Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 16
Gamla staðal-
myndin er undir-
gefna eiginkona alkó-
hólistans. Bæði karlar og
konur geta verið með-
virk og meðvirkni þarf
ekki að tengjast alkó-
hólisma. Maður verður
ekki allt í einu með-
virkur á fertugsaldri.
Maður fer ekki óvart í
samband með virkum
alkóhólista og verður
meðvirkur vegna þess.
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Valdimar Þór starfar sem ráðgjafi hjá félaginu Fyrsta skrefið. Eins og segir á
heimasíðu þess, þá er félagið
„fjölþætt ráðgjafaþjónusta fyrir
einstaklinga, pör, fyrirtæki og
stofnanir“ sem leggur sérstaka
áherslu á valdeflingu og styrkingu
einstaklinga „í gegnum faglegan og
persónulegan stuðning“.
Í kvöld verður haldið með-
virkninámskeið þar sem er farið
yfir hvernig meðvirkni tengist
uppvextinum og með hvaða hætti
hún hefur áhrif á fullorðinsárum.
Meðvirkni
þarf ekki
að tengjast
alkóhólisma
Flestir geta tengt við fyrirbærið með-
virkni, orð sem er oft notað og jafn-
vel misnotað. Það mætti segja að allir
séu meðvirkir upp að einhverju marki
en spurningin er hvort meðvirknin er
farin að hafa neikvæð áhrif á líf okkar,
segir Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson segir að allir séu meðvirkir upp að einhverju marki FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Valdimar segir að það sé nauðsyn-
legt að skilja vandann ef maður
ætlar að takast á við hann, þess
vegna er mikilvægt að ráðast á
rótina.
Varnarhættir barns verða að
meðvirkni á fullorðinsárum
Meðvirkni er langt í frá að vera ein-
falt hugtak. „Námskeiðið er fjórir
tímar og mætti ekki vera mínútu
styttra. Við förum yfir gríðarlega
mikið efni og skoðum málið frá
mörgum hliðum.
Fyrst og fremst þá erum við að
færa okkur frá því að tala bara
um einkenni meðvirkni, sem er
eitthvað sem er mikið talað um,
yfir í að skoða orsökina. Þetta er
langvinsælasta námskeiðið okkar
og margir finna þar púslið sem þeir
voru alltaf að leita að.“
En hvað er meðvirkni og
hverjar eru orsakir hennar?
Margir eru með ákveðna mynd
í höfðinu af hvernig meðvirkni
lítur út. „Gamla staðalímyndin
er undirgefna eiginkona alkó-
hólistans.Bæði karlar og konur
geta verið meðvirk og meðvirkni
þarf ekki að tengjast alkóhólisma.
Maður verður ekki allt í einu með-
virkur á fertugsaldri. Maður fer
ekki óvart í samband með virkum
alkóhólista og verður meðvirkur
vegna þess,“ segir Valdimar.
„Meðvirkni þróast snemma í
lífinu og veldur því að við lendum
í erfiðleikum með sambönd og
samskipti þegar við erum orðin
fullorðin. Það er algeng ástæða
fyrir því að við förum í slæm sam-
bönd og eigum erfitt með að fara
úr samböndum, jafnvel þó þau séu
að valda okkur vanlíðan.“
Valdimar segir að rekja megi
rætur meðvirkninnar til ákveð-
inna skekkja eða áfalla í sam-
skiptum á uppvaxtarárum. „Áföll
í uppvexti eru oftast eitthvað sem
við verðum fyrir í samskiptum. Ef
þú sem barn ólst upp við skammir
og öskur, of beldi eða vanrækslu,
þá þróar þú með þér ákveðna varn-
arhætti til að komast af í erfiðum
aðstæðum.
Það er eðlilegt að við sem börn
förum að verjast sársauka, en
þessir varnarhættir fylgja okkur
inn í fullorðinsárin. Þegar við
erum orðin fullorðin þá hætta
þessi viðbrögð að vera heilbrigð.
Þau byrjuðu sem eðlileg við-
brögð í erfiðum eða óeðlilegum
aðstæðum, og verða seinna meir
óeðlileg viðbrögð í eðlilegum
aðstæðum. Það er meðvirkni.“
Það er munur á góðsemi og
meðvirkni
Samkvæmt Valdimar getur
margt orðið til þess að meðvirkni
þróast hjá okkur í uppvextinum.
Algengt er að fólk sem er að vinna
með meðvirkni hafi upplifað að
uppalendur hafi verið andlega eða
líkamlega fjarverandi eða jafnvel
beitt of beldi. Ástæðurnar geta
verið fullkomlega eðlilegar og
mikilvægt að hafa í huga að ekki
er verið að leita að sökudólgum,
eingöngu að skoða hvað gæti hafa
haft áhrif á okkar upplifun af
okkur sjálfum. Í sumum tilvikum
eru ástæðurnar mjög neikvæðar
þar sem vanræksla og of beldi af
einhverju tagi hefur haft áhrif. Sem
dæmi um áhrifavalda eru skiln-
aðir, andlát, meðvirkni foreldra,
alkóhólismi og ýmis önnur andleg
veikindi.
Við gætum verið að alast upp við
vanrækslu og upplifum að við
skiptum ekki máli og allar aðrar
tegundir af of beldi hafa veruleg
áhrif á sjálfsmyndina. „Alls konar
aðstæður geta mótað okkur og leitt
til þess að við sem börn þróum
aðferðir til að verjast sársauka sem
við höldum síðan áfram að nota
í framtíðinni.“ Valdimar segist
upplifa að margir eigi erfitt með
að skilja þetta og það sé flókin sál-
fræði þarna á bak við.
Sumum finnst erfitt að gera ekki
greinarmun á góðsemi og með-
virkni. „Einfalda svarið við því
er að góðsemi gefur þér orku en
meðvirkni tekur hana. Það að segja
já þegar maður vill segja nei, getur
verið vísbending um meðvirkni.
Þetta og margt f leira skoðum við
og ræðum á námskeiðinu“.
“Doktor.is er ætlað að auðvelda aðgengi
almennings að upplýsingum og ráðgjöf
um heilsu, lífsstíl og forvarnir.,,
Teitur Guðmundsson, læknir og ritstjóri doktor.is
Ráðgjöf Fræðsla Forvarnir
HVAÐ ER AÐ
FRÉTTA?
Frettabladid.is færir þér nýjustu
fréttir dagsins og ítarlega umöllun
um málefni líðandi stundar.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
0
4
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
7
-E
D
E
C
2
3
2
7
-E
C
B
0
2
3
2
7
-E
B
7
4
2
3
2
7
-E
A
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K