Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 12.06.2019, Blaðsíða 9
Samþykkt bæjarstjórnar er einkar ánægjuleg en e.t.v. lítið skref í stóra samheng- inu um umhverfisvernd en lýsir vilja bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í umhverfis- málum. Ég hef farið ferða minna hjólandi í mörg ár, nota oft strætó og átti bíl í eitt og hálft ár fyrir nær 15 árum. Hins vegar skil ég vel að slíkt henti sumum illa og öðrum bara alls ekki. Og þótt brýnt sé að gera fólki kleift að velja almenningssam- göngur, hjólreiðar og annað slíkt til að komast á milli staða, verða bílar áfram til samhliða þessu. Hvað er þá til ráða þegar losun gróðurhúsa- lofttegunda frá vegasamgöngum er afar mikil – raunar þriðjungur allrar þeirrar losunar sem við þurfum að standa skil á gagnvart Parísarsam- komulaginu? Svarið er að við verðum að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti til að knýja bílaflotann okkar áfram. Þess í stað þurfum við að nota endur- nýjanlega orku. Annað er ósjálf- bært. Við þurfum að ná orkuskipt- um í vegasamgöngum. Við eigum þegar að baki álíka byltingu þegar við hættum að brenna kolum til að kynda upp húsin okkar og komum þess í stað upp hitaveitu. Bann við nýskráningum bensín- og dísilbíla árið 2030 er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og bíla- orkuskiptin ganga raunar vel. Ísland er nú í öðru sæti í heiminum á eftir Noregi hvað varðar nýskráningar raf bíla, auk þess sem stjórnvöld kynntu fyrr í vikunni aðgerðir sem skipta miklu til að tryggja að orku- skiptin gangi hratt og örugglega fyrir sig. Fjárfesting upp á milljarð Fjármagni verður veitt til uppbygg- ingar hraðhleðslustöðva um allt land, með áherslu á næstu kynslóð hleðslustöðva sem bjóða upp á mun styttri hleðslutíma en núverandi stöðvar gera. Mikilvægt er að koma upp þéttu neti af stöðvum til að koma í veg fyrir sóun og offjárfest- ingu fólks í stórum og langdrægum rafhlöðum. Einnig verður ráðist í sérstakt verkefni með ferðaþjón- ustunni, enda áhrif innkaupa bíla- leiga á samsetningu bílaflotans hér á landi afar mikil. Tæpur helmingur allra nýskráðra bifreiða á Íslandi eru bílaleigubílar og lykilatriði að ná þar fram orkuskiptum, þar sem bílaleigubílar verða síðar að heim- ilisbílum landsmanna þegar þeir eru seldir á eftirmarkaði. Fram undan er síðan að fullvinna tillögur varðandi metan, vetni, líf- eldsneyti, orkuskipti í almennings- samgöngum og f leiri mikilvæga þætti. Tilkynnt var um ráðstöfun 450 milljóna króna vegna orkuskipta á árunum 2019-2020 en heildarfjár- festingin eingöngu af þessari fyrstu upphæð gæti slagað hátt í milljarð, enda er gert ráð fyrir mótframlögum við veitingu fjárfestingarstyrkjanna. Við höfum allt hér á landi sem þarf til að vera í fararbroddi í heiminum í orkuskiptum í samgöngum. Stórfelld uppbygging vegna orkuskipta Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlinda- ráðherra Minnkun á losun gróður-húsalofttegunda er mál sem ekki fyrir svo löngu síðan komst í hámæli. Við Hafn- firðingar höfum tekið umhverf- ismá l in a lva rleg a m . a . með metnaðarfullri umhverfis- og auð- lindastefnu þar sem tekið er á f lest- um málum er varða verndun og betri umgengni við umhverfið auk aðgerðaáætlunar varðandi stefnu Hafnarfjarðar um umhverfis- og auðlindamál. Vistvænar framkvæmdir í Hafnarfirði Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam- þykkti þann 29. maí tillögur að aðgerðum til að hvetja húsbyggj- endur til að setja umhverf ið í forgang í samræmi við Heims- markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun, auk nar kröfur um minni losun gróður- húsalofttegunda út í andrúms- loftið og aukna umhverfisvitund almennings. Tillögurnar f jalla m.a. um að djúpgámar verði á öllum uppbyggingarsvæðum auk þess sem gert verði ráð fyrir þeim við endurskoðun á skipulagsskil- málum í eldri hverfum. Samþykkt voru ákvæði um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdarstað, að minnsta kosti 20% byggingarefna í nýframkvæmdum skuli hafa umhverfisvottun og að Hafnar- fjarðarbær móti sér stefnu um vott u n (BR EE A M , Svanu r inn eða sambærilegt) allra nýbygg- inga á vegum sveitarfélagsins. Samþykkt var að innleiða hvata til framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM-vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af lóða- verði. Samþykkt var að afsláttur af lóðarverði vegna Svansvottaðs húss verði 20%, að byggingar með BREEAM-einkunn „Very good“ 55% fái 20% afslátt af lóðarverði og við BREEAM-einkunn „Excellent“ 70% verði afsláttur af lóðarverði 30%. Þá samþykkti bæjarstjórn jafnframt að Hafnarfjörður gerist aðili að Grænni byggð. Í stóra samhenginu Samþykkt bæjarstjórnar er einkar ánægjuleg en e.t.v. lítið skref í stóra samhenginu um umhverfis- vernd en lýsir vilja bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í umhverfismálum. Í stóra samhenginu þar sem bygg- ingar og byggingariðnaðurinn á heimsvísu er talinn ábyrgur fyrir um 25%-35% losunar gróður- húsalofttegunda má e.t.v. segja að samþykkt okkar í Hafnarfirði megi sín lítils en eins og máltækið segir „margt smátt gerir eitt stórt“, þannig munum við ná árangri í umhverfismálum. Hafnarfjörður í forystu í aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum Ólafur Ingi Tómasson bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði PORSCHE Cayenne S e-hybrid Nýskr. 11/2016, ekinn 31 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð 9.490.000 kr. Rnr. 420113 . LAND ROVER Discovery Sport HSE Nýskr. 4/2016, ekinn 30 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 6.490.000 kr. Rnr. 103786 . BMW 640 D Grand Coupe Nýskr. 5/2014, ekinn 23 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.490.000 kr. Rnr. 420044. RANGE ROVER Velar S Nýskr. 2/2019, ekinn 2 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 11.290.000 kr. Rnr. 420114. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 JAGUAR F-PACE Portfolio Nýskr. 11/2017, ekinn 25 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 8.990.000. kr. Rnr. 145639 . JAGUAR XE 2.0 i4 Prestige Nýskr. 7/2017, ekinn 23 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 4.990.000 kr. Rnr. 420131 . RANGE ROVER SPORT SE Nýskr. 5/2017, ekinn 61 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 10.900.000 kr. Rnr. 103855. RANGE ROVER SPORT HSE Dynamic Nýskr. 3/2017, ekinn 30 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 13.990.000 kr. Rnr. 420077. E N N E M M / S ÍA / N M 9 4 2 7 8 J a g u a r n o t a ð ir 5 x 2 0 2 9 m a í S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 1 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 1 2 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 2 -D D 7 C 2 3 3 2 -D C 4 0 2 3 3 2 -D B 0 4 2 3 3 2 -D 9 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 1 1 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.