Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 25

Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 25
Þar sem 600-700.000 tunnur af olíu eru sendar frá Mexíkó til Bandaríkjanna á hverjum degi er hætt við því að elds- neytisverð í Bandaríkjunum muni hækka um það sem tollunum nemur. Þessi olía er óunnin en bandarískar olíuhreinsunar- stöðvar hreinsa þessa olíu og selja hana þar. Mexíkó kaupir reyndar meira af unninni olíu af Bandaríkjunum heldur en magn olíunnar sem f lutt er frá Mexíkó yfir landamærin mælist. Þessi viðskipti hafa staðið lengi og ríkt mikil sátt og tollaleysi. Því gæfu- ástandi verður líklega raskað með nýjum tollum Trumps á Mexíkó. Trump hyggst í fyrstu leggja á 5% tolla á allan varning frá Mexíkó sem fara svo síhækk- andi ef Mexíkó gerir ekkert í því að stöðva ólöglegan innf lutning fólks yfir landamærin til Banda- ríkjanna. Þessir fyrirhuguðu tollar mundu kosta kaupendur þessarar hráolíu frá Mexíkó um 250 milljónir króna á dag, miðað við 5% toll og fara svo enn hækk- andi. Mexíkó seldi Bandaríkj- unum 9% af allri þeirri olíu sem til Bandaríkjanna var f lutt í fyrra. Tollar Trumps á Mexíkó hækka bensínverð í Bandaríkjunum Tollar á varning frá Mexíkó byrja í 5% en fara svo hækkandi. Ford sýndi fyrir skömmu fyrstu myndirnar af nýjum Focus ST langbak en bíllinn sá fer á markað seinna í sumar. Hann mun fást bæði með dísil- og bensínvél eins og Hatchback útfærsla hans. Dísilvélin er 2,0 lítra EcoBlue vél skráð fyrir 187 hestöflum og bens- ínvélin 2,3 lítra forþjöppudrifin vél, 276 hestafla. Hægt verður að velja á milli 6 gíra beinskiptingar og 7 gíra sjálfskiptingar í bílinn. Ford Focus ST er undir 6 sek- úndum í hundraðið og búast má við því að 30 kg þyngri langbaks- útfærsla hans sé örlítið seinni, lík- lega nálægt sléttum 6 sekúndum. Aðalkosturinn við langbaksút- færsluna er líklega yfrið skott- rýmið sem mælist hvorki meira né minna en 608 lítrar og því bíllinn hæfur til lengri og náttúrulega mjög skemmtilegra ferðalaga. Verðið á dísilútgáfunni er 30.595 pund í Bretlandi, eða 4,8 milljónir og bensínútgáfan 33.095 pund, eða 5,2 milljónir króna. Ford Focus ST langbakur með 276 hestafla ruddaafl Ford Focus ST er innan við 6 sekúndur í hundraðið en búast má við því að langbaksútfærsla hans sé örlítið seinni. BÍLAR B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 7 -D 5 3 C 2 3 2 7 -D 4 0 0 2 3 2 7 -D 2 C 4 2 3 2 7 -D 1 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.