríðarlega erfitt að missa hárið, augnhár og augabrúnir að auki. Sú lífsreynsla tók mjög á mig.“ Meistaranámið bíður Eydís og Garðar eru trúlofuð og stefna á giftingu fljótlega. Dagurinn hefur þó ekki verið ákveðinn. Eydís er enn í meðferð og ætlar að halda áfram að sækja Ljósið. „Erfiðasti hjallinn er búinn en ég þarf að vera á lyfjum í heilt ár. Ég er að reyna að koma mér aftur af stað út í lífið og gott að fá aðstoð við það. Lífið gengur nokkuð vel hjá mér. Eftir veikindaleyfi fer ég í fæðingarorlof, verð heima að sinna dóttur minni. Ég átti að vera að klára meistara- nám í verkfræði en frestaði náminu þegar veikindin komu upp. Það er stórt og erfitt verkefni að veikjast alvarlega auk þess að hugsa um lítið barn. Öll mín orka núna fer í að ná heilsu. Sem betur fer er Embla Marín vær og góð, hún veit að móðir hennar þarfnast mikillar hvíldar.“ Lífssýnin breytist Ljósið hefur verið til frá árinu 2002 og starfsemin hefur vaxið mikið. Árið 2008 flutti starfsemin að Lang- holtsvegi 43. Vegna fjölgunar þeirra sem leita aðstoðar Ljóssins er fyrir- hugað að stækka það. Um þessar mundir er í gangi söfnun Ljósvina til að hægt sé að bæta aðstöðuna á Langholtsvegi. Eydís segist hvetja fólk til að styrkja Ljósið og kynna sér hvað þar fer fram. „Þetta er svo ótrúlega flott starfsemi. Ég hugsa að margir geri sér ekki grein fyrir öllu því sem þarna er í boði og hversu mikilvæg starfsemin er. Það er holl- ur og góður matur í hádeginu. Kaffi er alltaf á boðstólum og fólk getur komið til að hitta aðra eða bara sest niður í þessu dásamlega umhverfi. Í boði eru alls kyns námskeið og líkamsrækt. Þarna er bæði andleg og félagsleg uppbygging. Ég er núna á námskeiði fyrir nýgreindar konur og þar eru margar á svipuðu róli og ég. Einnig er ég í líkamsrækt,“ segir Eydís sem ætlar að njóta sumarsins með fjölskyldu sinni. „Lífssýnin breytist mikið þegar maður greinist með krabbamein. Þegar maður horfist í augu við alvarleg veikindi hættir maður að hugsa um litlu hlutina sem skipta raunverulega litlu máli í stóra samhenginu. Þótt það sé skrítið að segja það þá breyta veikindin manni í betri manneskju. Maður fær algjörlega nýja sín á lífið.“ Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson, benediktboas@frettabladid.is, s. 550 5763 | Ásta Eir Árnadóttir, astaeir@frettabladid.is, s. 550 5764 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Sólrún Freyja Sen, solrunfreyja@ frettabladid.is, s. 550 5765 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Eydís Ása greindist 26. júlí í fyrra, þá komin sextán vikur á leið með fyrsta barn. Hún fann hnút í hægra brjósti og taldi að um stíflaðan mjólkurkirtil væri að ræða. „Ég fékk ljósmóður til að þreifa á brjóstinu í mæðraskoðun en hún kallaði á heimilislækninn minn sem sendi mig áfram í ómskoðun. Tveimur vikum síðar var ég komin í brjóstnám. Mánuði þar á eftir hófst lyfjameðferð,“ útskýrir Eydís. Hún er ekki með hið arfgenga BRCA2 gen. „Ég er bara svona einstaklega óheppin,“ segir hún. „Krabbameinsæxlið var skorið burt en það hafði dreifst í eitla. Flestir eitlar í holhönd voru fjar- lægðir. Ekki var fullkomlega vitað hvort krabbameinið hefði dreift sér víðar þar sem ekki var hægt að rannsaka mig eins og venjulega væri gert þar sem ég var barns- hafandi. Í myndatöku nýlega sást ekkert sem benti til þess og ég trúi því að þetta sé búið,“ segir hún. Sorg og gleði „Meðgangan gekk ótrúlega vel. Barnið dafnaði vel þrátt fyrir lyfjameðferðina. Ég var svo heppin að fá ekki miklar aukaverkanir fyrir utan að missa hárið sem mér þótti mjög erfitt. Ég gæti trúað að meðgangan hafi veitt mér einhvers konar verndandi áhrif. Að minnsta kosti gekk allt mjög vel,“ segir Eydís og bætir við að hún hafi upp- lifað skrítnar tilfinningar þegar áfallið reið yfir. „Það var gleði og sorg sem börðumst um innan í mér. Sorg vegna veikindanna og gleði yfir væntanlegu barni.“ Eydís segist hafa orðið mjög hrædd þegar uppgötvaðist að hún væri með krabbamein. „Ég hugsaði auðvitað mikið um það hvort ég yrði alltaf til staðar fyrir ófædda barnið mitt. Neikvæðar óvissu- Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Mikil hræðsla greip Eydísi þegar hún greindist með brjóstakrabbamein á meðgöngu. Hún fékk góða aðstoð og ráðgjöf hjá Ljósinu. FRETTABLAÐIÐ/ERNIR Það var gleði og sorg sem börðumst um innan í mér. Sorg vegna veikindanna og gleði yfir væntanlegu barni. Eydís Ása Þórðardóttir Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 7 -D A 2 C 2 3 2 7 -D 8 F 0 2 3 2 7 -D 7 B 4 2 3 2 7 -D 6 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.