Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.06.2019, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 12.06.2019, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 3 4 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Opið 17. júní! Blöðrur - Fánar Sleikjóar - Rellur Íslenska karlalandsliðið sýndi allar sínar bestu hliðar í 2-1 sigri á Tyrklandi á Laugardalsvelli í gær. Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson skoraði fyrstu mörk sín í tvö ár og bar af í annars frábæru liði Íslands. Með sigrinum varð Ísland fyrsta liðið til að sigra Tyrkland í undankeppninni og jafnaði Tyrki og Frakka að stigum í H-riðlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fleiri myndir frá landsleiknum er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS VIÐSKIPTI Andri Már Ingólfsson, fyrrverandi aðaleigandi Primera Air sem var tekið til gjaldþrotaskipta síð­ asta haust, reiddi fram tæplega 200 milljónir króna í reiðufé til þrotabús flugfélagsins gegn því að fallið yrði frá málsóknum á hendur honum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Til viðbótar samþykkti Andri Már að falla frá þeim kröfum sem hann hafði lýst í þrotabúið, eins og áður hefur komið fram, en kröfur hans og félaga á hans vegum, þar á meðal félags í eigu dönsku ferðaskrifstof­ unnar Bravo Tours, námu samanlagt ríflega tveimur milljörðum króna. Samkomulag náðist á milli Andra Más og þrotabús Primera Air á Ís­ landi, sem lögmaðurinn Eiríkur Elís Þorláksson stýrir, í síðasta mánuði. Andri Már var næststærsti kröfuhafi búsins á eftir Arion banka. Rekstur Primera Air og erlendra dótturfélaga stöðvaðist í október í fyrra þegar félögin voru tekin til gjaldþrotaskipta. Lýstar kröfur í búið nema rúmlega 10 milljörðum króna. Bankinn þurfti að færa niður tæp­ lega þrjá milljarða króna í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrotsins. Fram kom í skýrslu skiptastjóra sem var lögð fram á skiptafundi þrotabús flugfélagsins í febrúar að rannsóknir hans hefðu „leitt í ljós að mögulegt sé að fyrirsvarsmenn félagsins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur tilvikum. Auk þess var tekið fram að skipta­ stjórinn hefði það til skoðunar „hvernig staðið var að reiknings­ skilum þrotamannsins að öðru leyti“. Í skýrslunni sagði jafnframt að athugun skiptastjóra á reiknings­ skilum flugfélagsins kynni að leiða til þess að þrotabúið gæti sótt frekari fjárkröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikningsskilunum. Endur­ skoðendur Primera Air voru frá ráð­ gjafarfyrirtækinu Deloitte. – hae, kij / sjá Markaðinn Andri Már greiddi sig frá málsóknum Andri Már Ingólfsson greiddi þrotabúi Prim­ era Air tæpar 200 millj­ ónir til þess að forðast málsóknir. Féll einnig frá milljarða kröfum sínum. Forsvarsmenn félagsins voru taldir hafa mögulega valdið því tjóni í tveimur tilvikum. 2 milljarðar voru kröfur Andra Más og félaga á hans vegum í þrotabú Primera. Kolefnisjafnaðu aksturinn með Orkulyklinum ... því veiði dagsins grillar sig ekki sjálf Afgreiðslutímar á www.kronan.is GRILLJÓN ástæður til að grilla FISKELDI Fjölmörg fyrirtæki hafa opinberlega lýst yfir stuðningi við átaksverkefnið Á móti straumnum – samstarfsverkefni náttúruverndar­ samtaka, fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi. Átaksverkefnið var sett á fót til að vernda íslenska náttúru fyrir laxeldi í opnum sjókvíum. „Ísland hefur með réttu stært sig af og gert út á hreinleika, meðal ann­ ars í matvælaframleiðslu. Það skýtur því skökku við ef við ætlum að leyfa svo óumhverfisvæna matvælafram­ leiðslu sem sjókvíaeldi er enda mun það hafa slæm áhrif á það góða orð­ spor sem við höfum búið okkur til,“ segir Nuno Servo veitingamaður er rekur Sushi Social, Apótekið, Tapas barinn og Sæta svínið. – ósk / sjá síðu 4 Áhyggjur af orðspori vegna sjókvíaeldis 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 2 -C 4 C C 2 3 3 2 -C 3 9 0 2 3 3 2 -C 2 5 4 2 3 3 2 -C 1 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.