Fréttablaðið - 04.06.2019, Side 28
Jaguar Land Rover við Hest-háls frumsýndi nýja kynslóð Range Rover Evoque á laugar-
daginn var. Nýr Evoque er með
meira innra rými en fráfarandi bíll
enda lengri á milli hjóla en áður og
með hærri og lengri yfirbyggingu.
Þá er Evoque auk þess á 13% stífari
undirvagni og með nýrri multilink
fjöðrun sem í senn eykur aksturs-
þægindi og eiginleika og veitir enn
meiri drifgetu utan alfaraleiða.
Evoque er mildur tvinnbíll
Evoque er að sjálfsögðu fjórhjóla-
drifinn eins og áður en sú nýjung
er nú til staðar í nýrri kynslóð að
aflið til afturhjólanna aftengist
sjálfkrafa þegar þess gerist ekki
þörf til að draga úr eldsneyt-
iseyðslu. Er Evoque því að mestu
framhjóladrifinn í venjubundnum
borgarakstri og á langkeyrslu. Þá
er Evoque enn fremur fyrsti bíll
Jaguar Land Rover sem kemur
með 48 volta mildri tvinndrifrás
(Mild Hybrid) sem styður við mis-
munandi dísil- eða bensínvélar
til að draga úr eldsneytiseyðslu
og útblæstri og auka þægindi og
akstursánægju, einkum þegar ekið
er af stað úr kyrrstöðu.
Áfram sérkennandi
Sérkennandi útlit og línur Evoque
njóta sín áfram í nýju kynslóðinni
enda á hvort tveggja ríkan þátt
í miklum vinsældum bílsins og
þeim rúmlega 200 alþjóðlegu verð-
launum sem hann hefur fengið
frá upphaflegri frumsýningu.
Þó er heildarásýnd nýs Evoque
jafnvel fágaðri en áður þar sem
ávalar línurnar, grípandi hönnun
grillsins og framljósanna ásamt
hinni frægu afturhallandi þaklínu
skipa stærstan sess í heildaryfir-
bragðinu. Nýjungarnar leyna sér
heldur ekki í farþegarýminu
vegna aukinna þæginda sem
Evoque hefur upp á að bjóða. Auk
náttúrulegra og endurvinnan-
legra efna í innréttingu blasa við
tveir miðjusettir snertiskjáir auk
nýrrar gírstangar í stað hringlaga
hnappsins sem áður var.
Háskerpa baksýnisspegilsins
Sem dæmi um tækninýjungar má
nefna baksýnisspegilinn sem jafn-
framt er háskerpumyndavél sem
sýnir umhverfið aftan við bílinn,
þar á meðal dráttarbeisli aftaní-
vagnsins. Þá má nefna að afþrey-
ingarkerfi Evoque styður m.a.
þráðlaus heyrnartól sem einnig má
hlaða þráðlaust í bílnum.
Sex vélar í boði
Ásamt 48 volta mildu tvinndrif-
rásinni skilar Evoque með
Ingenium dísilvélinni 150 hest-
öflum, 180 eða 240 eftir því hvaða
vél er valin. Einnig er hægt að velja
Evoque með bensínvél sem skilar
ásamt tvinndrifrásinni 200 hest-
öflum, 250 eða 300 hestöflum. Við
vélarnar er í öllum tilfellum 9 gíra
sjálfskipting. Þess utan er hægt
að sérpanta Evoque framdrifinn
og beinskiptan við 150 hestafla
dísilvélina. Hjá Jaguar Land Rover
við Hestháls kostar grunngerð
Evoque með 150 hestafla vél og
sjálfskiptingu kr. 6.990.000 en með
þeim ákveðna búnaði sem flestir
velja og verður meginsölubíll
Evoque hér á landi kostar hann kr.
8.490.000.
Sérkennandi útlit og línur Evoque njóta sín áfram enda á hvort tveggja ríkan þátt í miklum vinsældum bílsins.
Evoque er með 13%
stífari undirvagni
og með nýrri multilink
fjöðrun sem í senn eykur
akstursþægindi og
eiginleika og veitir enn
meiri drifgetu utan
alfaraleiða.
