Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 27

Fréttablaðið - 04.06.2019, Page 27
Í atvinnurekstri á Íslandi eru gjarnan árstíðarbundnar sveifl- ur, ekki síst í byggingar- iðnaði, landbúnaði og vegagerð. Þegar kemur að atvinnu-tækjum er ljóst að fram undan er veruleg endurnýj- unarþörf, því miðað við áætlanir stjórnvalda eru horfur á að ráðist verði í verulega innviðauppbygg- ingu í samgöngukerfinu á næstu árum. Við hjá Lykli erum til þjónustu reiðubúin að tryggja hag- stæða fjármögnun slíkra tækja og aðstoða þannig okkar fjölmörgu viðskiptavinum að ná hámarks- hagræðingu í sínum rekstri,“ segir Sverrir Viðar Hauksson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Lykils sem er eina sjálfstæða eignaleigufyrirtækið hér á landi með yfir 30 ára sögu. Þurfum að mæta sveiflum Lykill býður fyrirtækjum fjöl- breyttar leiðir til fjármögnunar sem eru sniðnar að mismunandi þörfum hvers og eins viðskipta- vinar. Lykill býður til dæmis hefðbundna kaupleigu og fjár- mögnunarleigu auk rekstrarleigu á smærri og stærri tækjum ásamt Flotaleigu fyrir bíla fyrirtækja. Í kaupleigu býður Lykill allt að 90% fjármögnun af kaupverði, hvort heldur er í íslenskum krónum eða erlendri mynt. Í fjármögnunar- leigu miðast fjármögnunarhlutfall við allt að 80% af kaupverði tækis. Lengd samningstíma er háð við- komandi leigumun en algengur samningstími er 36-60 mánuðir. Í Flota- og rekstrarleigu Lykils eru allir bílar og tæki fjármögnuð 100% en algengur leigutími er 12-36 mánuðir. Árstíðabundnar sveiflur „Í atvinnurekstri á Íslandi eru gjarnan árstíðabundnar sveiflur, ekki síst í byggingariðnaði, land- búnaði og vegagerð. Það þýðir auð- vitað að tæki getur staðið ónotað svo vikum skiptir og skapar litlar sem engar tekjur á meðan. Þessu mætir Lykill með því að bjóða sínum viðskiptavinum upp á sveigjanlegar af borganir þannig að greiðslur eru hærri þegar nóg er að gera en lægri þegar tekjur lán- taka dragast tímabundið saman. Þetta kunna okkar viðskiptavinir vel að meta.“ Margir góðir kostir Fjármögnunarleiðir Lykils fyrir fyrirtæki og rekstraraðila eru sex talsins. Flotaleiga eykur öryggi við rekstur bílaflota og stuðlar að lækkun kostnaðar sem vinnst með stærðarhagkvæmni Lykils. Fjármögnunarleiga hentar til fjár- mögnunar á vélum og tækjum til atvinnurekstrar, en þó best þeim sem vilja nýta sér hraðari gjald- færslu á leigugreiðslum. Kaupleiga hentar ekki síður til fjármögnunar á vélum og tækjum til atvinnu- rekstrar þar sem vélar og tæki eru eignfærð í bókhaldinu og samningurinn færður sem skuld á móti. Rekstrarleiga á bílum eða atvinnutækjum byggir á því að Lykill kaupir ákveðinn leigumun í samráði við leigutaka sem leigir leigumuninn í fyrirfram ákveðinn tíma og hefur fullan umráðarétt yfir honum á leigutímanum. Leigugreiðslur eru gjaldfærðar og haldast óbreyttar út leigutímann. Loks eru svo Lykillán og Lykilsamningar en það eru valkostir þegar kemur að fjár- mögnun bíla. Hægt er að fá allt að 90% fjármögnun af kaupverði til allt að sjö ára fyrir nýja bíla. Þjónustufyrirtækið Lykill Sverrir Viðar leggur áherslu á að Lykill er fjármálafyrirtæki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins en lítur ekki síður á sig sem þjónustu- fyrirtæki sem veitir snarpa og úrræðagóða þjónustu til sinna við- skiptavina. „Við tryggjum okkar viðskiptavinum hagstæð kjör til fjármögnunar á bílum og tækjum og veitum ráðgjöf um bæði fjármögnunartíma og samningsform. Hins vegar lítum við svo á að okkar hlutverki sé ekki lokið þótt búið sé að ganga frá samningi í upphafi heldur vinnum við áfram með okkar kúnnum að ná besta mögulega árangri í rekstrinum, segir Sverrir Viðar enn fremur. Hjálpum við að ná árangri í rekstri „Við hjá Lykli kappkostum að mæta sveiflum í tekjustreymi fyrirtæka með því að bjóða upp á sveigjanlegar afborganir,“ segir Sverrir Viðar Hauksson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Lykils. Sverrir Viðar Hauksson, sviðsstjóri viðskiptasviðs Lykils. Höfuðstöðvar Lykils. BÍLAR B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 4 . J Ú N Í 2 0 1 9 0 4 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 7 -E 8 F C 2 3 2 7 -E 7 C 0 2 3 2 7 -E 6 8 4 2 3 2 7 -E 5 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 3 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.