Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2019, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 04.06.2019, Qupperneq 20
Mini Electric verður kynntur formlega á bílasýningunni í Frankfurt í haust. Þeir sem kynnst hafa þriggja dyra Mini vita af reynslunni hversu einstaklega skemmti- legur akstursbíll hann er, sér- staklega í borgarumferðinni. Þeir sem prófað hafa 100% rafdrifna frumgerð Mini sem BMW Group hyggst hefja framleiðslu á fyrir árslok í tilefni 60 ára afmælissögu Mini á árinu, segja Mini EV lofa mjög góðu. Mini Electric verður kynntur formlega á bílasýningunni í Frankfurt í september. Bíllinn nýtur fjölmargra tæknilausna raf- bíladeildar BMW Group og segir Thomas Geiger hjá Auto Express sem prófað hefur frumgerðina að rafbíllinn muni ekki svíkja neinn Rafbíllinn Mini EV í framleiðslu í árslokMexíkósk yfirvöld ætla að halda uppboð á bílum og fleiri munum sem teknir hafa verið af afbrotamönnum þar í landi og nota afraksturinn til stuðnings fátæku fólki í landinu. Alls verða boðnir upp 77 bílar og á meðal þeirra eru Lamborghini, Porsche, Mercedes-Benz, Ford Mustang og Chevrolet Corvette bílar. Lágmarksuppboðsverð þess- ara bíla er 1,5 milljónir dollara, eða 185 milljónir króna, en búast má við því að talsvert hærri upphæð fáist fyrir bílana á uppboðinu. Í Mexíkó tapar ríkið 5-9% af heildar- framleiðslu landsins vegna spill- ingar í landinu. Núverandi stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn glæpum og er handlagning þess varnings sem boðinn verður þarna upp ein birt- ingarmynd þess. Auk þess er það stefna nýkjörins forseta landsins, Lopez Obrador, og stjórn hans að styðja við fátæka og eldri borgara landsins og því mun afrakstri af þessum haldlagða varningi verða varið í að styðja við þessa hópa fólks. Á uppboðinu verða einn- ig boðin upp þrjú lúxusheimili fyrrum afbrotamanna, en virði þeirra nemur að minnsta kosti 900 milljónum króna. Það góss sem haldlagt hefur verið og verður boðið upp er ekki allt komið frá gangsterum, heldur meðal annars einnig frá fyrrverandi pólitíkus sem viðað hafði að sér eignum með ólöglegum hætti. Selja stolna bíla til aðstoðar fátækum  Fyrsti hreinrækt- aði rafmagns- bíll Mini verður kynntur formlega á bílasýningunni í Frankfurt í sept- ember. 410 4000landsbankinn.isLandsbankinn Lægra lántökugjald við kaup á vistvænum bílum Viðskiptavinir Landsbankans greiða ekkert lántökugjald við fjármögnun rafbíla og fá 50% afslátt af lántökugjaldi við fjármögnun bíla sem skil greindir eru sem vistvænir. enda séu öll erfðaefnin til staðar sem geri Mini að Mini. Þriggja dyra Mini Mini EV er þriggja dyra borgarbíll í ætt við sígildu goðsögnina frá sjöunda áratug síðustu aldar, sem talinn er annar áhrifamesti bíll 20. aldarinnar. Mini EV er framdrifinn eins og sá sígildi, sem uppfært hefur verið til samræmis við nútíma- kröfur um umhverfismildi. Því er tímamótabíllinn búinn 190 hestafla rafmótor og 33 kW raf- hlöðu og hámarkshraðinn um 150 km/klst. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km/klst. er um 7 sekúndur og drægi rafhlöðunnar um 230 km. Það ætti að nægja flestum í borgarumferð- inni þar sem Mini EV verður fyrst og fremst ætlaður til notkunar eins og goðsögnin. Ekta Mini Thomas Geiger segir Mini EV minna nokkuð á geimskip vegna hljóðsins sem kviknar þegar stutt er á hnappinn til að ræsa raf- mótorinn. Að öðru leyti ríki þögnin ein í farþegarýminu. „Það eina sem þú heyrir er hljóðið í dekkjunum,“ segir Geiger og líkir hljóðinu við þau sem þeir heyra sem svífa um loftin blá í svifflugu. Geiger segir akstursupplifunina mjög Minilega, ekki ósvipaða upplifun af Mini Cooper S, sem einnig byggir á goð- sögninni frá 1959. Mini EV verður því kraftmikill, snöggur og umfram allt lipur til að henta borgarum- ferðinni til hins ítrasta. Geiger segir Electric ekta Mini. „Ef þér líkar Mini muntu elska Mini Electric. Ef þér líkar ekki Mini mun þér heldur ekki líka við rafbílinn,“ segir Geiger sem telur Mini EV hinn fullkomna borgarbíl. Mini EV verður kynntur hjá BL á næsta ári. Evrópuútgáfa Mini EV verður framleidd í Bret- landi en einnig er ætlunin að fram- leiða hann í Kína fyrir þarlendan markað. Mini Electric verður einnig markaðssettur í Bandaríkjunum. 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 7 -F C B C 2 3 2 7 -F B 8 0 2 3 2 7 -F A 4 4 2 3 2 7 -F 9 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.