BMW hefur nýverið kynnt þriðju kynslóð 1-línu sinnar með fjölbreyttu vélarúrvali,
en sá öflugasti þeirra er M135i
Xdrive með 302 hestöfl undir
húddinu. Mestu breytinguna á
1-línunni má líklega telja að nú er
bíllinn framhjóladrifinn en ekki
afturhjóladrifinn. Reyndar er þessi
öflugasta M135i gerð fjórhjóla-
drifin, enda vart annað hægt með
svo mikið afl til taks. BMW býður
ásinn með 114 til 188 hestafla
dísilvélum, en bensínvélarnar eru
aðeins tvær, 140 og 302 hestafla.
Með þeirri fyrrnefndu er bílinn
8,5 sekúndur í 100 en aðeins 4,8
sekúndur með þeirri öflugri og
tyllir sá bíll sér í f lokk með „hot
hatch“-bílum, enda er bíllinn smár
í sniðum.
Hægt verður að fá aflminni
gerðir bílsins bæði með bein-
skiptingu og sjálfskiptingu, en 7
og 8 gíra sjálfskiptingu í öflugri
gerðum hans. Í M135i XDrive er 8
gíra Steptronic sjálfskipting. BMW
ætlar að kynna þessa þriðju kyn-
slóð 1-línunnar á bílasýningunni
í Frankfurt sem hefst í september.
BMW 1-línan kom fyrst á markað
árið 2004 og á því 15 ára sögu.
Nýr BMW M135i
er 302 hestöfl
Nýr og rýmri RR Evoque
frumsýndur síðustu helgi
Þegar ný áttunda kynslóð Volkswagen Golf kemur á markað mun Volkswagen
hætta að bjóða hefðbundna gerð
þessa goðsagnarkennda bíls í
Bandaríkjunum. Núna er þeir Golf
bílar sem seldir eru vestanhafs sér-
staklega útbúnir fyrir Bandaríkja-
markað, en því ætlar Volkswagen
að hætta frá og með næstu kyn-
slóð. Það þýðir þó ekki að krafta-
gerðirnar Golf GTI og Golf R hverfi
líka af markaði í Bandaríkjunum,
því þeir verða þar í boði áfram.
Volkswagen Golf Sportswagen,
þ.e. langbakurinn, hefur einn-
ig verið í boði í Bandaríkjunum,
en verður það ekki heldur með
áttundu kynslóðinni. Bandaríkja-
menn gætu líka þurft að bíða í
dágóða stund eftir Golf GTI og Golf
R bílunum því raddir hafa heyrst
þess efnis að þeir munu ekki koma
af 8. kynslóð þangað fyrr en 2021
og það af 2022 árgerð.
Verður í boði í Kanada
Það að hefðbundinn Golf verði
ekki til sölu í Bandaríkjunum
þýðir þó ekki að hann hverfi
alfarið frá N-Ameríku þar sem
hann verður áfram í boði í Kanada
enda er hann best selda bílgerð
Volkswagen þar. Engar fréttir eru
af því hvort Golf Alltrak, háfætt
gerð Golf, muni einnig hverfa af
markaði í Bandaríkjunum. Þegar
áttunda kynslóð Golf kemur á
markað mun Volkswagen hætta að
framleiða e-Golf rafmagnsgerðina
þar sem hann verður leystur af
með ID 3 rafmagnsbílnum. Frá og
með áttundu kynslóð Golf verða í
boði tvær tengiltvinnbílgerðir, en
nú er það einungis Golf GTE. Ekki
er ljóst hvort önnur, báðar eða
hvorug þeirra verði í boði í Banda-
ríkjunum. Staðfest er að önnur
þessara bílgerða kemst 80 km á
rafmagninu einu saman.
Golf af Bandaríkjamarkaði
Volkswagen Golf hverfur af markaði í Bandaríkjunum en ekki í Kanada.
Ein birtingar-
mynd jeppa- og
jepplingaæðisins
vestanhafs birtist
í því að Volks-
wagen ætlar að
draga þennan
næstmest selda
bíls heims af
næststærsta bíla-
markaði heims.
Mestu breytinguna á 1-línunni má telja að nú er bíllinn framhjóladrifinn.
Önnur kynslóð
Range Rover
Evoque er komin
til landsins. Hefur
ekki stækkað að
utanmáli en er
samt rýmri að
innan vegna auk-
ins hjólhafs.
4 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR
0
4
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:3
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
2
7
-E
D
E
C
2
3
2
7
-E
C
B
0
2
3
2
7
-E
B
7
4
2
3
2
7
-E
A
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
3
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K