Fréttablaðið - 04.06.2019, Síða 22
Reynsluakstur
Finnur
Thorlacius
finnurth@frettabladid.is
KOSTIR OG GALLAR
RANGE ROVER
EVOQUE
l 2,0 LÍTRA DÍSILVÉL
l 240 HESTÖFL
l FJÓRHJÓLADRIF
Eyðsla frá: 8,3 l/100 km í bl. akstri
Mengun: 215 g/km CO2
Hröðun: 11,0 sek. í 100 km hraða
Hámarkshraði: 186 km/klst.
Verð frá: 6.990.000 m. kr.
Umboð: BL
l Útlit
l Torfærugeta
l Aksturshæfni
l Búnaður
l Skert útsýni
l Lítið farangursrými
Af hverju að breyta því sem gott er? Það er ávallt spurn-ingin þegar ný kynslóð
birtist af vel heppnuðum bílum, en
Evoque er nú kominn af annarri
kynslóð. Land Rover fyrirtækið
fór þá leið með nýrri kynslóð
Range Rover Evoque að breyta lítið
heildarmyndinni. Þegar nánar
er að gáð er samt enginn flötur
bílsins eins. Þær breytingar sem
gerðar hafa verið virðast allar til
góðs og hafi bíllinn verið fágaður í
útliti áður er hann baðaður í fágun
nú. Slíkt getur verið erfitt í fram-
kvæmd með smærri bíla, en tekst
þó hér. Evoque er jú smæsti bíll
Range Rover línunnar, sem státar í
heild af fegurstu jeppaflóru heims
að mati greinarritara. Útlitsein-
kenni nýs Evoque koma greinilega
frá stærri bróðurnum Range Rover
Velar, sem í sem fæstum orðum
er fallegasti jeppi heims, punktur
og basta! Því kemur ekki á óvart
þó svo Evoque hafi enn fríkkað,
þó hann nái samt seint Velar. Nýr
Evoque hefur ekki stækkað, enda
væri slíkt ekki heppilegt fyrir bíl
sem ætlaður er fyrir borgarum-
ferðina að mestu. Hins vegar hefur
bilið milli öxla aukist og hefur það
verið nýtt í að auka við innanrými
bílsins. Evoque af fyrstu kyn-
slóð mátti fá aðeins með þremur
hurðum og líka sem blæjubíl, en
lítil eftirspurn eftir báðum þeim
útfærslum gerir það að verkum að
nú er aðeins ein gerð í boði, með 5
hurðum.
Þrír skjáir í mælaborðinu
Range Rover Evoque er lúxusbíll og
því ætti það ekki að koma neinum
á óvart að innanrýmið hans sé
hrikalega vel búið og flott, en að
auki er bíllinn hreinlega troðinn af
nýjustu tækni. Til dæmis eru þrír
skjáir í mælaborði bílsins. Flestir
munu væntanlega velja Evoque
með leðurinnréttingu og -sætum
en þeir sem kjósa bílinn með tau-
áklæði geta montað sig af því að
það er einkar umhverfisvænt, því
það er gert úr endurunnum plast-
flöskum að hluta. Með þrjá skjái
fer lítið fyrir tökkum og því er
mælaborðið í senn naumhyggju-
legt og framúrstefnulegt, allt í takt
við flottan lúxusbíl. Ferlega vel fer
um framsætisfarþega, en fyrir ekki
stærri bíl en Evoque er eins gott að
vera ekki af stærri gerðinni ef sitja
á aftur í. Að þessu leyti er langt frá
íverurými Evoque og t.d. stærri
Land Rover bróðurins Discovery
og fullvaxins Range Rover. Það á
náttúrulega líka við um farangurs-
rýmið, sem þó dugar þokkalega til
ferðalaga.
Mikið vélaúrval
Eins og með svo marga BMW
bíla og alla Volvo bíla, eru allar
vélarnar sem í boði eru með 2,0
lítra sprengirými, en þó mis-
öflugum. Dísilvélarnar eru D150,
D180 og D240 og bensínvélarnar
P200, P250 og P300 og það þarf
Fullvaxinn minnsti bróðir
Minnsti bróðirinn í Range Rover fjölskyldunni er nú kominn af annarri kynslóð og þó svo fagurt
ytra útlitið hafi ekki mikið breyst er hér kominn gerbreyttur bíll með mikla torfærugetu.
eiginlega ekki að giska á hver
hestaflafjöldi þeirra er, það segir
sig sjálft. Einstaklega skemmtilegt
er að aka öflugustu gerðunum, þ.e.
bæði D240 og P300. Hinar vélarnar
eru svo sem engir letingjar heldur
og kosta náttúrulega minna og
eyða minna. Í öllum gerðum er
tengt mild-hybrid kerfi sem er til
aflaukningar og hjálpar helst til
við upptöku bílsins úr kyrrstöðu.
Allar vélarnar eru tengdar við 9
gíra sjálfskiptingu. Við akstur
Evoque þarf eiginlega bara að stýra
rétta línu, aksturskerfin sjá um að
halda bílnum límdum á veginum.
Í reynsluakstrinum sem fór fram
í Grikklandi var boðið upp á heil-
mikinn torfæruakstur til að sýna
hversu bíllinn er hæfur til slíks
aksturs.
Ferlega fínn í torfærunum
Segja má að það sé hreint til fyrir-
myndar hve þessi annars minnsti
bíll Range Rover er tilbúinn í tor-
færurnar og hann ók ofan í árfar-
vegum og upp brattar og grýttar
malarbrekkur eins og enginn
væri morgundagurinn. Auk þess
er þessi bíll með 60 cm vaðdýpt,
hreint magnað! „Ground View“-
myndavélabúnaðurinn í Evoque er
sér kapítuli en með honum má fá
180 gráðu sýn fram fyrir bílinn við
erfið skilyrði og með honum má sjá
eins og gegnum húddið á bílnum
og því er allt fyrir framan bílinn
sýnilegt. Ekki minnist greinarrit-
ari þess að hafa séð svona magn-
aðan búnað áður og hann kom að
góðum notum í torfærunum. Ekki
veitir samt af þessum búnaði því
útsýni úr bíl með svona litla glugga
eins og Evoque er með er ekki
gott og síst gegnum afturrúðuna
með aðstoð baksýnisspegilsins.
Fjöðrun bílsins er frábær og alltaf
líður ökumanni þannig að hann sé
á sönnum lúxusbíl. Evoque er nátt-
úrulega ekki síður á heimavelli á
malbikinu og þar líður hann áfram
hljóðlaust og lítt finnst fyrir hrað-
anum sem hann á svo létt með.
Rétt er að gæta sín á hraðatak-
mörkunum, en hann var þó settur
í 180 km hraða á réttum stað og
fór létt með það. JLR hefur selt ógn
og býsn af fyrstu kynslóð Evoque
og þessi nýja kynslóð hans ætti
bara að ýta þeim fjölda betur upp.
Hér er sannur lúxusjeppi mættur,
þó með magnaða torfærugetu og
algjör töffari í útliti.
Einstaklega
skemmtilegt er að
aka öflugustu gerð-
unum, þ.e. bæði D240 og
P300. Hinar vélarnar eru
svo sem engir letingjar
en kosta náttúrulega
minna og eyða minna.
4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR
0
4
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
2
7
-E
8
F
C
2
3
2
7
-E
7
C
0
2
3
2
7
-E
6
8
4
2
3
2
7
-E
5
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
3
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K